Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2023, Qupperneq 3

Læknablaðið - 01.11.2023, Qupperneq 3
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 487 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Berglind Jónsdóttir Gunnar Thorarensen Halla Viðarsdóttir Lilja Sigrún Jónsdóttir Oddur Ingimarsson Sæmundur Rögnvaldsson Tölfræðilegur ráðgjafi Sigrún Helga Lund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingar Ingvar Freyr Ingvarsson ingvar@lis.is Umbrot Margrét E. Laxness melax@lis.is Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 1850 Áskrift 23.400,- m. vsk. Lausasala 2340,- m. vsk. Prentun og bókband Litróf Vatnagörðum 14 104 Reykjavík Dreifing Íslandspóstur Höfðabakka 9 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfund- ar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagna- grunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Sci- ence Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL „Við höfum áhuga á að semja áfram um aðgerðir og meðferðir þar sem biðlistar hafa myndast,“ segir heilbrigðisráðherra. Hann hyggst gefa sjúklingum tækifæri til sjúkratryggðra aðgerða á einkareknum stofum þar sem þörf er á ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ráðherra vill nýta allt kerfið gegn biðlistum „Nóg er komið af tímabundnum átökum til að ná niður biðlistum,“ segir Willum Þór Þórs­ son heilbrigðisráðherra. Hann sjái fyrir sér frekari samninga Sjúkratrygginga Íslands um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, jafnvel til lengri tíma, nú þegar fyrirséð er að þörfin auk­ ist enn. Ráðherra nefnir liðskiptaaðgerðir, aðgerðir á augasteinum, kvennaaðgerðir vegna til dæmis endómetríósu, sem og ýmsar hryggaðgerðir og efnaskiptaaðgerðir. „Fyrir mér eru aðgerðirnar partur af lýðheilsu,“ segir hann: „Við þurfum að ná tökum á því að fólk bíði ekki of lengi og sé virkt í vinnu eða öðru sem það gerir í lífi sínu.“ Willum segir þó mikilvægt að aðgerðirn­ ar verði líka hluti af sjúkrahúsunum og þeirri færni sem þurfi að vera til staðar inni á þeim. Hann sjái fyrir sér að skjólstæðingar kerfisins geti valið hvert þeir fara í aðgerðirnar. „Við vinnum að þessu aukna aðgengi núna. Þetta er sýn og ég get því ekki svarað nákvæm­ lega til um tímasetningar.“ Þó sé ljóst að fram­ hald verði á útboðum liðskiptaaðgerða á nýju ári. Heilbrigðisráðuneytið bauð út 700 aðgerðir í upphafi árs. Klíníkin og Handlæknastöðin (Cosan) fengu verkin. „Það var óhjákvæmilegt að fara í útboðið svona og fara af stað og opna á þetta. Ég er ánægður með að við skyldum taka skrefið. Ég held að það sé óumdeilt að það var rétt að gera,“ segir hann. Alls voru 858 liðskiptaaðgerðir gerðar fyrstu níu mánuði ársins, samkvæmt mælaborði Emb­ ættis landlæknis. Nú er svo komið að Klíníkin hefur gert fleiri aðgerðir en Landspítali, eða 283, eða 33%, á meðan spítalinn gerði 248 að­ gerðir, 29%. Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi gerði 15% þeirra, Sjúkrahúsið á Akur­ eyri gerði 14% og Handlæknastöðin 9%. Sigurður Ingibergur Björnsson, fram­ kvæmda stjóri Klíníkurinnar, segir þrjá bæklunar lækna skera. „Við förum í um 700 aðgerðir á Klíníkinni í ár og erum stærsta lið­ skiptaklíníkin á landinu,“ segir hann en eins og sjá má á orðunum eru flestar án greiðslu­ þátttöku ríkisins. „Við stefnum á að gera um 1000 aðgerðir á næsta ári.“ Ráðherra segir nú unnið að því að taka saman hvernig tekist hafi til og gögnin verði svo rýnd. Hann leggur áherslu á mikilvægi sýnar sinnar. „Það eru sífellt fleiri sem þurfa til að mynda að fara í augasteinsaðgerðir og vandinn stækkar.“ Það kosti sannarlega að vinna niður biðlista. „Aðalkostnaðurinn er þó fyrir samfélagið í heild þegar fólk verður óvirkt, kemst ekki til vinnu eða virkni í öðru. Við viljum koma þessu á og bæta aðgengi. Þetta þarf að vinnast með spítölunum og öllum sem geta gert aðgerðirnar. Þeir sem þurfa aðgerðirnar þurfa að hafa þetta aðgengi,“ segir hann. „Spítalarnir geta bara ekki einir og sér sinnt þessu.“ Nú sé unnið með að ná upp nýtingu á skurð­ stofum Landspítala. „Vísbendingar eru um að það sé að takast hægt og rólega.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var gestur á aðalfundi Læknafélags Íslands sem haldinn var 20. október. Hér er hann við hlið Steinunnar Þórðar- dóttur, formanns félagsins. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.