Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 12

Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 12
er t.d. ekki óalgengt að byggingar, kerfi og vörur séu yfirhannaðar og þar með er ef til vill verið að nota mun meira efni en þörf er á. Ef meira svigrúm fengist við hönnun mætti spara verulega án þess að það kæmi niður á gæðum. Vistbyggðarráð Víða um heim eru til eða eru að verða til svo kölluð Vistbyggðarráð, eða „Green Building Councils“. Slík samtök eru til dæmis nýstofnuð á Norðurlöndunum öllum. Stofnfundur íslensks Vistbyggðarráðs var haldinn þriðjudaginn 23. febrúar síðastliðinn og eru stofnfélagar ráðsins 32 fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Tilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Islandi. Samtökin skulu hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti ávallt búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð. Markmið samtakanna byggjast r' grófum dráttum á eftirfarandi atriðum: Að skilgreina íslensk viðmið fyrir vistvæna byggð sem auðvelda hönnuðum og hagsmunaðilum að þróa í auknum mæli vistvænar áherslur við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á íslandi. Að styðja við faglega umræðu og rannsóknir á sviði vistvæns skipulags og mannvirkjagerðar. Að stuðla að fræðslu almennings og hagsmunaaðila á Islandi um vistvænt skipulag og mannvirki. Að stuðla að samvinnu við erlendar systur- stofnanir með það að markmiði að miðla af okkar reynslu og nýta þekkingu frá öðrum löndum. Mikilvægt er fyrir litla þjóð að sameinast um framfarir á sviði vistvænna áherslna í bygg- ingariðnaðinum öllum. Því er nauðsynlegt að nýta þá þekkingu sem til er víða um heim en einnig að aðlaga aðferðir og tækni frá öðrum löndum að þeim aðstæðum sem við búum við hér á landi. Stofnun Vistbyggðarráðs er stórt skref í rétta átt og verður vonandi upphafið að bylgju umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í byggingariðnaði á Islandi. Vistvæn vottun bygginga Til eru fjölmörg umhverfisvottunarkerfi fyrir byggingar. Mörg þeirra hafa aðallega verið notuð í heimalandinu og í sumum tilvikum í nágrannaríkjum, til dæmis Bygga-bo-dialogen í Svíþjóð, PromisE í Finnlandi, Deutsche Gesellschaft fúr Nachhaltiges Bauen í Þýskalandi og Elaute qualité environnementale í Frakk- landi. Einnig eru til kerfi sem hafa fengið nokkra útbreiðslu út fyrir heimalandið. Þekkt- ustu dæmin um það eru BREEAM (Building Research Establishment Environmental Assessment Method) frá Bretlandi og LEED (Leadership in Energy and Environmental Design) frá Bandaríkjunum. Yfirleitt er notkun vottunarkerfanna valkvæð en þó er í sumum löndum skylda að votta ákveðnar opinberar byggingar. Dæmi um það eru skólabyggingar í Bretlandi, en þær á allar að hanna og byggja samkvæmt BREEAM. Framangreind kerfi eru að mörgu leyti keimlík þó að þau hafi ólíka uppbyggingu. Þau eru öll nokkurs konar gátlisti eða leiðbeining- arit um góð og öguð vinnubrögð við hönnun, framkvæmd og rekstur bygginga. Áhersla er lögð á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif, gera betur en lágmarkskröfur í reglugerðum segja til um og að færast stöðugt í átt að sjálfbærri þróun. Kerfi sem þessi eru að mörgu leyti mjög góð tól fyrir hönnuði og myndar ramma utan um öll helstu atriði sem þarf að taka á. Notkun slíkra kerfa á einnig að virka sem hvatning fyrir hönnuði að taka ákvarðanir snemma í ferlinu og ræða innbyrðis um álitamál. En þó að vott- unarkerfi séu hentug sem rammi eða gátlisti fyrir hönnuði kemur það aldrei í staðinn fyrir almenna skynsemi. Mikilvægt er því að líta ekki á kerfið sem lausn á öllum umhverfismálum byggingar heldur sem hjálpartæki. Auðvelt er að týna sér í smáatriðum og því skal aldrei vanmeta góða yfirsýn og útsjónarsemi óháð því hvort stig fáist í kerfinu eða ekki. Hægt er að ná góðum árangri í vistvænni hönnun með því að setja sér skýra og góða umhverfisstefnu og vinna eftir henni. Kúluhúsið Vin í Öxarfirði er dæmi um byggingu sem byggð var með vistvænar áherslur að leiðarljósi án þess að farið væri eftir umhverfisvottunarkerfi. Kostir þess að sækjast eftir vottun eru meðal annars að með henni fæst staðfesting á því að umhverfismarkmiðum hafi verið fylgt eftir, ólíkt því sem oft verður um markmið sem týn- ast eða þynnast út þegar á hólminn er komið. Með vottun gefst einnig möguleiki á samanburði á umhverfislegri frammistöðu mismunandi bygginga. En það sem er ekki síst hvetur til vottunar er að það hefur sýnt sig í mörgum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.