Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2023, Síða 51

Læknablaðið - 01.11.2023, Síða 51
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 535 Krister Blær Jónsson Dagur í lífi sérnámsgrunnslæknis Vakna 6:50, teygi mig yfir á náttborðið og slekk á vekjaraklukkunni. Kveiki á Rás 1 í sömu hreyfingu, Morgunvaktin. Snooza fram yfir morgunfréttir og stekk svo fram úr. Vigta kaffibaunir, skelli þeim í kvörnina og mæli vatnið í réttu hlutfalli (1g:16ml). Set svo nýmalaðar baunirnar í kaffivélina og kveiki. Örstutt sturta á meðan kaffið mallar. Drekk morgunboll­ ann og hlusta áfram á útvarpið, kem mér að lokum fyrir í hægindastól á meðan kærastan klárar að gera sig til. Leggjum saman af stað í Fossvoginn 7:40. Ég stekk út og hún heldur áleiðis á lögmannsstofuna. Tek lyftuna upp á 7. hæð, mér verður starsýnt út um lyftu­ gluggann og sé stigann hæðast að mér á meðan ég lyftist upp. „Tek hann kannski á morgun,” hugsa ég með mér. Fer í Landspítala­náttfötin, lyflækninga­ hvítur frá toppi til táar (í stíl við kloss­ ana), næli mér í kaffibolla og kem mér fyrir í Blásölum, klukkan er 8:03. Med­ isín. Fragtflutningaskip Landspítala. Hér er ég bara kandídat á plani. Kemst að því hvort að plan dagsins standist, fæ ég sama teymi og í gær? Jú, heppnin er með mér í dag. Labba niður á deild og finn höktandi sýndartölvu, kynni mér nýju sjúklingana og allt sem hefur gerst hjá þeim eldri. Geng stofugang, hringi konsúlt, fæ mér meira kaffi og panta blóðprufur. Há­ degismatur. Minn uppáhaldstími, hitti gamla bekkjarfélaga sem eru einnig að stíga sín fyrstu skref á kandídatsárinu. Hér deila allir sögum af hinum ýmsu deildum spítalans. Tölum um rafræn eyðublöð, áhugaverð tilfelli og mat dags­ ins. Erum ekki byrjuð að stunda ganga­ lækningar. LSH­Bistro fær misjafna einkunn og er þeim eiginleika gætt að matreiða kjúklingaleggi úr fjórum mis­ munandi kryddblöndum og nefna alla réttina eftir framandi löndum. Klára hádegismatinn, fylli á tómann kaffibollann og kem mér aftur upp á deild. Tek stigann núna, vil ekki sjást of oft í lyftunni. Næst þarf að huga að útskriftum dagsins, LSH hefur jú tekið við af BSÍ sem samgöngumiðstöð lands­ manna með daglegar áætlunarferðir á HVest, HSu, Landakot og SAk. Endur­ komutímar, lyfseðlar og bréf til sjúk­ lings – sérfræðigrein kandídatsins, allt þarf þetta að vera klárt. Vaktaskipti, segi gömlu bekkjarsystkini frá veikustu sjúk­ lingunum á deildinni, passa sérstaklega upp á góða yfirfærslu ábyrgðar, en losna ekki við þá tilfinningu að hér sé haltur að leiða blindan. Held heim, furða mig á ákvörðun Reykjavíkurborgar að loka ⅓ akreina Kringlumýrarbrautar í septem­ berbyrjun, traffíkin umlykur einkabílinn á meðan. Plan eftirmiðdagsins, golf. Nýjasta áhugamálið. Tók það upp eftir útskrift, ég átti þegar hjól og gönguskó. Þurfti því að velja um annaðhvort skíði eða golfkylfur og enginn var snjórinn í júní (þó meðalhitinn í Reykjavík hafi verið <10°C). Staldra ekki lengi við heima og stekk af stað í GKG að hitta félagana. Mætum aðeins fyrir rástímann til að hita upp. Höldum svo af stað, 9 holur framundan. Fáum það staðfest að sum­ arið á Íslandi sé enn á fullu flugi í sept­ ember, 7­10°C. Höggin eru síbreytileg og kúlan hvikul, enda undirritaður nýbyrj­ aður, líkt og á kandídatsárinu. Tölum ekki um læknisfræðina fyrr en á 7. holu. Held svo heim með einn fugl, par og nokkra skolla. Kvöldmaturinn er alveg að verða klár þegar ég kem heim, næ að hjálpa aðeins til og leggja á borð áður en maturinn er klár. Ég sé þá um kvöldmatinn næst, en við kærastan reynum að skiptast á. Kveikjum á kvöldfréttunum á meðan við borðum og tölum um daginn. Eftir mat­ inn tekur það helsta á streymisveitunum við. Oftast er þetta einn þáttur, stundum tveir. Kíki á skema morgundagsins fyr­ ir svefninn, hvað ætli bíði mín? Jú, nýtt teymi og ný deild en sami spítalinn. Velti því svo fyrir mér áður en ég sofna „verð­ ur það stiginn eða lyftan?” P.S. Gaman að fá svo útborgað mánað­ arlega. D A G U R Í L Í F I L Æ K N I S Mynd af mér á SGL-árinu, Barnaspítala Hringsins, í 5 daga skoðun. Með á mynd er Theodór Kári Alexandersson, birt með leyfi foreldra.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.