Upp í vindinn - 01.05.2011, Page 40

Upp í vindinn - 01.05.2011, Page 40
Getur það reynst hættulegt fyrir hvern þann sem þverar veg frá vinsti vegkanti þar sem ökumaður sér viðkomandi þá seinna en ella. Vinstri beygjur geta einnig verið varasamar þar sem erfitt er fyrir ökumann að sjá hvort umferð sé að koma á móti eins og slysaskrár sýna (RNU, 2010). Því var með stuðningi Nýsköpunarsjóðs námsmanna lagt upp í verkefni þar sem ætlunin er lýsa vanda núverandi girðinga á umferðareyjum og finna betri lausn. Þessi grein er yfirlit yfir þá rannsókn en fyrir frekari upplýsingar er vísað til lokaskýrslu verkefnisins (Arnar Þór Stefánsson o.fl., 2010). Aðferðafræði Aðstoð var fengin hjá Vegagerðinni við athuganir á hvernig nágrannaþjóðir Islands aðskilja umferð vélknúinna ökutækja frá gangandi vegfarendum. Var það verk unnið með því að senda út fyrirspurnir með tölvupósti á tengiliði Vegagerðarinnar í Skandinavíu og Bretlandi. Vonast var eftir að einhver af nágrannaþjóðum okkur hefði fundið góða lausn á þessum vanda. Gylfi Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, aðstoðaði við að athuga hvort að núverandi Evrópustaðlar innihéldu upplýsingar varðandi öryggiskröfur og árekstrarpróf sem hægt væri að miða við í leit að betri lausn. Einnig var leitað til Umferðarstofu og Rannsóknarnefndar umferðarslysa við öflun upplýsinga. Tíðni umferðaróhappa og slysa tengdum girðingum á umferðareyjum Umferðarstofa býr yfir gagnabanka sem hefur að geyma skrá yfir öll umferðarslys á Islandi síðan 1986. Þessi gagnabanki inniheldur þar að auki lögreglutexta frá lögregluskýrsum allra slysa frá árinu 2002 og GPS-hnit þar sem slysið átti sér stað frá árinu 2003 (Gunnar Geir Gunnarsson, tölvupóstur). Til að kanna umfang umferðarslysa sem tengjast girðingum var leitað að slysum þar sem lögreglutexti innihélt efnisorðin „girðing” eða „grindverk”. Má sjá niðurstöðuna á Mynd 1. Út frá mynd 1 sést að ekið er á girðingarnar í kringum 14 sinnum á ári og var þar af eitt alvarlegt slys. I flest öllum þessum slysum hefur bifreið verið ekið útaf vegi vinstra megin og lent á girðingunni. Skoðað var fyrir sama tímabil og sömu vegi hversu mörg umferðarslys hafa orðið þegar ekið er útaf vinstra megin án þess minnst sé á þessar girðingar. Kom í ljós að það voru aðeins 7 umferðarslys. Rennir það stoðum undir að ef bifreið er á annað borð ekið útaf til vinstri á þessurn vegum, þá lendir bifreiðin á girðingunum enda almennt lítið bil frá brún akreinar að girðingunum. Greining á núverandi girðingum Hlutverk girðinganna er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að gangandi fólk þveri akbrautir á tilteknum stöðum. Ljóst er að líta þarf á þessa girðingu í víðara samhengi, þ.e. einnig m.t.t. öryggis ökumanna og farþega ökutækja sem kynnu að keyra á girðingarnar, og m.t.t. öryggis vegna skerðingar á sjónvegalengd ökumanna. Ef skoðaður er vegbúnaður sem á að stuðla að auknu öryggi ökutækja á vegum borgarinnar líkt og ljósastaurar, skilti og öryggisgirðingar (vegrið og leiðarar), þá stuðla þessar girðingar sem stendur einungis að bættu öryggi gangandi vegfarenda. Engar upplýsingar liggja fyrir um að grindverkið sé á einhvern hátt árekstrarprófað og því ómögulegt um að segja hversu mikil áhrif girðing hefur á ökutæld við árelcstur. Við árekstur bifreiðar á girðingu þarf að vera öruggt að enginn teinn úr girðingunum geti stungist í gegnum ysta byrði bíisins. Eftir að hafa skoðað myndir af gegnumrekinni bifreið (RNU, 2009) og ráðfært oklcur við sérfræðinga (Ágúst Mogensen & Sævar Helgi Lárusson, samtal) beindist athygli helst að láréttu teinum girðingarinnar. Við vettvangskönnun kom í ljós að fleiri láréttir teinar koma ekki í veg fyrir að hægt sé að klifra yfir girðinguna heldur þvert á Umferðarslys þar sem ekið er á girðingar á umferðareyjum 25 -i--------------------------------------------------- 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Jan - Maí 2010 ■ Óhöpp án meiðsla ■ Slys með litlum meiðslum ■ Alvarleg slys Mynd 1: Fjöldi slysa þar sem ekið er á girðingar sem fengusc frá Umferðarscofu. Þeirra ergecið í 118 lögregluskýrslum á 7 árum. Grafunnið úrgögnum frá Umferðarscofu 40 .upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.