Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 24

Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 24
L U K Landíræðileg upplýsingakerfi (LUK) og sumarbústaðaskráning í LUK á Skipulagi ríkisins I grein þessari verður fjallað um notkun LUK á Skipulagi ríkis- ins og gerð grein fyrir fyrsta miðlæga LUK gagnasafninu á stofn- uninni, uppbyggingu þess og mótun. Jafnframt er að finna nokkrar útskýringar og umræðu um helstu þætti sem hafa áhrif á vinnuferli innan stofnana allt frá gögnum til gagnasafna, gerð viðfanga (forrita) að virkni upplýsingakerfanna í heild. Lykilat- riði er að stjórnendur geri sér fulla grein fyrir því hvernig ferlið virkar. Hvað er LUK og hver notar það? Þegar sérfræðingar sem vinna með LUK eru beðnir að útskýra það (kerfið) í starfi sínu eru svörin sem gefin eru engan veginn einhlít. Það lýsir einungis fjölbreytileika og ólíkum möguleikum kerfanna. Eftirfarandi eru almennar skilgreiningar og atriði sem vert er að hafa í huga þegar fjallað er um LUK: Landfræðileg upplýsingakerfi (á ensku Geographic Information Sy- stem, GIS) eru gagnasöfn og hugbúnaður sem geyma og nota stað- bundnar (hnitbundnar) upplýsingar. Hugbúnaður kerfisins tengir myndræn gögn við önnur gögn t.d. töflugögn í gagnasafni. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að kaup á LUK hugbúnaði eru aðeins fyrsta skrefið á löngu ferli við að byggja upp stafrænt land- fræðilegt gagnasafn. Kerfið sjálft er eins og áður er getið eingöngu tæki til þess að varðveita og vinna þau landfræðilegu gögn (upplýs- ingar) sem hver aðili fyrir sig metur að skipti máli í viðkomandi gagnasafni. LUK er hægt að nota til þess að vinna landfræðilegar greiningar af ýmsu tagi, sumir leggja megináherslu á kortahlutann, aðrir gagna- safnið að baki, enn aðrir ýmiss konar greiningarmöguleika s.s. halla- og skuggagreiningar á landslagi, landlíkön, yfirlagsgreiningar (overlay) og svo mætti Iengi telja. Eitt er sameiginlegt öllum sem vinna með LUK en það er að þau vinna með landfræðilegar upplýsingar á stafrænu formi og nota kerfið til þess að miðla upplýsingunum á korti eða landlíkani. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að firnin öll eru til af landfræði- legum gögnum s.s. um mannfjöldatölur, atvinnuþátttöku o.s.frv. en þau verða ekki LUK gögn fyrr en búið er að tengja þau land- fræðilegri staðsetningu s.s. fólksfjölda eða atvinnuþátttöku í sveitar- félagi eða bæjum. I tölvutímaritum er æ meira um að þessi kerfi séu kynnt sem verk- færi til markaðsrannsókna. LUK er hluti af heild - ,,LUK húsið” Algengt er að alltof mikil áhersla sé lögð á tæknivinnuna við LUK sem á sér eðlilegar skýringar þar sem mörg kerfanna eru viðamikil, öfl- ug og flókin. Mikilvægt er því að aðilar sem hyggjast kaupa LUK byrji á að skil- greina þarfir, efnahag og mannafla, að því loknu er hægt að kaupa kerfi sem hentar best viðkomandi starfsemi. Bergljót S. Einarsdéttir er arkitekt á Skipu- lagi ríkisins og sér um uppbyggingu og mótun landfræðilegra upplýsingakerfa ástofnuninni. Lokapróf frá arkitektadeild Tækniháskóla Noregs í Þrándheimi árið 1982. Kennararétt- indi fyrir arkitekta og verkfræðinga frá upp- eldisfræðiskorTækniháskóla Noregs i Þránd- lieimi árið 1983. Stundar fjarnám í land- fræðilegum upplýsingakerfum í gegnum fjar- kennslumenntanetið UNIGIS (áður InterGIS) við Frjálsa háskólann í Amsterdam. Til er líking þar sem upplýsingakerfi er líkt við múrsteinshús, kallað „The GIS House”samanber 1. mynd. Þakið táknar KERFIN og VERKEFNIN eitt af þeim gæti t.d. verið sumar- bústaðaverkefnið sem fjallað er um síðar í greininni. Múrsteinar eru GAGNASÖFN. Sementið er VIÐFÖNG. Grunnurinn táknar GÖGNIN þar á meðal eru gögn um sumarbústaðamál. l.mynd - LUKhúsið En til þess að LUK húsið verði starfhæft þarf að taka tillit til margra þátta, á ensku kallað „The OPA FIT Concept” en OPA FIT er skammstöfun á „Organisation, People, Agreements, Finances, In- formation, Technology” samanber eftirfarandi texta. Hver þáttur fyrir sig er mikilvægur og með þessu er verið að leggja áherslu á að LUK er hluti af heild. Stofnunin: Skilgreining ábyrgðar og verkaskiptingar þarf að vera skýr. Stofnunin ber ábyrgð á því að kerfin virki. FÓIkíð: Starfsmenn þurfa að fá nauðsynlega þjálfun til þess að geta nýtt sér nýja tækni (LUK, Oracle....) jafnframt því þarf að leggja áherslu á samvinnu milli hlutaðeigandi aðila. Skilgreina þarf hvaða þekkingu vantar og hvernig hægt er að afla hennar. Samkomulag og samningar: Staðlaðar skilgreiningar á því hvernig framkvæma á verkefni með notkun þeirrar tækni sem í boði er innan stofnunarinnar ásamt samningum við ráðgjafa utan stofnunarinnar. Fjármál: Kostnaðaráætlanir sem taka tillit til og gera kröfur um aukna hagkvæmni og vinnuhagræðingu fyrir starfsfólk. 24 ... upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.