Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 44

Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 44
Sólveig lauk prófi í byggingarverk- fræði frá Háskóla íslands 1987 og vann hjá ístaki í tvö ár. Hún lauk MS - prófi í jarðskálftaverkfræði frá Johns Hopkins University 1991 og vann hjá EQE International í S - Kaliforníu 1994-1996. Hún hefur verið meðlimur í björgunarsveitum síðan 1979. Sólveig gegnir nú stöðu framkvæmda- stjóra Almannavarna ríkisins. Að morgni hins 17. janúar 1995, klukkan 5:46, varð skarpur jarðskjálfti i Japan. Þann morgun átti að hefjast í Osaka, næstu borg við Kobe (í u.þ.b. 20 km fjarlægð) ráðstefna um viðbrögð við jarðskjálftum. Osaka varð fyrir valinu í stað Tokyo, því á þessu svæði „áttu stórir jarðskjálftar ekki að geta átt sér stað“. Síðast reið stór jarðskjálfti þar yfir árið 1596. Jarðskjálftinn Upptakastaður skjálftans var á 10-15 km dýpi á sniðgengi sem rifnaði í báðar áttir (e:bilateral strike-slip). Stærð skjálftans var 7,2 á Richter- kvarða, en 6,9 á vægiskvarða (e:moment magnitude scale). Stærsti eftirskjálftinn var 4,6 á vægiskvarða. Talið er að upptakavarandinn hafi verið um 11 sek., en dæmigerður varandi snarprar hreyfmgar á yfirborði jarðar var u.þ.b. 20 sek. Talsverð ysjun (ediquefaction) átti sér stað á eyjum, sem byggðar höfðu verið til að auka landrými við höfnina. Nafngift jarðskjálfta getur verið flókin og jafnvel pólitískur ferill. Þessi jarðskjálfti hefur fengið ýmis nöfn. Sennilega tengja flestir hann nafninu Kobe, sem er borgin sem mest var í fréttum. Hins vegar urðu einnig miklar skemmdir annars staðar. Opinbera heitið er Hyogoken-Nanbu skjálftinn, en nöfnin Hanshin- og Hanshin-Awaji-jarðskjálftinn hafa líka verið notuð - allt eftir því til hversu stórs svæðis menn óska að vísa. Skemmdir á byggingum Jarðskjálftinn skók bæði nýlegar byggingar, hannaðar af verkfræðingum, og eldri byggð aðallega lágreist íbúðarhús og smærri verslanir. Umfangs- mikil gatna- og járnbrautarkerfi eru í Kobe, sem þjóna stórum hafnar- og iðnaðarsvæðum. Byggðin er löng og mjó. Hún er á hér um bil 15 km langri og 3 km breiðri ræmu, sem spannar allt svæðið á milli fjalls og fjöru. Misgengið sem rifnaði er samsíða þessari undirlendisræmu. jálfrinn í Japan 17. janúar 1995 44 ...upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.