Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 77

Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 77
JARÐSICJÁLFTAMIÐSTÖÐIN EINS OG Rannsóknarmiðstöð Háskóla Islands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi er alla jafna nefnd í daglegu tali hefur nú verið starfrækt í rúman áratug. Síðasta ár er um flest eitt hið merkasta í sögu miðstöðvarinnar. Þar ber hæst doktorsvarnir tveggja starfsmanna, þeirra Rajesh Rupakhety frá Nepal og Teraphan Ornthammarath frá Tælandi. I báðum tilvikum fjölluðu rannsóknirnar um áhrif jarðskjálfta á mannvirki og byggðu á mælingum sem einkum tengdust Suðurlandsskjálftunum árið 2000 og 2008. Hér eru á ferðinni rannsóknir sem vakið hafa verðskuldaða athygli á alþjóða vettvangi. Þá ber að geta þess að tveir nýir doktorsnemar bættust í hópinn á árinu sem leið. Það eru verkfræðingarnir Sigurður Unnar Sigurðsson og Sólveig Þorvaldsdóttir. Þjálfun nemenda í rannsóknartengdu framhaldsnámi er snar þáttur í starfseminni, og raunar einn þeirra fjögurra hornsteina sem starfsemin hvílir á ásamt undirstöðurannsóknum, þróun og ráðgjöf fyrir íslenskt atvinnulíf ásamt alþjóða samstarfi. Starfsmenn miðstöðvarinnar tóku virkan þátt í stærstu ráðstefnum í Ameríku og Evrópu á sviði jarðskjálftaverkfræði, sem haldnar voru annars vegar í Toronto, Kanada, og hins vegar Ohrid í Makedóníu. Á þessum ráðstefnum voru kynntar alls 7 greinar, sem byggðar eru á rannsóknum starfsmanna miðstöðvarinnar, auk þess sem prófessor Ragnar Sigbjörnsson, forstöðumaður, átti sæti í undirbúningsnefnd Evrópuráðstefnunnar í Ohrid. Ritun greina í alþjóðleg vísindatímarit er snar þáttur í starfseminni; ritalistinn fyrir árið 2010 inniheldur alls 19 titla, en margar greinanna eru unnar í samstarfi við erlenda samstarfsaðila miðstöðvarinnar. Á árinu 2010 hefur verið tekið á móti fjölda erlendra og innlendra gesta; sérstaklega ber að minnast á heimsókn vísindamanna frá Kína og Japan. Japanir voru mjög áhugasamir um rannsóknir okkar á öskudreifmgu eldsgossins í Eyjafjallajökli og buðu vísindamanni frá miðstöðinni til Japan til þess að halda fyrirlestur um málefnið á ráðstefnu viku eftir veru þeirra hér hjá okkur. Líldegt er að framhald verði á því samstarfi. Þá hefur Sólveig Þorvaldsdóttir hlotið styrk frá Japan til þess að vinna að rannsóknum ásamt gestunum sem hingað komu. Á Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði er mikil áhersla lögð á mælingar og öflun ýmis konar gagna með það að markmiði að skilja eðli og áhrif jarðskjálfta. Hornsteinn þessara mælinga er landsnet hröðunarmæla sem nær yfir helstu jarðskjálftasvæði landsins. Tilgangur mælinganna er að afla gagna sem nauðsynleg eru fýrir hönnun og rekstur mannvirkja, áhættumat og áhættustjórnun. Mælakerfið er einstakt á Islandi og er jafnframt stærsta kerfi sinnar tegundar sem rekið er í norðanverðri Evrópu. Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði er í miklu og góðu samstarfi við Háskólafélag Suðurlands sem m.a. er fólgið því í að bjóða sumarnámskeið á alþjóðavettvangi. Opnaður hefur verið vefur fýrir fýrsta námskeiðið sem fjallar um náttúruhamfarir og er slóðin www. Þann 13. ágúst 2010 varði Rajesh Rupakhety dokcorsricgerð sína við Háskóla Islands. earthquake.is. Það verður einnig haldin alþjóðleg ráðstefna á vegum miðstöðvarinnar 29. apríl n.k. og er hún liður í hátíðarhöldum vegna aldar afmælis Háskóla íslands. Allar upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vefnum www.eerc. hi.is/ISSEE2011. Við hvetjum fólk til þess að skoða heimasíðu Jarðskjálftamiðstöðvarinnar en þar er að finna ítarlegar upplýsingar um starfsemina svo og starfsfólk. Slóðin er www. jardskjalftamidstod.hi.is. Ragnar Sigbjörnsson prófessor rók þáct í hringborðsumræðum á rannsóknarþingi í Kína, þar sem íjallað var um scóra Wenchuan jarðskjálfcann. Ráðscefnan bar nafnið Incernacional Symposium on “5.12”Massive Wenchuan Earchquake Reconscruccion & Cacascrophic Disascer Managemenc og var haldin í Chengdu, Sichuan, dagana 21. — 22. sepcember, 2010. Scjórnvöld íSichuan héraði buðu Ragnari að caka þácc / ráðscefnunni og greiddu ferðakoscnað. Hópur kinverskra embæccismanna var íheimsókn hjá Sveicafélaginu Árborg 2. sepcember s.l. Hópurinner frá bænum Wande I Sichuan héraði sem varð illa úciþegar öflugur jarðskjálfci skók jörðu 12. maí2008 og var hann 8 að scærð. Jarðskjálfcahrina sem scóð fram /ágúsc 2008 olli gífurlegri eyðileggingu á scóru svæði og calið erað 70 þúsund manns hafl lácisc og hácc í flmm milljónir manna capað heimili sínu. 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.