Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2023, Síða 4

Læknablaðið - 01.11.2023, Síða 4
488 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 495 Ragnar P. Ólafsson, Karól Kvaran, Kristín Ketilsdóttir, Kolbrún Hallgrímsdóttir, Emil L. Sigurðsson, Engilbert Sigurðsson Hugvíkkandi efni og meðhöndlun geðraskana á Íslandi: Þekking og viðhorf geðlækna, heimilislækna og sálfræðinga Í greininni eru greind svör úr vefkönnun í þremur fagfélögum við spurningum um níu tegundir efna sem almennt eru talin til hugvíkkandi ofskynjunarefna, viðhorf til meðferðar með hugvíkkandi sveppum, um eðli, útfærslu og þjálfun ef slík meðferð yrði veitt og hugs- anlegar hindranir við að veita slíka meðferð. - Þörf er á viðameiri viðhorfskönnun til að efla faglega umræðu frekar og fylgjast með þróun þekkingar og viðhorfa á þessu sviði. F R Æ Ð I G R E I N A R 11. tölublað · 109. árgangur · 2023 491 Sigurður Ólafsson Skorpulifur í stórsókn Hér á landi eru lýðheilsu- sjónarmið látin víkja. Rekinn hefur verið áróður fyrir meira frelsi í áfengis- sölu. Alþingismenn leggja fram frumvörp sem leiða til greiðara aðgengis að áfengi en jafnframt að lögð skuli meiri áhersla á forvarnir. Það felst æpandi mótsögn í því. L E I Ð A R A R 493 Ragnar Bjarnason Lyfjaskortur á Íslandi. Heima- tilbúinn vandi? Lyfjastofnun tekur skráningargjald fyrir alla styrkleika og form. Töflur eða mixtúrur sem henta börnum bera þannig sama skrán- ingargjald og lyfið sem selt í þúsundum til full- orðinna. Þannig hefur þetta ástand bitnað hvað verst á börnum. Á FORSÍÐU – LYFJABÚÐ 504 Jens Stensrud, Óskar Örn Óskarsson, Helga Erlendsdóttir, Valtýr Stefánsson Thors Heilahimnubólga hjá börnum á Íslandi af völdum pneumókokka – sjúkratilfelli og yfirlit Ellefu mánaða gömul stúlka var send á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins vegna hita og slappleika. Stúlkan var bráðveik við skoðun með sveiflukennda meðvitund. Henni versnaði mjög hratt stuttu eftir komu og reyndist hún vera með heilahimnubólgu af völdum Strept- ococcus pneumoniae. Frá mars 2022 hafa greinst nokkur tilfelli af heilahimnubólgu af völd- um baktería hjá börnum og S. pneumoniae verið algengasti meinvaldur. 508 Brynhildur Thors, Bjarni Guðmundsson Vaxandi máttleysi í ganglimum hjá fimmtugum manni – sjúkratilfelli Karlmaður leitaði á heilsugæslu vegna versnandi vöðvaverkja og máttleysis. Hann gekk á milli lækna áður en greining fékkst. Hann var með þráláta verki í stærri vöðvum sem versnuðu við áreynslu, fætur gáfu sig undan honum þegar verst lét. Væg einkenni voru í handleggjum. Einkenni voru sveiflukennd, verri á morgnana en skást á kvöldin og næturnar. Engin skyntruflun eða áberandi einkenni frá ósjálfráða taugakerfinu. Hann var hættur að gera sjálfsagða daglega hluti og farinn að halda kyrru fyrir vegna verkja við alla hreyfingu. Með elstu fyrirtækjum landsins eru apótekin eða lyfjabúðirnar. Stofn- inn í Reykjavíkurapóteki má rekja til lyfjabúðar Bjarna Pálssonar fyrsta landlæknisins í Nesi við Seltjörn sem sett var á laggirnar 1760, var síðar starfrækt við Austurvöll og frá 1933 í Austurstræti 14, í tímamóta stórhýsi sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Þar er nú veitingastaður sem heitir Apótekið. Orðið apótek er komið úr grísku og er notað í norrænu málunum og til dæmis í pólsku og þýsku. Þrátt fyrir fjölda og fjölbreytileika lyfja nútímans er jafnframt viðvarandi og hættulegur lyfjaskortur víða um heim. Ljósmyndari/Sigfús Eymundsson – Þjóðminjasafn Íslands Mynd úr apótekinu við Austurvöll tekin um 1890. Á myndinni eru Sigtryggur Sigurðsson lyfjasveinn og Guðmundur Jónsson faðir Erlendar í Unuhúsi. Ekki eru til upplýsingar um konuna sem stendur baksviðs á myndinni. VS

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.