Upp í vindinn - 01.05.2011, Page 51

Upp í vindinn - 01.05.2011, Page 51
Nýsköpunarmiðstöð íslands IIL SIGLINGASTOFNUN BJORGUN Reykjavíkurborg Landsvirkjun BM'VAIIÁ STEYPUSTOÐIN Steinsteypunefnd hefur frá upphafi verið ein helsta stoð steinsteypurannsókna við Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins (Rb), nú Nýsköpunarmiðstöð íslands. Steinsteypunefnd var sett á fót érið 1967 af iðnaðarráðuneytinu að frumkvæði Haralds Ásgeirssonar, þáverandi forstjóra Rb. Verkefni nefndarinnar var að vinna að rannsóknum sem hindrað gætu grotnun í steinsteypu. Kveikjan að stofnuninni var sú að svonefndar alkalískemmdir í steinsteypu höfðu verið uppgötvaðar í USA. Rannsóknir Haralds sýndu að möguleiki á slíkum skemmdum væri einnig á íslandi. í upphafi snérust rannsóknirnar mikið um alkalívirkni og alkalískemmdir í steypu. Á seínni árum hefur rannsókna- sviðið breikkað og spannar nú öll svið sem lúta að framförum í steypugerð, aukna hagkvæmni og betri endingu steyptra mannvirkja. Árangur rannsókna sem Steinsteypunefnd hefur kostað er afar góður og má þar nefna m.a. að alkalískemmdir eru ekki lengur vandamál á íslandi, nýting kísilryks hefur stórlega bætt gæði sements og steyptra mannvirkja, notkun sílanefna er áhrifarík aðferð og einföld til að hindra grotnunarskemmdir í útveggjum húsa, viðhaldsaðferðir hafa batnað, gæðaeftirlit stórlega aukist og svo má lengi telja. Aðilar Steinsteypunefndar hafa frá upphafi kostað starfsemi Steinsteypunefndar. Núverandi aðilar eru: Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar, Vegagerðin, Landsvirkjun, Sementsverk.smiðjan, Siglingamálastofnun, Nýsköpunar- miðstöð íslands, B.M. Vallá, Steypustöðin og Björgun. Nú hefur Steinsteypunefnd opnað heimasíðu þar sem að veittur er opinn endurgjaldslaus aðgangur að öllum skýrsl- um rannsóknarverkefna nefndarinnar. ''//vm Sm VEGAGERÐIN Steinsteypunefnd | www.steinsteypunefnd.is | Nýsköpunarmiðstöð íslands | Keldnaholti | 11 2 Reykjavík | Sími 522 9000

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.