Upp í vindinn - 01.05.2011, Síða 23

Upp í vindinn - 01.05.2011, Síða 23
Saga verkfræðináms við Háskóla fslands Við komum margir heim til starfa frá erlendum háskólum, fullir áhuga á því sem var að gerast á Islandi og reiðubúnir að takast á við það verk að efla tæknivísindi og rannsóknir. Hafizt var handa við að byggja yfir starfsemina. Haustið 1975 var flutt inn í seinni af tveimur nýbyggingum deildarinnar við Hjarðarhaga, VR II, aðallega ætlaðri verkfræðináminu, en nokkru áður var fyrra húsið, VR I, tilbúið fyrir eðlis- og efnafræðikennslu og rannsóltnir. Það varð þó strax ljóst, að húsnæðið var hvergi nærri fullnægjandi. Það var þegar orðið of lítið, er við fluttum inn. I byrjun var ekki gert ráð fyrir, að prófessorar verkfræðideildar hefðu rannsóknaraðstöðu við deildina. Þeim var ætlað að semja við fyrirtæki og stofnanir úti í bæ um rannsóknarsamvinnu og aðstöðu. Fljótlega kom í Ijós, að það var ekki gerlegt. Til dæmis áttum við prófessorar í byggingarverkfræði í samningaumleitunum við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins um samstarf og aðstöðu þar. Forráðamenn Rb vildu, að við mættum til vinnu í Keldnaholti að kennslu lokinni, ogynnum að verkefnum stofnunarinnar, eins og aðrir starfsmenn hennar, án þess að fá nokkuð sérstaldega greitt fyrir það. Tfl að skapa traustari grundvöll fyrir verkfræðilegar rannsóknir var Verkfræðistofnun Háskóla Islands stofnuð með reglugerð í nóvember 1977. Hún hefur síðan verið rekin sem sjálfstæð rannsóknarstofnun í nánu samstarfi við deildina. Húsnæðisskortur hélt áfram að há starfseminni, og einnig var hart tekizt á um fjárveitingar innan verkfræði- og raunvísindadeildar. Þótti verkfræðingum sem hlutur þeirra væri fyrir borð borinn í samkeppninni við raunvísindamenn. Það varð til þess, að verkfræðiskorirnar klufu sig frá verkfræði- og raunvísindadeild, og stofnuð var sjálfstæð verkfræðideild 1985. Tveimur árum síðar var þriðja bygging deildarinnar tekin í notkun, VR III. Henni var ætlað að hýsa ýmiss konar rannsóknarsstarfsemi hinna þriggja verkfræðiskora. Ef til vill var um meira kapp en forsjá að ræða, því að ekki reyndist gerlegt að vinna þar að flóknum verkefnum sem kröfðust margra starfsmanna. Var til dæmis bent á, að í rannsóknarstofu burðarvirkjadeildar danska tækniháskólans störfuðu þá um 40 smiðir, vélsmiðir og aðrir iðnaðarmenn við alls kyns rannsóknarverkefni. A íslandi átti einn maður, Axel Sölvason tækjavörður, að þjónusta öll rannsóknarverkefni skoranna þriggja. Engu að síður var rannsóknarbygging- in mikil búbót fyrir deildina. Jarðtækni- kennsla og -rannsóknir fengu þar aðstöðu, og ýmis minni háttar burðarþolsverkefni fóru fram í byggingarverkfræðiskálanum. I vélaverkfræðiskálanum var miðstöð straumfræðirannsókna. Þær voru ekki eins plássfrekar, svo að milliloft var sett í skálann, og margar nýjar skrifstofur urðu til ofan á því. I rafmagnsverkfræðiskálanum var svo komið upp aðstöðu fyrir merkjafræðirannsóknir og starfsmenn þeirra. Þar var staðsetningarverkefnið m.a. unnið sem stuðlaði mjög að bættu öryggi sjómanna á fiskiskipum. Raforkuvélarnar voru þó áfram í VR II, en þau tæki voru ekki flutt burt fyrr en haustið 2010. Lagt var af stað með byggingu skrifstofu- og kennsluhúsnæðis við hliðina á VR III, strax eftir að skálabyggingin hafði verið tekin í notkun. Það var ekki í samræmi við húsbyggingaráætlun háskólans og framkvæmdir því stöðvaðar. Búið var að steypa grunn og botnplötu nýbyggingarinnar, og steypustyrktarjárnin stóðu alls staðar upp úr grunninum. Ríkti hálfgert ófremdarástand á lóðinni árum saman. Sagt er að þáverandi borgarstjóri, Davíð Oddsson, hafi kvartað út af þessum ófrágengna grunni við háskólayfirvöld. Þau vissu upp á sig skömmina og létu fylla yfir hann með grús. Hér skyldu ekki stundaðar frekari grunnrannsóknir! Þar er nú bílastæði stúdenta. Sá sem þetta skrifar er ekki í vafa um, að bezti kostur fyrir Háskólann hefði verið sá að byggja firnrn til átta hæða hús á þeirri lóð. Þannig hefði verið hægt að skapa húsrúm fyrir allar deildir verkfræði- og náttúruvísindasviðs á einum stað. Sú lausn hefði orðið margfalt ódýrari en bygging Öskju ogTæknigarðs, því að þrátt fyrir þau hús, háir húsnæðisskortur enn starfsemi sviðsins. Verkfræðideild 1985-2008 Undir lok níunda áratugarins var verlrfræðinámið aftur komið í fastar skorður og gæði þess mikil. Nemendur tóku lokapróf sitt eftir fjögur ár (sumir voru eitthvað lengur i námi) og héldu flestir til framhaldsnáms við erlenda háskóla. Mjög margir fóru nú til náms í Bandaríkjunum, en skólarnir þar viðurkenndu námið við H.I. sem fullgilt BS nám að minnsta kosti. Gekk nemendum okkar mjög vel í námi þar, og komu margir heim með doktorspróf í verkfræði frá beztu skólum Bandaríkjanna. Margir fóru þó áfram til Danmerkur (DTU) og Norðurlandanna. Hins vegar sóttu æ færri nám til Þýzkalands. Nú var tungumálakunnátta landsmanna mjög breytt. Allir kunnu orðið ensku, en þýzku- og dönskukunnátta aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Undir lok áratugarins var ákveðið að fá bandarísku ABET (Accreditation Board for Engineering and Technology) stofnunina, ■o. framhald.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.