Læknablaðið - 01.11.2023, Side 35
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 519
Arnar með dætrum sínum Ástu Marie 14 ára og Agn-
esi tíu ára við fermingu Ástu Marie í Kaupmannahöfn
í vor.
isfræði vegna þeirra en útiloka ekki að
þetta liggi að einhverju leyti í erfðum. Ég
ákvað þetta og fannst rétta leiðin.“
Fékk tækifæri í Harvard
Arnar skrifaði Ole Isacson, sænskum
prófessor við Harvardháskóla, bréf
árið 2005 og Ole bauð hann velkom
inn í rannsóknarteymi sitt við Harvard
Neuro regeneration Institute.
„Ég var í fullu starfi hjá þeim í þrjú
ár og hef verið viðloðandi stofnunina
síðan,“ segir hann og lýsir því hvernig
hann hafi komið beint inn í rannsókn
þar sem sýnt var fram á að ígræddar
heilafrumur lifðu áfram í sjúklingum.
„Þessir sjúklingar voru þá nýlátnir og
við gátum sýnt fram á að þeir höfðu haft
bata og að heilafrumuígræðslan í þeim
hafði enst í minnst 14 ár,“ lýsir hann og
hvernig þessi tímamótarannsókn hafi
verið birt í Nature.
„Það var líka athyglisvert að engin
skemmd var í frumunum. Meingerðin í
Parkinsonsjúkdómnum hafði ekki ráðist
á ígræddu frumurnar, sem þótti merki
legt og mikilvægt að sýna fram á,“ segir
Arnar.
Rannsóknirnar héldu áfram og reynt
hafi verið að lækna 30 apa af Parkinson.
„Við gerðum það með því að græða í þá
heilafrumur sem voru unnar úr stofn
frumum. Árið 2015 tókst okkur í fyrsta
skipti að lækna apa af Parkinson veikinni
með ígræddum stofnfrumum (iPSC).
Árið 2020 tókst okkur svo að lækna tvo
apa í viðbót.“ Þessar niðurstöður gerðu
það síðan að verkum að teymið fékk ný
lega leyfi til að hefja þessar rannsóknir á
sjúklingum snemma á næsta ári.
Færri fá en vilja
„Já, færri komast að en vilja,“ segir Arn
ar, spurður hvort auðvelt sé að fá fólk í
rannsóknina. „Í þessa fyrstu rannsókn
okkar, fasa 1, verða aðeins sex sjúklingar
valdir. Það er í raun aðeins verið að prófa
öryggi meðferðarinnar; að tryggja að það
verði engar aukaverkanir af meðferðinni
og að aðgerðirnar gangi eins og þær eiga
að gera,“ segir hann.
„Í næsta fasa verða teknir fleiri sjúk
lingar inn í rannsóknina og árangurinn
metinn með tilliti til sjúkdómseinkenna.“
Arnar segir að hægt sé að beisla stofn
frumur til að verða að því sem hver óskar
eftir. Þau blandi mismunandi sameind
um og vaxtarþáttum við stofnfrumurækt
svo úr þeim verði heilafrumur.
„Þær verða svo að dópamínmynd
andi frumum í miðheila, nákvæmlega
af þeirri tegund sem tapast í Parkin
son.“ Hægt sé að framleiða ótakmarkað
magn af stofnfrumum. „Þess vegna er
Arnar Ástráðsson heila- og taugaskurðlæknir hefur
nú starfað í aldarfjórðung erlendis. Hann er í rann-
sóknarteymi sem stefnir að því að lækna Parkinson
með frumuígræðslu með stofnfrumum úr sjúklingnum
sjálfum. Hér er hann í aðgerð á góðkynja heilaæxli.
Mynd/Andy McIlwrath
Frumkvöðull í réttindabaráttu sem fólk
þekkti sem Ásdísi Jennu en skipti um
kynskráningu og nafn síðasta æviár
sitt og var Blær Ástríkur. Hér að fá sér
espresso eftir velheppnaða seinni djúp-
kjarnaaðgerð í London 2017.