Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 34

Læknablaðið - 01.11.2023, Side 34
518 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 V I Ð T A L „Það væri gaman að geta tengt þessar rannsóknir okkar á stofnfrumuígræðsl­ um við Ísland. Draumurinn væri að geta boðið íslenskum sjúklingum þessar meðferðir í framtíðinni,“ segir Arnar Ástráðsson heila­ og taugaskurðlæknir. Rannsóknarteymi hans við Harvard, undir stjórn Ole Isacson, stefnir að því að prófa þessa stofnfrumumeðferð á mönnum á nýju ári í Boston. Ævintýramennska og útþrá hafa nú dregið Arnar til Nýja­Sjálands. Hann hefur starfað sem læknir á erlendri grundu í um aldarfjórðung og verður næstu mánuði á Wellington­sjúkrahús­ inu. Þá snýr hann aftur til Danmerkur sem sérfræðingur á Ríkisspítalanum í Glostrup við Kaupmannahöfn. Hann úti­ lokar ekki fleiri ferðir til Nýja­Sjálands og er nú á leið inn í sumarið á sama tíma og veturinn geisar hér heima. Draumur­ inn er að koma einn daginn heim. „En nóg er af heila­ og taugaskurð­ læknum á Íslandi eins og er,“ segir Arnar sem hefur gert yfir 2500 aðgerðir erlendis og lauk doktorsprófi frá Kaup­ mannahafnarháskóla 2018. Spurður um þróunina á þessum tíma segir hann skurðaðgerðirnar hafa orðið flóknari með betri þjálfun og meiri kröfum. Þá hafi tækninni fleygt fram. „Aðgerðasmásjár eru til dæmis orðn­ ar fullkomnari og myndgreiningartengd leiðsögukerfi sem bæta nákvæmni við heilaaðgerðir hafa komið til sögunnar.“ Miklu færri komast að en vilja í rannsókn þar sem stofnfrumum er sprautað í heila Parkinson-sjúklinga. Rannsókninni verður hrundið af stað í Boston í Bandaríkjunum í byrjun næsta árs, segir Arnar Ástráðsson heila- og taugaskurðlæknir. Hann hefur síðustu 17 ár unnið með rannsóknarteymi Harvard að stofnfrumuígræðslum. Teymið hefur þegar læknað apa af Parkinson og stefnir nú að því að ná sama árangri hjá mönnum ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Við stefnum að því að lækna Parkinson“ Hann var síðast í sex ár í Árósum í Dan­ mörku áður en hann flaug hinum megin á hnöttinn í haust. Hver er munurinn? „Mikil sérhæfing er í Danmörku,“ segir Arnar og þar hafi hann aðallega gert aðgerðir við vatnshöfði, heilaáverk­ um og á hrygg. „En hér á Nýja­Sjálandi eru færri sérfræðingar á íbúatölu og læknar þurfa því að vera færir í öllu. Hér er því mikið af flóknum aðgerðum, svo sem heilaæxli í höfuðkúpubotni, sem ég geri hér, en gerði ekki í Danmörku.“ Vildi lækna systkini sitt Arnar lýsir því að upphaflega hafi hann ekki ætlað sér að verða læknir. Tón­ list eða arkitektúr hafi einnig komið til greina. „En það var út af systur minni sem var mjög fötluð eftir heilaskaða við fæðingu sem mig langaði að geta hjálp­ að fólki eins og henni,“ lýsir Arnar og hvernig hann hafi fengið þá köllun eftir stúdentspróf. Ásdís Jenna lifði síðasta ár sitt sem Blær Ástríkur og skráði sig karlkyns. Hún var landsþekkt og barðist fyrir réttindum fatlaðra, þremur árum yngri en Arnar og lést í janúar 2021. „Hún var margslunginn persónuleiki og fyrir okkur sem elskuðum hana verður hún alltaf Ásdís Jenna,“ segir Arnar sem fór í læknisfræði til að geta gert við heilann. „Þá þurfti ég að fara í heilaskurð­ lækningar. Það hefur átt hug minn allan og tekið megnið af mínum tíma,“ segir Arnar sem er auk þess með undirsér­ menntun frá Oxford í djúpkjarnaaðgerð­ urm, rafskautameðferð, við Parkinson. „Ásdís Jenna fæddist sjö vikum fyrir tímann, fékk fyrirburagulu og heilaskaða í kjölfarið og gat ekki stjórn­ að útlimum almennilega. Hún átti erfitt með tal en var með fulla greind. Mér fannst alltaf erfitt að horfa upp á systur mína og sá fyrir mér að hægt væri að gera við heilann í henni. Það var tak­ markið mitt en því miður kom andlátið í veg fyrir að við gætum farið alla leið með þá meðferð, en hún fékk þó aðra meðferð,“ segir hann. „Hún fór tvisvar í heilaskurðað­ gerð þar sem græddir voru rafvírar við djúpkjarnaaðgerð í heilann sem hjálpuðu við að ná stjórn á ofhreyf­ ingum og stífni líkamans. Takmarkið var heilafrumuígræðsla sem ekki varð af,“ segir Arnar sem hefur síðustu 17 ár rannsakað heilafrumuígræðslu fyrir Parkinson­sjúklinga í rannsóknarteymi frá Harvard. „Parkinson­sjúkdómur er líka hreyfi­ röskun sem á sér stað í djúpkjörnum heilans. Sú meðferð nýtist því örugg­ lega einnig þeim sem glíma við skylda sjúkdóma.“ Arnar er sonur Ástráðs B. Hreiðarssonar læknis og Ástu Bryndísar Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðings. „Ég held ekki að ég hafi farið í lækn­

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.