Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Síða 27

Upp í vindinn - 01.05.1996, Síða 27
MARMOLEUM DUAL Ó.M. búðin var stofnsett 7.apríl 1991. Helstu vöruflokkar eru gólfdúkar, gólfteppi, parket, veggflísar, hreinlætistæki og málning. Áhersla er lögð á að vera með lágt vöruverð og góða þjónustu. Aðaleigandi er Ólafur Már Ásgeirsson dúklagningarmeistari sem jafnframt rekur verktakastarfsemi við dúklagningar út frá versluninni. Vinsældir linoleum gólfdúka hafa vaxið mjög mikið undanfarin ár og ekki að ástæðulausu. Mikil ending, auðveld þrif og falleg áferð hafa gert þetta náttúrulega gólfefni eftirsóttara með hverju ári. Með nýrri tækni er nú hægt að sjóða saman linoleumdúka þannig að gólfið verður sem ein heild, einnig er hægt að mynstra gólfin í nánast óteljandi útfærslum. Hver og einn getur útfært sína eigin hugmynd þannig að hans (hennar) gólf er ólíkt öllum öðrum. Ó.M. búðin hefur á að skipa mjög góðum fagmönnum sem leggja metnað sinn í vandaða vinnu. Þess má geta að Ólafur Lárusson sem varð íslandsmeistari í linoleumlögn 1995 og 4. í heimsmeistarakeppninni sem haldin var hjá Krominie í Hollandi er einn af okkar fagmönnum. I versluninni er komin sérstök deild fyrir linoleum með áherslu á Marmoleum Dual frá Forbo Krominie í Hollandi. Ólafur Már er viðskiptavinum til aðstoðar, veitir upplýsingar, reiknar út magn og gerir verðáætlanir ef óskað er. Einnig fara fagmenn til viðskiptavina og mæla út gólfin þeim að kostnaðarlausu. Tilboðsþjónusta við byggingarfyrirtæki, byggingarmeistara og opinbera aðila er stór hluti af okkar þjónustu og má nefna félagslegar íbúðir við Lautar- og Lindarsmára í Kópavogi sem dæmi, en þar sá Ó.M. búðin um lögn á 15.000 m2 af linoleum frá Forbo Krominie. Áralöng reynsla, þekking og fagmennska er okkar stolt. Linoleum er okkar fag. Marmoleum Dual frá Forbo-Kromenie er náttúrulega sjálfkjörið gólfefni fyrir heimili, vinnustaði og hvers kyns tómstundaiðkun. Ekki aðeins vegna þess að Marmoleum Dual er framleitt úr náttúrulegum efnum, eins og hörfræolíu, trjákvoðu, viðarsagi og/eða korksagi, kalksteini og jútu, heldur einnig vegna þess hve endingargott það er, hversu gott er að þrífa það og vel það þolir hvers kyns álag. Þar að auki býður það upp á nær óteljandi möguleika í litavali og litasamsetningu til að lífga upp á húsnæðið. M. BUÐIN GRENSÁSVEGI 14 P.O. BOX 4155 SÍMAR 568 1190 & 852 7705 TELEFAX 581 3290

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.