Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 84

Upp í vindinn - 01.05.2011, Qupperneq 84
þyrstra verkfræðinema að leita uppi gylltar guðaveigar, eftir frekar þurra dvöl í Dubai. Næsta kvöld var svo haldið heljarinnar partý á ströndinni og sölsaði hópurinn undir sig heilan bar sem var svo vel útbúinn að hafa lítið svið, byggt einvörðungu úr bambusvið, og helstu hljóðfæri á staðnum og var nokkrum hæfileikaríkum verkfræðinemum smalað upp á sviðið þar sem þeir héldu uppi fjörinu iangt fram á nótt, eins og sönnum Islendingum sæmir. Að dvölinni í Hua Hin lokinni tók hópurinn næturlest til Surat Thani og ók svo þaðan í Khao Sok þjóðgarðinn sem staddur er í einum elsta regnskógi heims. Fyrirhugað var að eyða tveimur nóttum í frumskóginum, þeirri fyrri í trjákofum og seinni í bambus-fljótakofum. Þegar hópurinn kom í frumskóginn var fyrsta verk að fara og heimsækja noklcra fíla og fá að fara smá rúnt á þeim um frumskóginn. Því næst var farið að skoða nokkra freka apa, sem rifu matinn úr iúkum ferðalanga án þess að þakka fyrir sig og svo var endað á klukkutíma langri kanósiglingu þar sem ferðalangar gátu hallað sér aftur og notið þess að horfa á stórbrotið landslagið. Eftir nótt í trjákofunum var haldið á Rajaprabha höfnina þar sem tveir bátar biðu hópsins og ferjuðu hann yfir Cheow Larn vatn í bambus-fljótakofana. Þjóðgarðsreglur banna mönnum að búa á landi innan garðsins, en heimilt er að búa á vatninu, og er það ástæðan fyrir fljótakofunum sem fljóta alveg upp við land. Siglingin tók um einn og hálfan tíma og þegar komið var í kofana var það fyrsta verk hópsins á stinga sér til sunds í heitu vatninu. Nutu ferðalangar þess að leyfa barninu í sér að blómstra í allskyns leikjum, allt frá kajak siglingum til drullumalls. Daginn eftir var farið í frumskógargöngu, ásamt því að þorp fiskimanna var skoðað þar sem allir búa í fljótakofum með fjölskyldur sínar og hunda, og síðast en ekki síst var synt í leðurblökuhelli sem var hreint út sagt mögnuð upplifun. Hópurinn synti inn í niðadimman helli, vopnaður vatnsheldum myndavélum og höfuðljósum, og barði þessa framandi skepnu augum er hún flaug yfir hausamótum ferðalanga, síður en svo sátt við þessa truflun og óþarfa birtu. Þá gat hópurinn komið sér til Phuket. Framundan var rúm vika af algerri afslöppun við sundlaugarbakkann og á ströndinni á milli þess sem ferðalangar fóru í nudd, verslunarleiðangra og skoðunarferðir. Þó fór hópurinn saman í eina ferð og var það sigling um hinar víðfrægu Phi Phi eyjar. Leigður var bátur og var hann fylltur helstu nauðsynjum, þ.e.a.s. bjór, og mátti þá dagurinn hefjast. I ferðinni félek hópurinn að snorka í kristaltærum kóralrifum og vakti þar trúðfiskurinn hvað mesta lukku. Einnig var skoðuð eyjan sem sjarmatröllið Leonardo DiCaprio hljóp um hálfnakinn við upptökur á kvikmyndinni The Beach á sínum tíma. Þegar upp á hótel var komið var það fyrsta verk allflestra að baða sig upp úr Aloe Vera áburði og öðrum kælandi smyrslum, enda flestir orðnir „well done“ eftir alla þessa sjómennsku. Að þessum átta unaðslegu dögum liðnum var heldur betur farið að styttast í annan enda ferðarinnar og eldsnemma á sunnudeginum 30. maí flaug hópurinn frá Phuket til Bangkok, þar sem óeirðaöldunni hafði loks lægt. Hópurinn gisti þar í tvær nætur og nýttu flestir þessa síðustu dagana í Asíu til að sjá hluti eins og Ping Pong show eða fara í svokallað fiskanudd, en þar dýfir fólk fótunum ofan í fiskabúr og lætur litla fiska éta burt dauðar húðfrumur. Snemma morguns, þriðjudaginn 1. júní, var svo lagt af stað heim á leið og var fyrsta flug kl. 8:45. Löng ferð var fyrir höndum og flaug hópurinn frá Bangkok til Abu Dhabi, þaðan til London og lenti loks á Keflavíkurflugvelli um miðnætti, eftir u.þ.b. 18 klst. í loftinu. Það var því ekki laust við að margir hafi orðið frekar meyrir þegar þeir heyrðu undurfagra rödd segja á fallegri íslensku „kæru farþegar, velkomin heim“ við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Þegar litið er til balca á ferðina eru flestir sammála um það að í Dubai væri mikið lagt upp úr þeirri ímynd að væra stærstir og bestir í heimi, Burj Khalifa, hæsca bygging heims
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.