Mímir - 01.09.1968, Page 3

Mímir - 01.09.1968, Page 3
MÍ MIR BLAÐ FÉLAGS STÚDENTA í ÍSLENZKUM FRÆÐUM 13 7. árg. — 2. tbl. — Reykjavík — sept. — 1968 Ritnefnd: Gunnlaugur Ingólfsson Jón Hilmar Jónsson Sigurgeir Steingrímsson (ábm.) Prentsmiðja Jóns Helgasonar UM BLAÐIÐ Þrettánda tölublað Mímis lítur nú loks dagsins ljós. Margt veldur þeirri töf, sem orðið hefur á útkomu blaðsins að þessu sinni, en það er von okkar, að lesendur láti það ekki á sig fá. Af efni í blaðinu má nefna grein eftir Helga Þorláksson, sem er að mestu tekin úr ritgerð hans til B.A. prófs í sagnfræði s. 1. vor. Nefnist greinin „Kaupmenn í þjónustu konungs.” Þá ritar Bjarni Olafsson um mannfall í harðindunum 1751 — 1758, og grein er í blaðinu eftir Kristin Jóhannesson, sem heitir „Laxness, Tao og Temúdjín.'' Efnisyfirlit yfir Mími, 1.—7. árgang, fylgir þessu blaði. Einar G. Pétursson tók saman, og kann ritnefnd honum alúðarþakkir fyrir ágætt og þarft verk. Er ekki að efa, að efnisyfirlit þetta á eftir að koma mörgum lesanda Mímis í góðar þarfir. Að lokum þakkar ritnefnd starfsmönnum Prentsmiðju Jóns Helgasonar, svo og fyrirtækjum þeim, er auglýsa í blaðinu og styrkja það með fjárframlögum. 3

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.