Upp í vindinn - 01.05.1996, Qupperneq 65
I *v”i
BIKFESTUN BURÐARLAGA
Bikbundió buröarlag fjær. Obundið buröarlag nær,
Vafn gengur upp úr óbundna burðarlaginu vegna
yfirmettunar af völdum frosts,
Bikfesta buröarlags dreifir álagi vel
12,75
1993
1994
1995
Þróun buröarþols vegar meö bikbundiö buróarlag,
Hörðnunarferill bikfests burðarlags er nokk-
uð Iangur, eða allt að 3-5 ár. Við blöndun er
æskilegt að efnið hafi raka sem er 3-4% undir
mettunarmörkum efnisins, bæði til að tryggja
góða blöndun og gera efnið meðfærilegt. I þessu
ástandi er efnið frekar burðarlítið. Þegar búið er
að jafna efnið og þjappa er æskilegt að það þorni
sem fyrst. Því er ekki talið ráðlegt að framkvæma
bikblöndun síðla sumars eða að hausti.
Kostnaður
Kostnaður við bikfestun burðarlaga er
nokkuð breytilegur, bæði eftir aðferðum og
aðstæðum. Bikfestun eldri vega með fræsara
verður að telja tiltölulega hagkvæma og hent-
uga aðferð þegar um er að ræða lágt burðarþol
í efri hluta vegarins. Aðferðinni er hægt að
beita við flestar þær aðstæður sem fyrir koma á
þessari uppbyggingu. Eitt helsta vandamál
þessarar „fyrstu kynslóðar" vega með bundnu
slitlagi er veikleiki í efsta hluta burðarlagsins.
Dæmi um yfirmettun buróarlags á vordögum
Efra burðarlag þessara vega er yfirleitt malað
set eða eyrarmöl x kornastærðinni 0-25 mm.
Svo sem þekkt er eru íslensk steinefni talin
frekar veik. Er því algengt að efsti hluti burðar-
lagsins brotni niður og verði vatnsdrægur og
þar með frosthættulegt. Þetta orsakar að við
ákveðin skilyrði yfirmettast burðarlagið af
vatni, missir burð og sprengir af sér slitlagið.
(sjá mynd)
Blöndun á „staónum'1 með fræsari
Bikfestun burðarlaga.
Festun burðarlaga eldri vega með froðu-
biksaðferð hefur verið framkvæmd hér á landi
frá árinu 1991. Notaður hefur verið fræsari af
Góður styrkur viö lágt hitastig
Einn kostur við bikbundin burðarlög er að
styrkur þeirra hækkar með lækkandi hitastigi,
en eitt helsta vandamál íslenskra vega er slakur
burður í vetrarþíðum. ( um 0 C°)
Prófanir í rannsóknarstofu sína að bikfest
burðarlagsefni hefur góðan álagsdreifmgar-
stuðul. Sem dæmi hefur 12 cm bikfest efni
sömu álagsdreifingu og 17 cm lag af malaðri
möl með góða kornadreifingu. Möl sem al-
geng er í vegum okkar frá níunda áratugnum
hefur í flestum tilfellum mun lægri stuðul.
Bomag gerð með sérstökum blöndunarbúnaði
fyrir froðubik. Magn biks er fundið út með
prufublöndun á sýnum úr viðkomandi vegi.
Algengt magn er 3,5-4% af biki. Blandað er í
efstu 10-12 cm vegarins, háð efnisgæðum og
aðstæðum.
Froðubik hentar ve) við styrkingu eldri vega
þar sem bikið blandast fyrst og fremst í fínni
hluta efnisins, þann hluta efnisins sem gerir
burðarlagið frosthættulegt.
...upp í vindinn
65