Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 56

Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 56
VIÐGERÐ A AÐALBYGGINGU Viðgerð á útveggjum aðalbyggingar Háskóla Islands Inngangur I nóvember 1994 fór byggingarnefnd Háskóla Islands þess á leit við Línuhönnun hf. að gerð yrði úttekt á ástandi aðalbyggingar Háskólans og skyldi verkefnið vinnast í náinni samvinnu við Dr. Magga Jónsson arkitekt. Rannsóknir, prófanir, áætlanir og hönnun viðgerðaraðferða voru unnar af Línuhönnun, í nánu samstarfi við Dr. Magga Jónsson, en Dr. Maggi sá alfarið um alla útlitshönnun. Línuhönnun og Dr. Maggi Jónsson sáu um gerð útboðsgagna og Framkvæmdasýslan um útboð, samninga og umsjón með eftirliti. Umsjón og eftirlit með framkvæmdum voru í höndum Línuhönnunar. Mótaðar voru eftirfarandi meginforsendur verkefnisins: • Húsverndunarsjónarmið skulu í hávegum höfð. • Leitast skal við að færa húsið í upprunalega mynd, þ.e. gera það eins líkt í útliti og kostur er. • Nota skal sömu efni og notuð voru í upphafi, sé þess nokkur kostur. • Lausnir og viðgerðaraðferðir skulu vera í hæsta gæðaflokki. • Framkvæmdir skulu hefjast vorið 1995 og Ijúka þá um haustið. Aðalbygging Háskóla Island er byggð á árunum 1936-1940 og er arkitekt hússins Guðjón Samúelsson húsameistari. Húsið er þrjár hæðir auk kjallara og er grunnflötur hússins um 1280 m2 og yfirborð útveggja um 3000 m2. Otveggir og gólfplötur hússins eru steinsteypt og eru útveggir allir múrhúðaðir með steiningu, en súlur ofan við aðalinngang og við glugga á göflum eru lagðar flísum sem steyptar eru úr silfurbergsmulningi og hvítu sementi. Fletir í kringum aðalinngang eru lagðir flísum, gerðum úr hrafndnnumulningi og grænlituðu semend. Steyptar tröppur við aðalinngang eru nokkuð sérstakar. Ilögn á framstigi þeirra er úr svörtum múr sem í er þrýst 20-50 mm kornum úr íslandít, en það er svart að lit. Uppstigin eru hins vegar steinuð með svörtum múr og hrafntinnu. Rannsóknir og prófanir Mikil vinna var lögð í söfnun upplýsinga um húsið, enda nauðsynlegt að komast að sem flestu um gerð þess, hvaða efni voru notuð, hvaðan þau voru fengin og um vinnutilhögun. Einnig var lögð mikil vinna í rannsóknir og prófanir á múrblöndum og steinefnum. Steypa og múr Rannsóknir á útveggjum leiddu í ljós að ekki var nauðsynlegt að grípa til meiriháttar aðgerða eða breyta uppbyggingu veggja. Með ýmsum varnaraðgerðum, s.s. að verja lárétta fleti sérstaklega fýrir rakaupptöku, töldum við að koma mætti í veg fyrir áframhaldandi skemmdaþróun, umfram það sem eðlilegt getur talist. I heimildum um húsið kom ekkert fram um blöndunarhlutföll múrs og steypu, né hvaðan fylliefni voru tekin. Því voru sýni tekin úr múrhúð útveggja og mat lagt á kornastærð, kornadreifingu og efjuhlutfall. Múrarameistari Línuhönnunar gerði margar múrprufur úr hinum ýmsu sandgerðum í mismunandi hlutföllum og voru þær prófaðar á rann- sóknarstofu Línuhönnunar, sem og gerður samanburður við eldri múrhúð með smásjárskoðun. Okkur tókst að útbúa múrblöndu sem samsvarar nánast 100% kornadreifingu eldri múrblöndunnar, mjög gott frostþol, litla rýrnun og góðan vinnanleika. Steinefni Almennt var talið að steinmulningurinn á útveggjum hússins væri erlent efni, en eftir fyrstu rannsóknir voru jarðfræðingar Línuhönnunar á þeirri skoðun að um væri að ræða íslenskt kvars og fékkst það síðar staðfest í gömlum heimildum. Þar sem vitað var að Bretar og Þjóðverjar leituðu gulls og grófu göng í Þormóðsdal og Miðdal á 3. og 4. áratugnum og að gull fmnst í kvarsæðum, töldum við líklegast að kvarsið hefði verið tekið úr útgreftri ganganna. Jarðfræðingar Línu- hönnunar fóru því á stúfana upp í Þormóðsdal og Miðdal og eftir nokkra leit fannst töluvert magn kvarsæða á afmörkuðu svæði. Sýni voru tekin og sýndu rannsóknir fram á að um sama efni var að ræða og notað var í upphafi. Ákveðið var að nota þetta efni ef nægjanlegt magn fyndist og kostnaður við vinnsluna yrði ásættanlegur. Að undangengn- um frekari athugunum reyndist svo vera. Ekki er lengur mögulegt að fá silfurberg í Hoffellsdal við Hornafjörð, þaðan sem það kom í upphafi, og varð því að Ieita á önnur mið. Eftir nokkra leit fannst vinnanlegt silfurberg í Djúpadal á sunnanverðum Vestfjörðum, í gilskorningi í um 400 m hæð. Eftir prófanir á efninu reyndist það nægjanlega tært til að nota í flísarnar. Allar líkur þóttu á að í upphafi hafi hrafntinna verið fengin úr Hrafntinnuskeri, því að á þeim tíma var efni sótt þangað til nota í ýmsar byggingar. Því lá beinast við að sækja um leyfi til efnistöku til viðeigandi aðila og fékkst það. Við rannsókn kom í ljós að kornin í yfirborði á tröppum við aðalinn- gang voru úr íslandít, en það er óvenju dökkt berg og slitþolið. Jarðfræð- ingar Línuhönnunar fundu efnið í landi Gufudals I inn af Hveragerði. Flísar Steyptar voru um 25 prufur af silfurbergs- og hrafntinnuflísum með mismunandi blöndunarhlutföllum sements og silfurbergs og sá múrara- meistari Línuhönnunar um það, ásamt Marteini Davíðssyni múrspekingi. Tæknilegir eiginleikar voru prófaðir á rannsóknarstofu Línuhönnunar, sem og útlit og áferð, þar til samsvörun var náð. 56 ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.