Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 46
laginu, en hjálp barst frá nærliggjandi byggðar-
lögum og heimavarnarliði Japana. Eins og oft
vill verða, vegur sjálfshjálp og aðstoð almennra
borgara hver við annan þungt. Japönsk
yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vera treg
til að þiggja erlenda aðstoð. Talið er að 20
þúsund manns hafi verið hjálpað úr rústum,
þar af um 15 þúsundum af almenningi.
Hafnarskemmdir
Kobe er mikil hafnarborg. Þar er næststærsta
höfn Japans. Um hana fer tæpur þriðjungur
verslunarskipa Japana. Til að auka landrými í
höfninni, voru byggðar upp nokkrar eyjar. Þær
urðu fyrir mikilli ysjun og þess vegna skemmd-
ust mörg hafnarmannvirki og kranar. Um 90%
legurúms skipa skemmdust. Við það trufluðust
skipasamgöngur í marga mánuði. Það olli
auknu álagi á aðrar samgönguleiðir.
Samgöngukerfi
Samgöngukerfi fóru ekki varhluta af afleið-
ingum jarðskjálftans. Margar vegabrýr skemmd-
ust, járnbrautarteinar skekktust og hús féllu út á
götu. Járnbrautarkerfi Kobe-borgar, sem rofnaði
við jarðkjálftann, er það eina sem tengir suður-
hluta Japans við miðhlutann. Það jók enn á
vandamálin í þessum landshluta, ekki bara í
Kobe sjálfri. Flestar brýrnar sem skemmdust
voru gamlar - þ.e. ekki hannaðar samkvæmt
nútíma stöðlum. Hanshin brúin - hraðbrautin
á stöplunum - sem komst á forsíður heimspress-
unnar þegar hún lagðist á hliðina, var byggð á
sjöunda áratugnum. Hún var úr bentri stein-
steypu og gjöreyðilagðist á 20 km kafla, vegna
ófullnægjandi seiglu. Hún er aðalumferðaræðin
í gegnum Kobe. Ný brúarmannvirki úr stáli
skemmdust einnig. En það fara einnig sögur af
verkfræðilegum afrekum. Akashib brúin, sem
spannar 2 km sund á milli Awaji eyjar og
„meginlandsins", verður lengsta hengibrúin í
heimi, þegar hún verður fullgerð. Hún er beint
yfir upptökum skjálftans, en varð ekki fyrir
neinum skemmdum, ef frá eru taldar minni-
háttar skemmdir á öðrum turninum. Að vísu
verður hún um einum rnetra lengri en áætlað
var í upphafi.
Veitukerfi
Veitukerfin stóðu sig rnisvel. Gasleiðslur
rofnuðu, ýmist vegna mismunahreyfingar eða
húshruna, sem leiddi til margra elda. Samtals
brutust um 300 eldar út í kjölfar skjálftans,
sumir út frá rafmagnstækjum. Rafmagnskerfið
kom vel út nema á þeim svæðum þar sem
skemmdirnar voru allra mestar. Sömu sögu er
að segja um símkerfið. Vatnsveitan fór frekar
illa. Fyrst eftir jarðskjálftann var öll borgin
vatnslaus. Það dró að sjálfsögðu mjög úr
möguleikum slökkviliðsins að ráða niður-
lögum eldanna. Þá skemmdust einnig margar
skólplagnir, sem leiddi til þess að örtröð
myndaðist á almenningssalernum.
Uppbygging
Afleiðingar jarðskjálfta af þessari stærðar-
gráðu eru langvarandi. Atvinna liggur niðri, því
fyrirtæki eru lokuð vegna skemmda á húsum,
veitukerfum eða samgöngumannvirkjum. Með
tímanum fóru streitueinkenni að gera vart við
sig hjá fólki. Á fimmta degi var farið að skrifa
um ókyrrð borgarbúa í blöðunum og ræða um
hvað framtíðin bæri í skauti sér. Uppbygging á
svæðinu kemur til með að taka langan tíma.
Stjórnendur standa frammi fyrir mörgum
nýjum vandamálum, til dæmis hugsanlegri
endurskipulagningu á landnotkun og hvernig
nýta skuli fjárhagsaðstoð erlendis frá.
Lærdómurinn
Þessi jarðskjálfti er talinn sýna glöggt hversu
mikið tjón getur orðið, ef mikill skjálfti á
upptök sín nærri stórri iðnaðarborg. Margir
hafa talið Japana standa öðrum framar í
hönnun mannvirkja gagnvart áhrifum
jarðskjálfta - og gera svo enn. Fátt nýtt kom
fram í þessum skjálfta. Verkfræðiþekkingin er
til staðar, en byggðin hefur ekki endurnýjast
jafnhratt og þekkingin. I því liggur varnar-
leysið gagnvart jarðskjálftum, en í því er einnig
að finna svörin við því hvernig verkfræðingar
geta dregið úr áhrifum jarðskjálfta. Enn er
verið að rannsaka Kobe jarðskjálftann og gefa
út skýrslur, þar sem reynt er að draga lærdóm
af honum. Enn einu sinni erum við minnt á
það að móðir náttúra getur komið á óvart. Því
fer víðs fjærri að hún hafi spilað út sínu síðasta
trompi. Það sem við Islendingar ættum e.t.v.
að taka eftir frarnar öllu er það, að stórir
jarðskjálftar geta átt sér stað í grennd við þekkt
skjálftasvæði á áður óþekktum misgengjum -
t.d. hugsanlega á Reykjavíkursvæðinu, vegna
nálægðar við skjálftasvæði Suðurlands og
Reykjaness, og í grennd Akureyrar, vegna
nálægðar við brotabeltið fyrir norðan land.
Einn vinnufélagi minn sem ætlaði að sækja
ráðstefnuna i Osaka (en hún féll niður) geltk
yfir til Kobe. Hann sagði, að það að sjá fólk
ganga hljóðlátt og rólegt með föggur sínar í
burtu frá rústum heimila sinna og látnum
ættingjum, þangað sem hjálp var að finna, hafi
hrært hann meira en nokkur önnur sjón og
aukið skilning hans á hörmungum jarðskjálfta.
Við skulum láta þessa lífsreynslu vinnufélaga
míns okkur að hvatningu verða og nýta tækni-
þekkingu okkar sem best til að draga úr
áhrifum nattúruhamfara á þjóðfélagið.
Heimildaskrá
1. The January 17, 1995 Kobe Earthquake, An EQE
Summary Report, EQE International, April 1995.
2. Comprehensive Study of the Great Hanshin
Earthquake, United Nations Centre for Regional
Development, Nagoya, Japan, 1995.
3. Goltz, JD, Emergency Response in the Great
Hanshin-Awaji Earthquake ofjanuary 17, 1995:
Planning, Mobilization and interorganizational
coordination, EQE International, óbirt.
4. The Hyogo-Ken Nanbu Earthquake, January
17, 1995, Preliminary Reconnaissance Report,
Earthquake Engineering Research Institute,
febrúar, 1995.
46
...upp í vindinn