Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 26
L U K
Maplnfo
Kerfi Kort Upplýsingar Skráning
W\ \ \ \\ '
- j .
- Samþykktar sumarhúsalóðir í sveitarfélagi -
□ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ Númei Heiti sveitaifélags Samþykktai lóðii ] ♦
1606 Kjósarhreppur 151 -
2300 Grindavík 1
3501 H valf jarðarstrandarhr. 187
3503 I nnri-Akraneshreppur 1
3505 Andakílshreppur 17
3506 Skorradalshreppur 534
3508 R eykholtsdalshreppur 15
3509 Hálsahreppur 69
3601 Hvítársíðuhreppur 108
3602 Þverárhlíðarhreppur 42
3605 Borgarhreppur 279
3607 Álftaneshreppur 62
□ □ 3609 Borgarbyggð 89
3701 | | .c 1 66 4-
■II 1
4.mynd - Frá upplýsingahlutanum getur notandinn fengið upplýsingar úr gagnagrunni.
Úrvinnsla gagna
Undirbúningsvinna við kort í LUK
Á þessu stigi eru upplýsingar fengnar úr
gagnasafninu, ýmist texti eða tölur, og birtast
upplýsingarnar á sama hátt og þær eru skráðar.
Á síðari stigum er gert ráð fýrir að hægt verði
að vinna tölfræðilegar upplýsingar og birta þær
t.d. í súlu- eða kökuriti.
Tæknileg hönnun og útfærsla
Eftirfarandi mynd sýnir tengslin milli lag-
anna þriggja þ.e. miðlæga gagnasafnsins,
tæknilegrar virkni kerfisins og notandans.
Gagnasafn í Oracle
Gagnasafnið er hannað af gagnasafnsfræð-
ingi og gagnasafnskerfið Access notað á meðan
á hönnun stendur. Gögnin verða vistuð í mið-
lægum Oracle gagnagrunni. "Datalink" verður
notað til þess að tengja Oracle gögnin við
kortagögnin í Maplnfo.
„Datalink” er forrit frá Maplnfo hannað
sérstaklega sem samskiptaliður milli gagna-
safna s.s. Oracle og Maplnfo.
Tæknileg uppsetning
Tæknileg uppsetning kerfisins er á ábyrgð
kerfisstjóra og hann sér jafnframt um að gera
nauðsynlegar prófanir með „Datalink”.
LUK sérfræðingur ber ábyrgð á vinnslu og
nauðsynlegum undirbúningi LUK korta-
grunna s.s. hreinsun LUK gagna, leiðrétting-
um og grunntengingum við gagnagrunn í
Maplnfo. Hann er jafnframt verkefnisstjóri og
tengiliður milli kerfisstjóra og notanda.
Landsskipulagsstig og LUK
Að lokum vil ég ítreka að sumarbústaða-
verkefnið er fyrsta gagnasafnið á stofnuninni
sem verður gert miðlægt í LUK og ber að líta á
það sem mótunarverkefni fyrir frekari vinnu
með gögn Skipulags ríkisins á landsvísu.
Á Skipulaginu er unnið að undirbúningi
landsskipulagsstigs þar sem stefnt er að sam-
ræmingu ýmissa skipulagsáætlana (s.s. vegaá-
ætlunar, orkuáætlunar o.s.frv.) á landsvísu og
samhæfingu við lægri skipulagsstig (svæðis-
skipulag og aðalskipulag).
Rétt er að benda á að verkefnið sem fjallað
hefur verið um hér að ofan, tekur til landsins
alls og myndar því hluta af þeirri yfirsýn sem
landsskipulagsstigi er ætlað að skapa.
Ljóst er að í tengslum við sumarbústaða-
verkefnið er nauðsynlegt að safna ýmsum
landfræðilegum upplýsingum á landsvísu. Má
þar nefna helstu ferðamannastaði, vegi, línu-
lagnir og jarðhitasvæði og þurfa kort og önnur
gögn að vera aðgengileg í LUK.
Jafnframt er nauðsynlegt að taka eitt skref í
einu og gína ekki yfir of miklu í einu.
Samstarf og gagnaskipti
Mikil þörf er á að byggja upp almenna
lcortagrunna í LUK og helst þyrfti að vera
hægt að kaupa einfalda grunna s.s. póstnúm-
eraþekjur, staðsetningu sveitabæja o.fl.. Mark-
miðið er að geta með Iitlum tilkostnaði tengt
mismunandi gögn og upplýsingar og samnýta
þannig upplýsingar með öðrum, svo sem
Hagstofu Islands, Fasteignamati ríkisins og
fleirum. Grundvallaratriði er þó að gögn séu
skráð þannig að hægt sé að tengja þau saman.
Staðan í dag er hins vegar sú að flestir eru
að vinna eigin grunna til þess að geta unnið
með LUK. Því fýlgir mikil vinna, kostnaður og
oft á tíðum tvíverknaður þar sem margir eru
að gera svipaða hluti.
Framtíðarsýn
LUK á framtíð íýrir sér og margt mun
breytast í starfi sveitarstjórna, fýrirtækja, fjöl-
miðla og stofnana þegar þessi kerfi ná út-
breiðslu. Hver vill ekki geta séð t.d. upplýsing-
ar um mannfjölda á korti?
Gott dæmi um LUK er starfsemi neyðarlín-
unnar nýju sem byggist á sérhönnuðu LUK
sem mun koma landsmönnum öllum til góða.
Mikilvægt er að aðilar reyni að vinna saman
með heildarhagsmuni að leiðarljósi. I því sam-
hengi vil ég benda á samtökin LlSU þ.e. sam-
tök um samræmd landfræðileg upplýsingakerfi
á Islandi. Þau eru vettvangur samstarfs á sviði
landfræðilegra upplýsingakerfa og eitt helsta
markmið þeirra er að efla samstarf aðila með
landfræðileg gögn.
Að loktim vill greinarhöfundur taka fram að
í greininni er verið að þýða, túlka og staðfæra
ýmis orð og hugtök sem í mörgum tilvikum
má gera á annan hátt. Ábendingar eru því vel
þegnar og hlutaðeigandi beðnir að snúa sér til
Skipulags ríkisins.
Unnið úr
John J. Donovan, 1994, Business Re-engineering with
Information Technology, Prentice Hall, London.
Maplnfo Version 3.0 for Windows, Reference- and
User's Guide, Maplnfo Corporation,Troy, New York.
Maplnfo, SQL DataLink 1.1, Client/Server Conn-
ectivity Module for ORACLE and SYBASE,
Maplnfo Corporation,Troy, New York.
Scholten H.J., M.J.C. de Lepper (1995). An In-
troduction to geographical information systems. In
"The Added value of Geographical Information
Systems in Public and Environmental Health"; ed-
ited by Marion JC de Lepper, Henk J Scholten and
Richard M; Stern, Kluwer Academic Publishers,
Dordrecth/Boston/London 1995.
AronoffStan (1989). Geographic Information Sy-
stems: A Management Perspective. WDL
Publications, Ottawa.
Scholten H.J., Padding P. (1990). Working with
GIS in a policy environment. In "Environment
and Planning B: planning and design”.
26
...upp í vindinn