Læknablaðið - 01.11.2023, Síða 12
496 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109
R A N N S Ó K N
að ganga yfir.6 Meðferð með þessum efnum víkur frá hefð
bundinni lyfjameðferð geðraskana á þann hátt að efnin eru
einungis tekin inn í eitt eða örfá skipti samhliða því að fræðsla
á að vera veitt í aðdraganda meðferðar og samtalsmeðferð
eða stuðningur veittur á meðan áhrifin ganga yfir og að því
loknu. Því er um að ræða meðferð á rannsóknarstigi með hug
víkkandi ofskynjunarefnum samhliða samtalsmeðferð eða
stuðningsmeðferð (psychedelic assisted psychotherapy) þar sem
meðferðin samanstendur af undirbúningsfasa, inntökufasa
þar sem efnið er tekið inn undir eftirliti meðferðaraðila og
úrvinnslufasa þar sem unnið er úr upplifunum fólks í samtöl
um.7
Umræða í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum um efnin hefur
aukist samhliða fréttum af mögulegum meðferðarávinningi
þeirra. Ekkert þeirra hefur þó enn hlotið markaðsleyfi til með
ferðar í Bandaríkjunum eða Evrópu. Reynsla þeirra sem taka
vaktir og sinna ráðgjöf fyrir Geðþjónustu Landspítala bendir
til að útbreiðsla notkunar efnanna sé talsverð í samfélaginu,
þótt notkun þeirra í meðferðartilgangi hafi ekki enn mætt
þeim skilyrðum sem gerð eru til þess að þessi efni hljóti mark
aðsleyfi sem lyf.8 Það er því viðbúið að heilbrigðisstarfsfólk á
stofu, bráðamóttökum og legudeildum komi að því að sinna
skjólstæðingum sem hafa notað efnin eða hafa áhuga á því.
Þekking og viðhorf fagfólks á hugvíkkandi efnum hefur verið
athuguð í nokkrum erlendum rannsóknum.913
Í ljósi aukinnar umræðu og nokkurrar útbreiðslu notkunar
hugvíkkandi efna úti í samfélaginu, töldum við mikilvægt að
safna upplýsingum um viðhorf fagaðila til efnanna, ásamt því
að skoða hversu vel fagaðilar telja sig þekkja slík efni, virkni
þeirra og hugsanlegan meðferðarárangur. Einnig er áhugavert
að kanna hugmyndir heilbrigðisstarfsfólks um veitingu slíkrar
meðferðar, það er, hvar og hvernig ætti að veita hana, hverj
ir ættu að sinna því og hvar þjálfun fagfólks væri best fyrir
komið, ef til þess kæmi að meðferð með efnunum yrði veitt.
Slíkar upplýsingar eru mikilvægar við skipulag þjónustu síðar
meir, hljóti einhver þessara efna markaðsleyfi á næstu árum.
Þótt notkun efnanna í meðferðartilgangi sé alls ekki tímabær,
geta þessar upplýsingar nýst þegar fram í sækir og eflt faglega
umræðu um efnin. Með þetta í huga, var vefkönnun fram
kvæmd meðal félaga í fagfélögum geðlækna, heimilislækna og
sálfræðinga þar sem félögum á skrá var boðið að svara spurn
ingalista á netinu. Í þessari grein eru svör greind við spurn
ingum um þekkingu á alls níu tegundum efna sem almennt
eru talin til hugvíkkandi ofskynjunarefna, viðhorf til meðferð
ar með hugvíkkandi sveppum, um eðli, útfærslu og þjálfun ef
slík meðferð yrði veitt, hugsanlegar hindranir við að veita slíka
meðferð ásamt spurningum um hvað helst hafi mótað afstöðu
svarenda og hvað þeir helst vilji fræðast um frekar.
