Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2023, Síða 35

Læknablaðið - 01.11.2023, Síða 35
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 519 Arnar með dætrum sínum Ástu Marie 14 ára og Agn- esi tíu ára við fermingu Ástu Marie í Kaupmannahöfn í vor. isfræði vegna þeirra en útiloka ekki að þetta liggi að einhverju leyti í erfðum. Ég ákvað þetta og fannst rétta leiðin.“ Fékk tækifæri í Harvard Arnar skrifaði Ole Isacson, sænskum prófessor við Harvard­háskóla, bréf árið 2005 og Ole bauð hann velkom­ inn í rannsóknarteymi sitt við Harvard Neuro regeneration Institute. „Ég var í fullu starfi hjá þeim í þrjú ár og hef verið viðloðandi stofnunina síðan,“ segir hann og lýsir því hvernig hann hafi komið beint inn í rannsókn þar sem sýnt var fram á að ígræddar heilafrumur lifðu áfram í sjúklingum. „Þessir sjúklingar voru þá nýlátnir og við gátum sýnt fram á að þeir höfðu haft bata og að heilafrumuígræðslan í þeim hafði enst í minnst 14 ár,“ lýsir hann og hvernig þessi tímamótarannsókn hafi verið birt í Nature. „Það var líka athyglisvert að engin skemmd var í frumunum. Meingerðin í Parkinson­sjúkdómnum hafði ekki ráðist á ígræddu frumurnar, sem þótti merki­ legt og mikilvægt að sýna fram á,“ segir Arnar. Rannsóknirnar héldu áfram og reynt hafi verið að lækna 30 apa af Parkinson. „Við gerðum það með því að græða í þá heilafrumur sem voru unnar úr stofn­ frumum. Árið 2015 tókst okkur í fyrsta skipti að lækna apa af Parkinson veikinni með ígræddum stofnfrumum (iPSC). Árið 2020 tókst okkur svo að lækna tvo apa í viðbót.“ Þessar niðurstöður gerðu það síðan að verkum að teymið fékk ný­ lega leyfi til að hefja þessar rannsóknir á sjúklingum snemma á næsta ári. Færri fá en vilja „Já, færri komast að en vilja,“ segir Arn­ ar, spurður hvort auðvelt sé að fá fólk í rannsóknina. „Í þessa fyrstu rannsókn okkar, fasa 1, verða aðeins sex sjúklingar valdir. Það er í raun aðeins verið að prófa öryggi meðferðarinnar; að tryggja að það verði engar aukaverkanir af meðferðinni og að aðgerðirnar gangi eins og þær eiga að gera,“ segir hann. „Í næsta fasa verða teknir fleiri sjúk­ lingar inn í rannsóknina og árangurinn metinn með tilliti til sjúkdómseinkenna.“ Arnar segir að hægt sé að beisla stofn­ frumur til að verða að því sem hver óskar eftir. Þau blandi mismunandi sameind­ um og vaxtarþáttum við stofnfrumurækt svo úr þeim verði heilafrumur. „Þær verða svo að dópamínmynd­ andi frumum í miðheila, nákvæmlega af þeirri tegund sem tapast í Parkin­ son.“ Hægt sé að framleiða ótakmarkað magn af stofnfrumum. „Þess vegna er Arnar Ástráðsson heila- og taugaskurðlæknir hefur nú starfað í aldarfjórðung erlendis. Hann er í rann- sóknarteymi sem stefnir að því að lækna Parkinson með frumuígræðslu með stofnfrumum úr sjúklingnum sjálfum. Hér er hann í aðgerð á góðkynja heilaæxli. Mynd/Andy McIlwrath Frumkvöðull í réttindabaráttu sem fólk þekkti sem Ásdísi Jennu en skipti um kynskráningu og nafn síðasta æviár sitt og var Blær Ástríkur. Hér að fá sér espresso eftir velheppnaða seinni djúp- kjarnaaðgerð í London 2017.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.