Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 58

Upp í vindinn - 01.05.2011, Blaðsíða 58
Tækniráðgjöf á íslandi - orka og iðnaður Við sem höfum lengi stundað verkfræðiráðgjöf á Islandi höfum upplifað hversu gríðarleg áhrif nýting orkuauðlinda landsins hefur haft á tækniþróun og verkmenningu á íslandi. Nýting jarðhita og vatnsafls til almennra nota og iðnaðar er einn af hornsteinum þess að hér hafa byggst upp öflug fyrirtæki í tækniráðgjöf. Um þessar mundir eru starfsmenn á íslenskum verkfræðistofum um 1300. Nýting jarðhita á Islandi er einstök því yfir 90% alls húsnæðis landsmanna er þannig hitað. Þetta er mikill búhnykkur fyrir þjóðfélagið og að þessari þróun hefur verið staðið af mikilli framsækni og hugvitssemi. íslenskir tæknimenn og jarðvísindamenn hafa alla tíð, eða allt frá því fyrir heimstyrjöldina síðari, haft veg og vanda af vísindalegri og tæknilegri hlið þessarar merkilegu þróunar. Lítil jarðgufuvirkjun var byggð í Bjarnarflagi árið 1969 og nokkrum árum síðar var virkjað í Kröflu, sem var fyrsta stóra stöðin á Islandi til framleiðslu rafmagns úr jarðgufu. Þarna voru íslenskir tækni- og vísindamenn einnig í forystu. Forsenda þess að Island býr nú við jafn öflugt raforkukerfi og raun ber vitni er sú stefna stjórnvalda í meira en hálfa öld að skapa þjóðhagsleg verðmæti úr orkunni og byggja hér upp orkufrekan iðnað. Árleg raforkuframleiðsla í landinu er nú tæplega 18 Terawattstundir, sem er afgerandi heimsmet miðað við íbúafjölda, og þar af fer um 80% til orkufreks iðnaðar. Uppbygging orkufreks iðnaðar hófst í smáum stíl skömmu eftir síðari heimstyrjöldina þegar byggð var áburðarverksmiðja í Gufunesi og virkjað í Soginu með Marshall fjárhagsstuðningi frá Bandaríkjunum. Bygging stórvirkjana varð svo að veruleika á sjöunda áratugnum þegar Búrfellsvirkjun var byggð á grundvelli raforkusölu til álvers ISAL í Straumsvík. Síðan hafa verið byggðar sex stórar vatnsaflsvirkjanir og sú sjöunda er í byggingu og mjög öflugt og öruggt háspennukerfi til dreifingar raforkunnar. Bandarískir og evrópskir verkfræðingar voru framan af leiðandi við hönnun og byggingu stórra vatnsaflsvirkjana á íslandi og sama gildir um fýrstu stóru háspennulínurnar. Á sjöunda og áttunda áratugnum færðist þessi þekking og vinna æ meir á hendur íslenskra verkfræðinga sem varð til þess að hér byggðust upp öflugar verkfræðistofur sem voru fullfærar um að sinna þessum málaflokki. íslensku orkufyrirtækin sáu sér mikinn hag í þessari þróun og studdu hana af heilum hug. Á síðustu 15 árum eða svo hefur hlutur raforkuframleiðslu með jarðgufu tekið stórt stökk fram á við og drifkrafturinn í þeirri þróun hefur verið mikill vöxtur orkufreks iðnaðar á þessu tímabili. Nú er svo komið að rúmur fjórðungur raforkuframleiðslunnar er með jarðgufu. Jarðgufuvirkjanir eru tæknilega flóknar og meðhöndlun jarðgufunnar er afar vandasöm. Þarna hafa íslenskir ráðgjafar skapað sér sérstöðu á heimsvísu. Hellisheiðarvirkjun og Reykjanesvirkjun eru meðal þeirra nýjustu og fullkomnustu af þessari gerð í heiminum í dag. Við uppbyggingu í orkufrekum iðnaði hefur sama þróun átt sér stað og í orkugeiranum, sem sé að íslenskir tækniráðgjafar hafa haslað völl í stöðugt ríkari mæli þannig að þessi þjónusta er ýmist unnin í samstarfi íslenskra og erlendra ráðgjafarfyrirtækja eða alfarið af íslenskum verkfræðistofum. Sama gildir um tæknilega þjónustu við iðjuverin eftir að þau eru komin í rekstur, orkufreki iðnaðurinn á íslandi er nú orðinn svo stór að vinna verkfræðiráðgjafa við breytingar, viðbætur og viðhald er orðin umtalsverður. Eigendur íslensku iðjuveranna hafa fýlgt sömu stefnu og íslensku orkufýrirtældn, sem sé að stuðla að því að ráðgjafarvinnan og reyndar öll vinna sé sem mest unnin af innlendum aðilum. Eins og áður sagði eru nú starfandi um 1300 manns á íslenskum verkfræðistofum. Orkugeirinn og iðnaðurinn hefur stuðlað á ómetanlegan hátt að háu tæknistigi í þessum fýrirtækjum. Lausleg 58 .upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.