Efni og aðferðir
Þátttakendur
Þátttakendur voru alls 256, og svöruðu 177 sálfræðingar, 38
geðlæknar og 41 heimilislæknir könnuninni, sem er um 27%
sálfræðinga, 58% geðlækna og 18% heimilislækna miðað
við skráða starfandi félagsmenn í fagfélögum þeirra þegar
könnunin var gerð. Helstu bakgrunnsupplýsingar úrtaksins
eru birtar í töflu I. Meirihluti geðlækna og heimilislækna
voru karlar, en konur voru í meirihluta svarenda úr hópi
sálfræðinga. Langflestir í úrtaki rannsóknarinnar sögðust
annaðhvort sinna skjólstæðingum eldri en 18 ára eða skjól
stæðingum á öllum aldri.
Spurningalisti
Vefkönnunin innihélt 21 spurningu og voru sumar þeirra í
nokkrum liðum. Bakgrunnsspurningar voru 7 og var meðal
annars spurt um kyn, aldur, tímalengd starfsleyfis og á hvaða
sviði það væri ásamt spurningum um eðli starfs svarenda, en
einnig var spurt hvort svarendur hefðu fengið spurningar um
meðferð með hugvíkkandi efnum í starfi sínu og hvort þeir
hefðu hitt einhvern undir áhrifum þeirra (sjá töflu I). Alls voru
14 spurningar um reynslu, þekkingu og viðhorf til mismun
andi tegunda hugvíkkandi efna, með áherslu á psilocýbín,
og um mat svarenda á eðli og fyrirkomulagi meðferðar með
slíkum efnum ef til þess kæmi. Einnig var spurt hvert svar
endur hefðu sótt þekkingu sína á efnunum og hvort þörf væri
á viðbótarfræðslu um efnin og notkun þeirra og þá um hvað
helst. Spurningar um hugvíkkandi efni byggðu á sambærilegri
könnun rannsakenda við Center of Psychedelic & Concious
ness Research við Johns Hopkinssjúkrahúsið í Bandaríkjun
um, að fengnu góðfúslegu leyfi þeirra. Spurningalistann er
hægt að nálgast hjá höfundum greinarinnar.
Framkvæmd
Í samráði við stjórn fagfélaga geðlækna, heimilislækna og sál
fræðinga, var kynning á könnuninni send út í tölvupósti til
allra skráðra félagsmanna þar sem viðtakendum var boðið að
taka þátt og gátu þeir svarað könnuninni í gegnum krækju í
kynningarpóstinum. Könnunin var opin frá 3. til 29. maí 2022
og áminning send út í eitt skipti á þessu tímabili. Framkvæmd
rannsóknarinnar var tilkynnt til Persónuverndar en vísinda
siðanefnd taldi framkvæmd hennar ekki vera háða leyfi frá sér
þar sem unnið yrði með ópersónugreinanleg gögn.
Úrvinnsla gagna
Svarmöguleikum var slegið saman í nokkrum spurningum
vegna svardreifingar og úrtaksstærðar. Til dæmis var svar
möguleikum fækkað úr fimm í þrjá í spurningum um þekk
ingu á mismunandi tegundum hugvíkkandi efna, um viðhorf
til hugvíkkandi sveppa og lögleiðingar, um helstu hindranir
við að veita slíka meðferð og um mikilvægi sálfræðimeðferðar.
Munur í svörum milli fagstétta var metinn með Fisherprófi.
Úrvinnsla gagna fór fram í SPSS, útgáfu 28.0.
Niðurstöður
Bakgrunnur og starfsvettvangur svarenda
Svarendur úr röðum sálfræðinga voru að jafnaði yngri
en úr hópi geðlækna og heimilislækna, 46,9% sálfræðinga
voru á aldrinum 20 til 40 ára en 13,1% geðlækna og 14,6%
heimilislækna (tafla I). Sömu sögu er að segja um lengd starfs
leyfis þar sem 58,2% sálfræðinga höfðu haft starfsleyfi í 10 ár
eða skemur, en 34,2% geðlækna og 22% heimilislækna.
Algengara var að geðlæknar hefðu haft kynni af fólki und