Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2023, Síða 20

Læknablaðið - 01.11.2023, Síða 20
504 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 Jens Stensrud1 sérnámslæknir Óskar Örn Óskarsson1 barnalæknir Helga Erlendsdóttir2 lífeindafræðingur og klínískur prófessor Valtýr Stefánsson Thors1,3 barnasmitsjúkdómalæknir 1Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 2sýkla- og veirufræðideild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svararJens Stensrud, jensg@landspitali.is Greinin barst til blaðsins 26. maí 2023, samþykkt til birtingar 13. október 2023. Á G R I P Ellefu mánaða gömul stúlka var send á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins vegna hita og slappleika. Stúlkan var bráðveik við skoðun með sveiflukennda meðvitund. Henni versnaði mjög hratt stuttu eftir komu og reyndist hún vera með heilahimnubólgu af völdum Streptococcus pneumoniae. Frá mars 2022 hafa greinst nokkur tilfelli af heilahimnubólgu af völdum baktería hjá börnum og S. pneumoniae verið algengasti meinvaldur. Sjúkdómsvaldandi hjúpgerðir hafa verið hjúpgerðir sem eru ekki í almennu bóluefni sem hefur verið notað á Íslandi og því tóku heilbrigðisyfirvöld þá ákvörðun vorið 2023 að breyta bólusetningum barna gegn pneumókokkum. Heilahimnubólga hjá börnum á Íslandi af völdum pneumókokka • Sjúkratilfelli og yfirlit • Inngangur Pneumókokkar (Streptococcus pneumoniae) eru ein algengasta orsök heilahimnubólgu af völdum baktería.1 Einkennin geta þróast mjög hratt og valdið lífshættulegu ástandi á skömmum tíma og er því mjög mikilvægt að greina sjúkdóminn hratt og hefja meðferð. Árið 2011 hófst bólusetning með próteintengdu bóluefni gegn tíu helstu meinvaldandi hjúpgerðum pneumókokka (Syn­ florix®, GSK) á Íslandi og ífarandi sýkingum fór fækkandi í kjölfarið.2 Á árunum 2017­2021 greindust engin börn á Íslandi með heilahimnubólgu af völdum baktería, en frá mars til des­ ember 2022 greinast sex börn, þar af þrjú með pneumókokka (upplýsingar: sýkla­ og veirufræðideild Landspítala). Þau voru öll með pneumókokka­hjúpgerðir sem ekki eru í PHiD­VC (pneumococcal polysaccharide protein D-conjugated vaccine) 10 bóluefninu. Nýgengi heilahimnubólgu af völdum hjúpgerða sem ekki voru í bóluefninu hefur einnig aukist í öðrum lönd­ um Evrópu, sem og í Bandaríkjunum.3­5 Við lýsum hér tilfelli heilahimnubólgu af völdum pneumókokka hjá tæplega árs­ gömlu barni. Tilfelli Ellefu mánaða gamalli, almennt hraustri stúlku, var vísað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins frá heilsugæslu vegna slappleika og hita í tvo daga. Stúlkan hafði verið bólusett sam­ kvæmt íslensku bólusetningarskema. Við skoðun var barnið mjög slappt og lá hún á skoðunarbekk með lokuð augu. Húðin var föl en þurr og heit með eðlilega háræðafyllingu. Hún var með hraðan hjartslátt, 170/mín, og hita 39,3°C, en með eðlilega öndunartíðni og súrefnismettun. Stúlkan brást lítið við skoðun og umönnun en var þó öðru hvoru meira vakandi og fylgd­ ist með umhverfi. Vegna gruns um sýklasótt var uppvinnsla hafin. Við blóðprufutöku vakti athygli að hún brást ekkert við stungum. Hún varð mjög slöpp, meðvitund var skert og hún féll í súrefnismettun þegar hún var lögð niður en vaknaði þegar henni var haldið uppréttri. Hún fékk vökvabólus og 100 mg/kg af ceftriaxone í æð. Ákveðið var að framkvæma mænu­ vökvaástungu en féll hún þá aftur í súrefnismettun sem náðist ekki upp þrátt fyrir súrefni og örvun. Meðvitund var sveiflu­ kennd og stúlkan tók öndunarhlé. Hún þurfti öndunaraðstoð

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.