Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 45

Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 45
Sprengihönnun - öryggisáhættugreiningar Sveinn Júlíus Björnsson B.Sc Byggingarverkfræði, að Ijúka M.Sc námi í áhættuverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi. Hann starfar við brunahönnun og áhættugreiningar hjá EFLU verkfræðistofu. VERKFRÆÐISTDFA r Böðvar Tómasson er sviðstjóri Bruna- og öryggissviðs hjá EFLU verkfræðistofu. Hann er byggingar- og brunaverkfræðingur M.Sc. frá Tækniháskólanum í Lundi og vottaður verkefnastjóri IPMA. Hann hefur starfað við brunahönnun bygginga, öryggishönnun og áhættugreiningar hérlendis og í Svíþjóð frá 1996 og hefur stundað rannsóknir og skrifað fjölda fræðigreina á þeim sviðum. Böðvar er stjórnarnefndarfulltrúi í öryggisrannsóknum 7. rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins. FLA (áður Línuhönnun) hefur stundað ráðgjöf í brunahönnun og öryggismálum frá árinu 1997, en sérstakt Bruna- og öryggissvið hefur starfað á EFLU síðan 2005. A meðal verkefna sviðsins eru áhættugreiningar og öryggishönnun í víðum skilningi. Þar á meðal eru sprengitæknilegar greiningar, sem unnar hafa verið vegna verkefna bæði hér á landi og erlendis. Dæmi um verkefni af þessu tagi eru greiningar á sprengiefnageymslum- og sprengiefnaflutningum, sprengihættu í iðnaði og rafmagnsspennum, greining á hættu vegna skemmdarverka ásamt greiningum á flugeldageymslum. Eðli málsins samlevæmt er ekki hægt að fjalla opinberlega um allar öryggistæknilegar greiningar, en í þessari grein er fjallað um sprengitæknilega greiningu sem hluta af öryggishönnun og sýnd dæmi um niðurstöður útreikninga. Sprengitæknileg hönnun Sprengitæknilegar greiningar eru notaðar í vinnu vegna skipulagsmála og við hönnun og endurbætur mannvirkja þegar rannsaka þarf og bæta getu mannvirkja til að standast sprengingar. 45

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.