Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 45

Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 45
JARÐSKJÁLFTI í JAPAN Eins og oft vill verða þegar tölur verða mjög háar, ber heimildum ekki fyllilega saman. Þó er talið, að meira en 400 þús. byggingar hafi skemmst, 100 þús. hrunið og tæp 6 þús. brunnið. Aætlað er, að samtals 215 þús. íbúðar- hús hafi hrunið, brunnið, eða skemmst mjög mikið. Aðalskemmdirnar urðu á eldri byggð- inni. Mörg húsanna sem skemmdust voru meira en 30 ára gömul. Dæmigert íbúðarhús af „eldri gerðinni" er lítið, tveggja hæða timbur- eða bambusgrind- arhús, stífað með mold eða leir. Á þökunum eru yfirleitt þungar leirflísar. Algengt er, að á neðri hæðinni sé stórt rými, þar sem eldri meðlimir fjölskyldunnar búa (afinn og amm- an). Þar er því lítið um stífingar, til að taka á móti láréttri jarðskjálftaáraun. Oftast féll neðri hæðin saman, en stundum báðar. I miðbæ Kobe er að finna háhýsi og nýlegar byggingar. Árið 1980 tóku nýir byggingar- staðlar gildi. Byggingar hannaðar skv. þeim stóðu sig greinilega betur en hinar eldri. Talsverðar skemmdir urðu á stórum bygg- ingum. T.d. var algengt að sjá eina samanfallna hæð um miðbik byggingarinnar. Aðrar bygg- ingar hölluðust út á götu. Stór hluti þeirra háhýsa og samgöngumannvirkja sem skemmd- ust, var úr bentri steinsteypu, þar sem ekki hafði verið nægur gaumur gefinn að deili- hönnun, til að tryggja fullnægjandi seiglu ein- stakra burðareininga og tenginga þeirra á milli. Þrátt fyrir að fáar stálrammabyggingar hafi hrunið, skemmdust þó nokkrar. Gallinn við slíkar byggingar er, hve erfitt og kostnaðarsamt er að komast að burðarvirki þeirra til að skoða það. Þess vegna reyna menn að komast hjá því af fremsta megni. Þetta hefur verið geysilegt vandamál eftir Northridge jarðskjálftann i Los Angeles, 1994. I kjölfar þess standa yfir meiri- háttar breytingar á viðeigandi stöðlum. Skemmdirnar í jarðskjálftanum voru af ýms- um orsökum. Stór hluti þeirra stafaði beinlínis af nálægð við upptökin (minna en 10 km fjar- lægð). Svo virtist sem margar byggingar hefðu skemmst við fyrstu höggbylgjuna, frekar en af völdum síendurtekinna sveiflna fram og til baka. Mjúk yfirborðslög mögnuðu jarðskjálfta- hreyfinguna upp á ýmsum stöðum, sem jók á skemmdirnar. Þá var samsláttur bygginga og ósamfelldni eða óregla i arkitektúr greinilega oft ástæða skemmdanna. Allar þessar ástæður eru vel þekktar úr fyrri jarðskjálftum. Að auki varð vart við fúa í mörgum eldri timburhúsanna. Svo merkilega vildi til, að daginn fyrir jarð- skjálftann höfðu Sameinudu þjóðirnar haldið námskeið í Japan í því að meta tjón og íveruhæfni bygginga eftir jarðskjálfta. Að sjálf- sögðu var ekki unnt að setja skipulagt kerfi af stað strax daginn eftir, en reynt var af fremsta megni að nota verkfræðinga og arkitekta til þessa verks. Yfir 46 þúsund byggingar voru skoðaðar. Manntjón Um það bil 1,6 milljón manna býr í Kobe. Um 6300 dóu, þar af ein 10% vegna elda sem Samanfallin mióhæó í brutust út í kjölfar skjálftans. Talið er að tæp 2 þúsund manns hafi slasast alvarlega og yfir 25 þúsund hafi orðið fyrir minniháttar meiðslum. Auk þess slösuðust um 15 þúsund manns, en ekki er vitað hversu alvarlega. Yfirleitt eru tölur um slasaða í jarðskjálftum fremur grófar ágiskanir, því margir sækja ekki læknishjálp, sem myndu gera það undir venjulegum kringumstæðum. Þá ríkir oft mildl ringulreið á slysadeildum fyrstu klukkutímana. Það leiðir til þess að mörg fórnarlömb fara heim eftir að hafa fengið lágmarkslæknisaðstoð, en áður en full skráning eða skýrslugerð hefur farið fram. Þess vegna er fjöldi slasaðra yfirleitt frekar van- en ofmetinn. Tölur um fjölda látinna eru yfirleitt mun nákvæmari, vegna þess að áður en útför getur farið fram, verður að uppfylla ýmis lagaleg skilyrði. Manntjón í jarðskjálfta er mjög háð þeim tíma dags, sem skjálftinn ríður yfir. Kobe skjálftinn átti sér stað snemma morguns, þegar flestir voru sofandi heima hjá sér. Að degi til, hefðu fleiri verið á brúnum sem hrundu, í járnbrautarlestunum og í skrifstofuháhýsunum, þar sem erfiðara er um vik með björgunarstörf. í háhýsi í miðbæ Kobe Yfir 300 þúsund manns misstu heimili sín. Margir urðu „heimilislausir“ vegna bilana í veitukerfum borgarinnar, án þess að hús þeirra yrðu fyrir verulegum skemmdum. Ráðgert hafði verið að hýsa heimilislausa í skólum og opinberum byggingum, en þar sem áfallið var mun stærra en skipulag gerði ráð fyrir, tók langan tíma að koma heimilislausum til hjálpar. Aðalvandamálin tengdust hreinlætis- aðstöðu, fæði og læknishjálp. Upphaflega voru margir í tjöldum. Fyrstu næturnar var mjög kalt, eða í kringum frostmark. Fóllc búsett utan áhrifasvæðisins kom með mat, drykk og fatnað til hjálpar vinum og ættingjum. Þetta jók umferðina í borginni talsvert. I lok annarrar viku var hafist handa við að byggja bráðabirgðahúsnæði. Opinberum neyðarskýl- um var ekki lokað fyrr en í ágúst. Leit og björgun miðaðist fyrst og fremst að því að bjarga fólki úr hrundum íbúðarhúsum, vegna þess að stóru skrifstofubyggingarnar höfðu flestar verið tómar þegar skjálftinn reið yfir. Þetta gerði ekki eins miklar kröfur til tækni- kunnáttu björgunarsveitanna og ella. Björgun- arstarf er á höndum slölckviliða í byggðar- ...upp í vindinn 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.