Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 66

Upp í vindinn - 01.05.2011, Side 66
Sandburður við Landeyjahöfn, inn í höfn og við hafnamynni Mat á efnisburði í sniði framan við Landeyjahöfn er metinn í fjörunni að meðaltali um 150.000 m3 á ári, eftir sandrifinu um 270.000 m3 á ári nettó. Eins og áður er getið ná hafnargarðarnir um 600 m frá ströndinni. Það þýðir að suðvestan- og suðaustan ölduáttir bera efni að görðunum. Samkvæmt þessum reikningum tekur það efnisburðinn um 10 ár að fylla að hafnargörðunum í meðalárferði. Heildarefnið, sem berst inn um hafnarmynnið, var áætlað allt að 30.000 m3 á ári en þó minna fyrstu árin. Vegna mikilla breytinga milli ára á öldufari við suðurströndina má reikna með að efnismagnið, sem berst inn um hafnarmynnið, verði mjög breytilegt milli ára. Hönnunarforsendur Landeyjahafnar Rannsóknir og hönnun Landeyjahafnar er tæknilega krefjandi verkefni. Þegar Landeyjahöfn var hönnuð var m.a. gengið út frá eftirfarandi forsendum: • Dýpið í hafnarmynni og innan hafnar er í jafnvægi við 5,5 m dýpi og því þarf að halda með viðhaldsdýpkunum • Dýpi á rifi getur minnst verið 5,0 m en það er ákvarðandi fyrir djúpristu ferju. • Ferja þarf að rista 3,3 metra. Lengd ferju er allt að 70m og breidd allt að 15m. • Halda þarf dýpi nægjanlegu með viðhaldsdýpkunum. • Form garða og lögun þarf að vera sem mest í sátt við umhverfið þannig að inngrip hafnarinnar í efnisburð verði sem minnst. til jafnvægi er nað en þá getur talsvert af því efni borist inn í höfnina. • Þybbupúðar séu við garðsenda. • Hönnunaralda er 100 ára alda með kenniöldu 6,8 m með sveiflutíma 14 sek. • Bryggja hönnuð fyrir notálag 2 t/m2 og punktálagi upp á 80 tonn. • Snúningsrými ferju væri að lágmarki 1,3 lengd ferju. • Miðað er við bílaferju með flutningsgetu fyrir allt að 90 fólksbíla og 400 farþega. Meginforsenda við staðarval og hönnun Landeyjahafnar var að raska ekki því jafnvægi náttúrunnar sem þarna ríkir milli efnisburðar með ströndinni og gerðar og mótunar strandarinnar. Bygging Landeyjahafnar Landeyjahöfn, var tekin í notkun í júlí 2010. Bygging hennar hófst með undirbúningi uppgræðslu Bakkfjöru haustið 2007. Landgræðslan hefur stýrt uppgræðslu á um 600 hektara af sandi við Bakkafjöru. Haustið 2008 hóf Suðurverk byggingu 12-14 metra breiðs vegar frá Þórsmerkurvegi upp í grjótnámu. Vinnsla grjóts hófst svo í desember 2008. Námutrukkar, 100 tonna, fluttu grjótið frá námu og í lager í Markarfljóti. I maí 2009 hófst keyrsla úr lager í Markarfljóti í grjótgarða. Heildargrjótmagnið sem keyrt var niður var um 750.000 m3. Aðalbrimvarnargarðarnir eru byggðir eftir íslenskri hönnun. Islenski bermugarðurinn er hönnun á grjótgörðum sem hefur verið þróuð af Siglingastofnun og nýtt hér á landi og í Noregi. Hún gengur út á m.a. að nýta grjótið úr grjótnámunni sem best. I verkinu fólst einnig lagning 13 km vegar og 5 km af flóðvarnar- er steypt bryggja á stálstaurum. Upphaflega stóð til að vera með stálþil en með gengishruninu samfara bankahruninu varð hagkvæmara að vera með steypta bryggju úr hágæða steypu. Verktaki var Suðurverk. A sama tíma hófst bygging farþegaaðstöðu um 400 m2 að flatarmáli, verktaki var SÁ verklausnir. Um vorið hófst dýpkun Landeyjahafnar en verktaki var Björgun. Smíði 20 m ekjubrúar og 15 m farþegalandgangs hófst í mars og var verktaki Stál og Suða. Snemma sumars 2010 hófst vinna við lóðafrágang og var verktaki SÁ verkalausnir. Siglingastofnun hannaði höfnina, brimvarnar-, sjóvarnagarðana, bryggjuna, ekju- og farþegubrúnna. Landmótun deiluskipulagð hafnasvæðið. Sveinn Ivarssonar hannaði farþegaaðstöðuna ásamt Teiknistofu Páls Zophaníusarsonar er sá um verkfræðiteikningar. Landmótun og Verkís hönnuðu lóðina, hæðarlegu og lagnir. Efla hannaði veginn. Eftirlitsaðili var Verkfræðiþjónustan Strendingur, Vegagerðin og Siglingastofnun. Verkefnisstjórn var í höndun Siglingastofnunar. Haustið 2007 fór í gang forval á rekstri og smíði nýrrar ferju milli lands og Eyja. í apríl 2008 voru tilboð opnuð og voru þau Iangt yfir kostnaðaráætlun og því öllum hafnað. I framhaldi af því var boðin út smíði á nýrri ferju. I byrjun október 2008 höfðu samningar náðst en þá hrundu bankarnir og ákveðið var að fresta kaupum á nýrri ferju. Verkið gekk í megindráttum samkvæmt verkáætlun frá 2007 nema hvað í kjölfar bankahruns var ákveðið að fresta nokkrum verkþáttum fram til ársins 2010. Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði einnig sín áhrif, en aðstæður á verkstað voru oft hvimleiðar, aska í loftinu og Ef mikið efni er til staðar myndast sandalda sjóvarnargörðum. mikið mistur. Einnig þurfti að leggja niður vinnu ASRUR sem þarf að berast fyrir hafnarmynnið þar í byrjun árs 2010 hófst smíði bryggju sem um tíma. Þrátt fyrir erfiðleika þá lögðu Notalegur staður fyrir alla fjölskylduna Steikur & fiskiréttir frá Kr. 2.390.- Súpa og salatbar innifalið í verði

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.