Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 22

Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 22
Trausci Einarsson prófessor og eðlisfræðingur með nemendum. Scandandi frá vinscri: Sveinbjörn Björnsson (fyrrv. rekcor Háskóla Islands), Hallgrímur Sandholc (lácinn), Njörður Tryggvason (lácinn). af sér skugga. Þurfti að lita hann með svörtum og gráum vatnslitum, og ekki mátti sjá litaskil í skugganum. Kom fyrir að allt að tíu tilraunir þurfti til að ná þessu rétt. Þá átti Finnbogi það til að segja: „hafið þér athugað lögfr&ðina.“ Talið er að margir góðir lögfræðingar haft komið úr hópi mislukkaðra verkfræðistúdenta á þessum árum. Við lukum svo burtfarar- eða fyrrihlutaprófi eftir þriggja ára nám við deildina og héldum flestir til Kaupmannahafnar. Verkfræðingar þessara ára voru því allir meira eða minna lærðir í útlöndum. Þótt flestir væru danskmenntaðir, fóru margir til Þýzkalands eins og áður segir, og brátt fóru menn að halda til annarra landa svo sem Finnlands, Frakklands, Tékklands og enskumælandi landa. Margir kvæntust ytra og komu heim sem fjölskyldumenn. A árshátíð Verkfræðingafélagsins á þessum árum mátti því heyra ótal tungumál töluð á dansgólfinu, og íslenzkir verkfræðingar þóttu miklir heimsborgarar. Verkfræði- og raunvísindadeild 1969-1985 Upp úr 1960 var farið að huga að menntun verkfræðinga til lokaprófs í verkfræði við Háskólann. Nú var farið að leggja meiri áherzlu á raunvísindagreinar í skólanum. Eðlisfræðistofnun Háskólans var sett á laggirnar 1958 undir forystu Þorbjörns Sigurbjörnssonar prófessors. Kennsla í stærðfræði og eðlisfræði til BS prófs við verkfræðideild hófst með reglugerð 1965. Áður hafði slíkt nám verið vistað í heimspekideild, en kennarar verkfræðideildar sinnt því að mestu. Sérstakt hús fyrir rannsóknir í raunvísindum var byggt á Melunum, og Raunvísindastofnun Háskólans tók til starfa 1966 og leysti þá Eðlisfræðistofnun af hólmi. Fyrsta tölva landsmanna, IBM 1620 vélin, var tekin í notkun og vistuð í stóru herbergi í kjallara Raunvísindastofnunar. Reiknigeta hennar var þó sennilega ekki miklu meiri en góðrar Casio eða Hewlett Packard vasatölvu nú. Nafni deildarinnar var breytt í verkfræði- og raunvísindadeild með reglugerð 1969 og nýjum námsgreinum í jarðfræði, landafræði og líffræði bætt við. Deildinni var nú skipt niður í fjórar skorir: stærðfræðiskor, eðlisfræðiskor, verkfræðiskor og náttúrufræðiskor og kennsla til BS prófs í náttúruvísindagreinum hafin. Vorið 1968 ítrekaði verkfræðideild tilmæli sín til menntamálaráðuneytis um nám til lokaprófs í verkfræði. Verkfræðingafélagið var haft með í ráðum og skipaði nefndir verkfræðinga til að undirbúa kennslu í þremur af fjórum aðalgreinum verkfræðinnar, byggingar-, véla- og skipaverkfræði sem og rafmagnsverkfræði. Nefndirnar skiluðu áliti snemma árs 1970. Féllust yfirvöld á að verkfræði til lokaprófs yrði kennd við Háskóla Islands. Námið var skilgreint sem fjögurra ára nám með 24 vikna verkþjálfun utan skóla. Voru fyrstu nemendur innritaðir þegar haustið 1970, og fyrstu alíslenzku verkfræðingarnir útskrifaðir vorið 1974. Jafnframt var ákveðið að hefja tveggja ára forkennslu í eðlis- og efnaverkfræði. Kennurum hinnar nýju deildar fjölgaði ört næstu árin bæði fastráðnum og stundakennurum. 'dP Verkfræðistofa Austurlands Kaupvangi 5 700 Egilsstaðir Sími 471 1551 22 ...upp í vindinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.