Læknablaðið - 01.11.2023, Side 31
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 515
„Þetta hefur heilmikla þýðingu,“
segir Sigurveig Þ. Sigurðardóttir,
yfir læknir ónæmisfræðideildarinnar.
Deildin sé nú í hópi stofnana víða
um heim sem hafa verið valdar önd
vegismiðstöðvar, Center of Excellence,
af Alþjóðaofnæmisstofnuninni,
World Allergy Organization.
„Þetta er ákveðin viðurkenning
á því að við stöndum fyrir gæðum
í klínískri þjónustu við sjúklinga, í
rannsóknum, kennslu og ákveðinni
þróun og nýsköpun,“ segir hún.
„Þessi viðurkenning getur hjálpað
okkur í alþjóðlegu samstarfi, í vís
indasamstarfi og við kennslu og nám
nemenda sem vonandi fara í ofnæm
is og ónæmislækningar,“ segir hún.
„Þetta auðveldar okkur að leita til
annarra áþekkra stofnana um sam
starf,“ segir hún og að innan þeirra
sé hvatt til samstarfs ungs vísinda
fólks. Sigurveig segir félag íslenskra
ofnæmis og ónæmislækna vera aðila
að þessum alþjóðasamtökum. Þau
hafi séð ávinning og líkur á því að fá
gæðastimpilinn og sótt um.
„Við erum mjög stolt af þessu,“
segir Sigurveig, sem hefur frá síð
ustu áramótum verið yfirlæknir
deildarinnar. Fyrirrennarar hennar,
Helgi Valdimarsson og Björn Rún
ar Lúðvíksson, hafi unnið mikið og
merkilegt starf, hlúð að vísindum og
menntun og mannað deildina góðu
vísindafólki með þessum árangri.
Sigurveig er þar öllum hnútum
kunnug enda hefur hún unnið þar
frá árinu 1991.
„Það hefur heilmikið breyst á
þeim tíma. Ónæmisfræðin hefur þró
ast mikið og þekking á ónæmiskerf
inu vaxið gífurlega. Nú skoðum við
boðefni og yfirborðssameindir sem
við vissum ekki að væru til fyrir 10
20 árum síðan. Við greinum frumur
mikið nákvæmar og sjáum samhengi
milli þeirra og sjúkdóma,“ segir hún.
„Það er svo dásamlegt að upplifa
tíma þar sem farið er að framleiða
einstofna mótefni gegn ákveðnum
frumum eða sameindum sem hrein
lega lækna sjúkdóma sem áður gerðu
fólk að öryrkjum.“ En bjóst hún við
svona hraðri þróun þegar hún byrj
aði og að henni fleygði áfram svona
hratt fram?
„Já, þróunin verður áfram svona
hröð og nei, ég hugsaði ekki svona
langt þegar ég byrjaði hér. Alls
ekki,“ segir hún róleg. „Við vitum
ekki hvað bíður okkar í framtíðinni.
Ég tel þó að þessi þróun haldi áfram
og að meðferð við mörgum sjúkdóm
um verði persónubundin. Meðferðir
verða sérsniðnar að hverjum og ein
um í meira mæli.“
Ónæmisfræðideild Landspítala
fær alþjóðlegan gæðastimpil
Alþjóðaofnæmisstofnunin hefur veitt ónæmisfræðideild
Landspítalans viðurkenningu fyrir gæði „Siðanefnd Alþjóðalæknafélagsins setur sig al
gjörlega á móti dauðarefsingum,“ segir Steinunn
Þórðardóttir, formaður LÍ og siðanefndar Al
þjóðalæknafélagsins, WMA. Hún sótti árlegan
aðalfund WMA í Kigali í Rúanda dagana 4.7.
október síðastliðinn. Fulltrúar 49 landslækna
samtaka um allan heim sóttu fundinn.
Stjórn Alþjóðalæknafélagsins fordæmdi lög
gjöf í Úganda þar sem samkynhneigð er ólögleg
og varðar dauðarefsingu. „Löggjöfin er skelf
ing,“ segir Steinunn. Kallað var eftir vopnahléi
í Súdan og fordæmt að sjúkrabílar í Íran væru
notaðir í annarlegum tilgangi.
Stærst mála á fundinum var þó að Alþjóða
læknafélagið fordæmdi framferði kínverskra yf
irvalda gegn Úígúrum, múslimsk um minnihluta
í Xinjianghéraði. Þar hafi læknum verið beitt til
að framkvæma þungunarrof og ófrjósemisað
gerðir til að koma í veg fyrir barneignir innan
hópsins. Í ályktuninni var einnig endurtekið
ákall mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna
frá miðju ári 2019 um að óháðum alþjóðlegum
eftirlitsaðilum verði hleypt á svæðið.
Steinunn stýrði sínum öðrum fundi sem
formaður siðanefndar félagsins. „Þessi samtök
eru stofnuð eftir seinni heimsstyrjöldina vegna
stríðsglæpa sem læknar frömdu. Við Íslendingar
viljum vera aðilar að því samtali og taka þátt í að
móta siðferðisgrundvöll lækna um allan heim.“
Steinunn segir stuðningsnet lækna afar mik
ilvægt. Vegið sé að læknafélögum víða um heim.
„Formaður tyrkneska læknafélagsins var til að
mynda handtekin í kjölfar útvarpsviðtals. Þá
hafa stjórnvöld í Ísrael þjarmað að læknafélaginu
þar.“ Læknar þurfi sterkt bakland. „Alþjóðasam
starf er styrkur fyrir lækna um allan heim.“
Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, og fyrirrennari hennar í starfi
og nú framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu, Björn Rúnar Lúðvíksson. Mynd/gag
Mannréttindi í
brennidepli
í Rúanda
Formaður LÍ stýrði árlegum fundi
siðanefndar Alþjóðalæknafélagsins
Formenn norrænu læknafélaganna. Anne-Karin Rime, frá því
norska, Sofia Rydgren Stale, formaður þess sænska, Camilla
Noelle Rathcke, formaður þess danska, Niina Koivuviita, for-
maður finnska, og Steinunn Þórðardóttir, formaður LÍ.