Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.11.2023, Blaðsíða 26
510 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 Taugalífeðlisfræðin Taugarit sýnir mynstur með lágri spennu sem kemur fram vegna minnkaðrar vöðvavirkni en aukin spenna sést með endurtekinni örvun (mynd 1). Þetta mynstur er einkennandi fyrir sjúkdóma sem verða vegna truflana á fortaugavöðva­ mótum líkt og LEMS. Spennan helst samt alltaf lægri hjá þess­ um sjúklingum en í heilbrigðu fólki þrátt fyrir endurtekna örvun. Sú truflun sem er á taugaboðunum í LEMS sker sig því frá hreinum taugakvilla enda er um að ræða truflun í for­ taugavöðvamótunum, ekki í sjálfum taugunum. Þarna sést greinilegt misræmi milli niðurstöðu á taugariti og útlits vöðva en ætla mætti að einstaklingur með svo lága spennu væri al­ mennt mjög vöðvarýr, sem er alls ekki tilfellið hjá LEMS­sjúk­ lingum. Vöðvaritið getur sýnt ósértæk frávik sem benda til vöðvakvilla og merki um óstöðugan boðefnaflutning á tauga­ og vöðvamótunum (aukið jitter). Mótefnaleit Um 85­95% sjúklinga með LEMS eru með jákvæð mótefni gegn P/Q­tegund VGCC (nær 100% þeirra sjúklinga sem eru með undirliggjandi krabbamein, oftast SCLC).4 Þessi mótefni eru þó ekki sértæk fyrir LEMS heldur geta tengst öðrum tauga­ og sjálfsónæmissjúkdómum. Sjaldgæfara er að finna mótefni gegn N­tegund VGCC (30­40%)4. Mótefnaleit ætti að innihalda æxlishjákennamótefni sem og mótefni gegn acetýlkólín­viðtaka. Neikvæð mótefni útiloka þó alls ekki sjúkdóminn og eins er mikilvægt að vita að einstaklingar geta verið með jákvæð mótefni án þess að greinast með LEMS, hjá þeim sjúklingum ætti þó að gera ítarlega leit að undirliggjandi illkynja sjúkdómi.9 S J Ú K R A T I L F E L L I Leit að undirliggjandi krabbameini Vegna sterkrar fylgni ætti LEMS­greining strax að setja af stað leit að undirliggjandi illkynja meini, leitin ætti alltaf að minnsta kosti að innihalda tölvusneiðmynd (TS) af brjóst­, kviðar­ og grindarholi. Ef fyrsta leit er neikvæð er ráðlagt að taka PET TS ef slíkt er í boði en það er svokölluð jáeindarann­ sókn sem getur auðkennt aukna sjúklega virkni í líkamanum, til dæmis á grunni illkynja meins. Leit ætti að endurtaka á 3­6 mánaða fresti í að minnsta kosti tvö ár eftir LEMS­greiningu áður en undirliggjandi illkynja mein (æxlishjákenni) er úti­ lokað. Tíðari skimun er ráðlögð hjá sjúklingum með DELTA­P skor yfir 4 eða jákvæð SOX­mótefni sem hafa sterka fylgni við SCLC­LEMS10. Í umræddu tilfelli var sjúklingur með DELTA­P skor 1 og skimaður með tölvusneiðmynd af hálsi, brjóst­ og kviðarholi (tvívegis með árs millibili) án þess að nokkur merki um illkynja mein sæjust þar. SOX­mótefni voru neikvæð. Þar sem um langa sögu sjúkdómseinkenna var að ræða var sjálfs­ ónæmissjúkdómur mun líklegri undirliggjandi orsök. Í tilfell­ um sem þessum sem hafa skemmri sjúkdómsgang mætti bæta við PET TS til frekari útilokunar á LEMS sem æxlishjákennis. Mismunagreining Sá sjúkdómur sem líkist hvað mest LEMS er vöðvaslensfár (myasthenia gravis, MG), annar taugavöðvasjúkdómur. Í þeim sjúkdómi beinast sjálfsmótefni gegn vöðvahlið taugavöðva­ mótanna (eftirtaugamótunum, post-synaptic) og einkenni birtast oft fyrst sem máttminnkun í andliti, augnlokum og augnvöðvum. Sjúkdómurinn hefur ekki áhrif á ósjálfráða taugakerfið.12 Klínískt getur verið erfitt að greina á milli þessara sjúkdóma, máttminnkunin getur verið í aðlægum Mynd 1. Myndin sýnir stigvaxandi spennu við 30 Hz raðörvun á n.ulnaris og skrásetningu yfir m.abductor digiti minimi hjá sjúklingnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.