Læknablaðið - 01.11.2023, Side 33
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 517
Eflaust hafið þið mörg lesið bókina
This is going to hurt eftir breska lækninn
Adam Kay. Bókin fjallar um veruleika
ungs læknis í breska heilbrigðiskerfinu,
NHS. Við fylgjum Adam í gegnum sér
nám þangað til hann er alveg kominn að
því að verða sérfræðingur. Frásögnin er
uppfull af svörtum húmor og stundum
óþægilega kunnugleg. Það sem skín í
gegn er ástríða og skyldurækni Adams
gagnvart starfinu, sama hvað á dynur –
eða allt þar til í lokakaflanum.
Á þessum nótum þá er ég starfsmað
ur í íslensku heilbrigðiskerfi. Mér finnst
starfið sem læknir allt í senn heillandi,
skemmtilegt og gefandi. Þungamiðjan
eru samskipti við fólk, bæði sjúklinga og
samstarfsfólk, og það að vera sífellt að
læra eitthvað nýtt. Starfið býður líka upp
á ótal möguleika, til að mynda klínísk
störf, rannsóknir, kennslu og stjórnun. Í
einu orði sagt, spennandi!
Starfið er sömuleiðis fullt af áskor
unum til að takast á við, en sumar gera
mér þó erfitt um vik. Ég get til dæmis
ekki sett mörk um mína vinnu eða hvað
ég sinni mörgum verkefnum. Það fer allt
eftir flæðinu og flæðið er duttlungafullt.
Því fleiri sjúklingar, því meiri ábyrgð
sem fellur okkur í fang. Mönnunin er
hins vegar alltaf sú sama óháð fjölda
sjúklinga. Þegar læknar fóru í verkfall
2015 kom raunar í ljós að skilgreind
neyðarmönnun í verkfalli var betri held
ur en grunnmönnun á tilteknum deild
um. Umhugsunarvert.
Ég hef heldur ekki stjórn á eigin
vinnuaðstæðum eða umhverfi sjúklinga.
Samkvæmt lögum er mér skylt að veita
fullkomnustu meðferð sem völ er á en
aðstæður bjóða ekki alltaf upp á það.
Nýlegt dæmi er háaldraði sjúklingurinn
minn sem fyrir furðulegar sakir lenti í
Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í
Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir eigin
skoðanir en ekki félagsins.
óráði verandi á ganginum á bráðamót
tökunni. Hann var líka búinn að bíða í
eitt ár eftir liðskiptaaðgerð. Hugmyndir
hans í óráðinu sneru fyrst og fremst að
því að ríkisstjórnin viðhefði samsæri
gegn honum. Það er áliðið nætur á vakt
inni og ég treysti mér ekki til að meta
hvort það sé ranghugmynd eða ekki,
löngu búin að týna minni dægursveiflu
og dómgreind. Er ekki eitthvað til í
því að biðlistar séu pólitísk ákvörðun?
Kannski ekki óráð eftir allt saman.
Eftir stendur að ég er starfsmaður í
þessu kerfi, rétt eins og Adam var. Sér
námslæknir, nánar tiltekið. Fyrir tveim
ur árum sendi Félag almennra lækna frá
sér könnun um starfsánægju sérnáms
lækna á Landspítala. Niðurstöður sýndu
að 43,5% almennra lækna á Landspítala
höfðu oft eða mjög oft upplifað einkenni
kulnunar síðustu 12 mánuði á undan
og 25% voru frekar eða mjög sammála
að hafa íhugað alvarlega að fara í veik
indaleyfi. Þessar tölur valda áhyggjum
og fá mann til að staldra við. Af hverju
leiðir þetta starf, sem getur líka veitt
manni svo mikla ánægju, til kulnun
ar? Óánægja sérnámslækna virðist enn
fremur ekki vera einangrað vandamál,
heldur miklu frekar ein birtingarmynd á
djúpstæðum vanda heilbrigðiskerfisins.
Læknafélag Íslands hefur margsinnis
bent á vandann og svona tölur ættu að
hvetja okkur til aðgerða og breytinga.
Mig langar að starfa í íslensku heil
brigðiskerfi í framtíðinni en stundum er
erfitt að taka upp hanskann og standa
með kerfinu. Þið sem þekkið mig vitið
líka að ég er fingurköld og þjáist af
Raynaud’s svo hanskaleysið kemur sér
illa. Mönnun lækna er þegar orðin stór
áskorun og verður ekki bara leyst með
því að fjölga læknanemum heldur þarf
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGOFélag almennra lækna
Sólveig Bjarnadóttir, Teitur Ari Theódórsson
Félag íslenskra heimilislækna
Margrét Ólafía Tómasdóttir, Oddur Steinarsson
Félag sjúkrahúslækna
Theódór Skúli Sigurðsson, Magdalena Ásgeirsdóttir
Læknafélag Reykjavíkur
Ragnar Freyr Ingvarsson, Katrín Ragna Kemp
Steinunn Þórðardóttir formaður
Stjórn Læknafélags Íslands
Hanskaleysi í íslensku heilbrigðiskerfi
að hlúa að þeim læknum sem eru hér við
störf og gera störfin aðlaðandi. Á þeim
nótum er lausnin heldur ekki fólgin í
opnum vinnurýmum á nýjum Landspít
ala heldur verður það sennilega náðar
högg.
Nýlega tók til starfa innan heilbrigð
isráðuneytis starfshópur um framtíð
læknisþjónustu á Íslandi með aðkomu
Læknafélagsins. Hópnum er falið að
fjalla um mönnun læknisþjónustu og
skila fyrstu tillögum fyrir áramót. Jafn
framt hefur Landspítali verið að vinna
að því að innleiða starfsáætlanir fyrir
sérfræðilækna til að tryggja að þeir geti
nýtt sína þekkingu til fulls og fái svig
rúm til að sinna öllum þáttum starfsins.
Læknafélagið bindur miklar vonir við
þessa vinnu en meira þarf til. Setja þarf
mörk um álag, skilgreina betur störf
lækna, skapa viðunandi starfsaðstæður,
huga að styttingu vinnuvikunnar og
öðrum umbótum, og ég hef fulla trú á að
það sé hægt! Það er enda margt í húfi –
þar á meðal hanskarnir.
Sólveig Bjarnadóttir
sérnámslæknir í almennum lyflækningum,
formaður Félags almennra lækna