Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 64

Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 64
BIKFESTUN BURÐARLAGA Bikfestun burðarlaga Inngangur Frá árinu 1991 hefur Vegagerðin gert tilraunir með að styrkja burðarlög með því að blanda í þau biki. Gerðar hafa verið tilraunir með mismunandi aðferðir við bikblöndunina. Má í því sambandi nefna annars vegar að efni er fræst upp úr gömlum vegi og blandað biki á staðn- um og hins vegar að bik er blandað steinefnunum í sérstökum blönd- unarstöðvum í námum og efnið síðan lagt út með malbikunarvél. Þá má nefna þá aðferð að bianda biki í aðflutt efni um leið og það er lagt, en til þess eru notuð sérstök tæki (svonefndur “Midland-Mix paver”). Þá er ógetið möguleikans að leggja púkk og láta bik smjúga niður í það (biksmygið púkk). Við flestar þessar tilraunir hefur verið stuðst við norska sérfræðiþekkingu og reynslu. Þessar tilraunir hjá Vegagerðinni hafa að mestu verið gerðar í umdæmum Vesturlands og Norðurlands eystra. Ingvi Árnason er yfirtæknifræðingur hjá Vegagerðinni á Vesturlandi. Hann lauk námi í byggingartæknifræði frá Gjovik Ingeniorhogskole í Noregi árið 1986. Ingvi hefur veitt framkvæmda- deild Vg. á Vesturlandi forstöðu frá árinu 1987. varðar burðarlög. Þar sem best hefur til tekist eru kaldblöndur farnar að keppa við heitblönduð slitlög. Froðubik Sú blöndunaraðferð sem mest hefur verið notuð hér á landi fram til þessa er bikblöndun með „froðubiksaðferð“. Aðferðin byggir á tækni sem fundin var upp á sjötta áratugnum. Froðubik fæst þannig að bikið er hitað upp í 170-180 C° og í það blandað 2-4% vatni rétt fyrir útsprautun. Er blandan kemur út í andrúmsloftið breytist vatnið í gufu og blandan þenst út 10 - 18 falt að rúmmáli. I þessu ástandi er aðvelt að fá bikið til að loða við kalt og rakt steinefni. Blöndun sem gerð er með þessari aðferð er þeim eiginleikum gædd að bikið blandast fyrst og fremst í fínkornahluta efnisins (< 4 mm). Froðubiksblöndun burðarlags í blöndunarstöð Auk tilrauna með mismunandi aðferðir hafa í sumum tilvikum einnig verið gerðar tilraunir með mismunandi gerðir biks. Má í því sambandi nefna svokallað froðubik og bikþeytu aulc þess sem grunnbikið í þessar bikgerðir hefur verið mismunandi hvað varðar stífleika. Astæða þess að gerðar voru tilraunir með mismunandi stífleika grunnbiks er að upplýsingar um hvað best hentar fyrir okkar aðstæður voru ekki einhlítar. Norðmenn telja að bikið skuli vera mjúkt, meðan frekar er mæit með stífu biki í Kanada, Bretlandi og Suður-Afríku. Kaldblöndur Helsti kostur þessara aðferða er að þær byggja á svokallaðri „kaldblöndun“ (bindiefni er blandað í kalt steinefni), sem er sérlega áhugavert hér á hinu dreifbýla Islandi þar sem langt er á milli blönd- unarstöðva og umfang verka er mun minna en gengur og gerist í þétt- býlum Iöndum. Þróun aðferða við kaldblöndun hefur verið hröð á síðustu árum, aðallega vegna aukinnar kröfu um umhverfisvernd. Kaldblöndur fyrri ára voru tiltölulega ófullkomnar og stóðu heitblönd- um langt að baki hvað varðar gæði og styrk. Með nýjum aðferðum hefur tekist að minnka bilið á milli þessara aðferða verulega. Er nú almennt viðurkennt að kaldblöndur séu mun hagkvæmari kostur hvað Vegakerfi íslands ísland hefur nokkra sérstöðu hvað varðar samgöngur. ísland er mjög dreifbýlt. Vegakerfið er því mjög umfangsmikið en umferð hlutfallslega lítil. Þegar hafist var handa um lagningu bundinna slitlaga á þjóðvega- kerfi okkar voru notaðar aðferðir sem tíðkuðust erlendis þar sem þétt- býli og umferð er mun meiri en almennt er hér á landi. Sáu menn fljótt að ef eitthvað ætti að miða í að koma bundnu slitlagi á þjóðvegakerfi okkar væri ekki mögulegt vegna kostnaðar að nota þessar aðferðir (malbik og steinsteypu). Seint á áttunda áratugnum voru framkvæmdar tilraunir með lagn- ingu á bundnu slitlagi sem kölluð var „klæðing“ og var margfalt ódýrari en hefðbundið malbik. Þessi aðferð reyndist vel og gerði okkur mögu- legt að framkvæma „slitlagabyltinguna“ sem náði hámarki í lok níunda áratugsins. Sem dæmi má nefna að árið 1980 var bundið slitlag á aðeins um 4% af þjóðvegakerfi okkar en er í dag á um 30% þjóðvega. Með bættum vegum hefur umferð að sama skapi aukist. Hefur umferðin liðlega tvöfaldast frá árinu 1980. Burðarþolsvandamál Með aukinni umferð hefur álag á vegina aukist. Uppbygging veganna í „slitlagabyltingunni“ var einföld en á þeim tíma mjög hagkvæm. En umferðarþungi dagsins í dag er víða orðinn of mikill fyrir vegi með 64 ...upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.