Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2023, Síða 7

Læknablaðið - 01.11.2023, Síða 7
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 491 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Hér á landi eru lýðheilsusjónarmið látin víkja. Rekinn hefur verið áróður fyrir meira frelsi í áfengissölu. Alþingismenn leggja fram frumvörp sem leiða til greiðara aðgengis að áfengi en jafnframt að lögð skuli meiri áhersla á forvarnir. Það felst æpandi mótsögn í því. doi 10.17992/lbl.2023.11.764 Skorpulifur er lokastig margvíslegra lifrarsjúk­ dóma en algengustu orsakir eru óhófleg áfengis­ neysla, fitulifrarkvilli og veirulifrarbólga, einkum lifrarbólga C. Skorpulifur er alvarlegur sjúkdómur og dánartíðni er há. Sem námslæknir eftir útskrift úr læknadeild árið 1985 sá ég einn sjúkling með skorpulif­ ur. Námslæknar á Íslandi upplifa nú allt annan veruleika: alltaf eru nokkrir skorpulifrarsjúklingar á legudeildum Landspítala og umönnun þeirra er hluti af daglegum störfum þeirra. Hvað veldur þessum umskiptum? Rannsóknir undanfarinna ára varpa skýru ljósi á þessa þróun og orsakir hennar. Nýgengi skorpulifrar á Íslandi var lengi vel það lægsta á Vesturlöndum. Árin 1994­2003 var nýgengi skorpulifrar einungis 3,3 tilfelli fyrir hverja 100.000 íbúa.1 Nýlega var birt rannsókn á nýgengi og orsökum skorpulifrar á Íslandi fyrir tímabilið 2010­2015.2 Nýgengi skorpulifrar á þessu tímabili var 9,7 tilfelli fyrir hverja 100.000 íbúa. Það er þreföld aukning á nýgengi miðað fyrri rannsókn en var ennþá nokkru lægra en þekktist meðal annarra Norðurlandaþjóða. Meginorsakir skorpulifrar voru áfengisneysla (31%), fitulifrar­ kvilli (22%) og lifrarbólga C (21%). Nokkrar ástæður liggja að baki þessari hækkun á nýgengi. Mikil aukning hefur orðið á áfengis­ neyslu meðal Íslendinga, eða frá 4,3 lítrum á hvern íbúa eldri en 15 ára árið 1980 í 7,5 lítra á árunum 2016­2020. Þá eru offita og sykursýki, sem eru helstu áhættuþættir fitulifrarkvilla, hratt vaxandi vandamál og hafa leitt til þess að fitulifrarkvilli er önnur algengasta orsök skorpulifrar hér á landi. Mikil aukning á skorpulifur vegna lifrarbólgu C kom ekki á óvart og skýrist af faraldri meðal fólks sem sprautar sig með vímuefnum í æð og langs meðgöngutíma frá smiti til skorpulifrar. Í ársbyrjun 2016 var hrundið af stað meðferðar­ átaki gegn lifrarbólgu C hér á landi með það að markmiði að bjóða öllum smituðum lyfjameðferð og lækningu og útrýma þannig lifrarbólgu C sem meiriháttar heilbrigðisvá.3 Á fyrstu þremur árum átaksins náðist að greina og meðhöndla yfir 90% smitaðra. Í þessum hópi, sérstaklega á fyrsta árinu, voru margir greindir með skorpulifur og fengu þeir allir lyfjameðferð. Meðferðarátakið hefur meðal annars leitt til þess að undanfarin ár hafa einungis örfáir Íslendingar greinst með skorpulif­ ur af völdum lifrarbólgu C. Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur varðandi lifrarbólgu C eykst nýgengi skorpulifr­ ar áfram. Nýlega birtist rannsókn á alvarlegum áfengistengdum lifrarsjúkdómum (áfengisskorpu­ lifur og áfengislifrarbólgu) á Íslandi. Rannsókn­ in náði til áranna 1984­2020 og greindust alls 314 einstaklingar, þar af 244 með skorpulifur. Á tímabilinu 1984­2000 var nýgengi 0,77 á 100.000 íbúa á ári en jókst í 6,1 árin 2016­2020. Það er átt­ föld aukning! Færri en fimm sjúklingar greindust árlega á tímabilinu 1984­1993 og sum árin enginn! Það rímar vel við reynslu undirritaðs á námsár­ unum. Fimm ára lifun þeirra sem greindust með skorpulifur var einungis um 50%. Höfundar skýra þetta með mikilli aukningu áfengisneyslu undan­ farna áratugi. Þeir benda jafnframt á samhengi aukinnar neyslu við greiðara aðgengi að áfengi undanfarin ár. Rannsóknir hafa sýnt beint samband áfengis­ neyslu og dánartíðni af völdum skorpulifrar.4 Aukin áfengisneysla hefur jafnan í för með sér vaxandi nýgengi og dánartíðni af völdum þessa kvilla. Meira aðgengi leiðir til meiri áfengisneyslu og aukið aðgengi að áfengi er vafalítið ein af meginorsökum vaxandi nýgengis skorpulifrar hér á landi. Sé horft til lýðheilsuúrræða eru einkum þrír þættir sem áhrifaríkast er fyrir stjórnvöld að hafa áhrif á til að stemma stigu við áfeng­ isneyslu meðal þjóða: verðlagning, aðgengi (áfengiskaupaaldur, fjöldi og þéttni sölustaða og afgreiðslutími) og markaðssetning/auglýsingar.5 Hér á landi eru lýðheilsusjónar­ miðin nú látin víkja. Á undanförnum árum hefur verið rekinn mikill áróð­ ur fyrir greiðara aðgengi og meira frelsi í áfengissölu. Alþingismenn leggja stöðugt fram frumvörp sem miða að því að auka framboð og að­ gengi að áfengi. Slíkum frumvörpum fylgja gjarnan greinargerðir þar sem tiltekið er að jafnframt skuli lögð aukin áhersla á forvarnir. Það felst æpandi mótsögn í því að vilja vinna að forvörnum en leggja á sama tíma fram frumvörp sem veikja þær forvarnir sem hafa sýnt sig að gera mest gagn! Það kann að vera sjónarmið í sjálfu sér að aukið frelsi á þessu sviði sé réttlætanlegt þótt það leiði til aukinnar sjúkdómsbyrði og heil­ brigðisútgjalda – en það þarf þá að koma skýrt fram í málflutningi. Skorpulifur í stórsókn Major increase in the incidence of cirrhosis in Iceland Sigurður Ólafsson MD, FACP Consultant, Division of Gastroenterology and Hepatology, Department of Medicine, Landspitali – The National University Hospital of Iceland, Clinical Associate Professor of Medicine, University of Iceland Faculty of Medicine Sigurður Ólafsson læknir, sérfræðingur í meltingar- og lifrarsjúk- dómum á Landspítala, klínískur dósent við læknadeild Háskóla Íslands Sýnt hefur verið fram á verkun og öryggi ELIQUIS® fyrir allar samþykktar ábendingar Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) Meðferð við lungnasegareki (PE) Forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki Forvörn gegn bláæðasegareki (VTEp) eftir valfrjáls hnéliðskipti Forvörn gegn bláæðasegareki (VTEp) eftir valfrjáls mjaðmarliðskipt Forvörn gegn heilaslagi og segareki í slagæð hjá sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (NVAF) 1. Samantekt á eiginleikum lyfs - Eliquis® PP-ELI-NOR-2068 / PP-ELI-DNK-0472 / PFI-23-10-01 Október 2023 Heimildir 1. Gunnarsdottir SA, Olsson R, Olafsson S, et al. Liver cirrhosis in Iceland and Sweden incidence, aetiology and outcomes. Scand J Gastroenterol 2009; 44: 984­93. 2. Olafsson S, Rögnvaldsson S, Bergmann OM, et al. A nationwide population­based prospective study of cirrhosis in Iceland. JHEP Rep 2021; 3: 100282. 3. Olafsson S, Fridriksdottir RH, Love TJ, et al. Cascade of care during the first 36 months of the treatment as prevention for hepatitis C (TraP HepC) programme in Iceland: a population­based study. Lancet Gastroenterol Hepatol 2021; 6: 628­37. 4. Björnsson ES, Johannsson A, Sigurdarson SS, et al. Development of severe alcohol related liver disease over four decades in Iceland: impact of increased access and use of alcohol. Scand J Gastroenterol 2023; 8: 1­11. 5. Babor TF, Casswell S, Graham K, et al. Alcohol: No Ordinary Commodity­a summary of the third edition. Addiction 2022; 117: 3024­36.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.