Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 3

Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 3
MÍ MIR BLAÐ FÉLAGS STÚDENTA í ÍSLENZKUM FRÆÐUM 13 7. árg. — 2. tbl. — Reykjavík — sept. — 1968 Ritnefnd: Gunnlaugur Ingólfsson Jón Hilmar Jónsson Sigurgeir Steingrímsson (ábm.) Prentsmiðja Jóns Helgasonar UM BLAÐIÐ Þrettánda tölublað Mímis lítur nú loks dagsins ljós. Margt veldur þeirri töf, sem orðið hefur á útkomu blaðsins að þessu sinni, en það er von okkar, að lesendur láti það ekki á sig fá. Af efni í blaðinu má nefna grein eftir Helga Þorláksson, sem er að mestu tekin úr ritgerð hans til B.A. prófs í sagnfræði s. 1. vor. Nefnist greinin „Kaupmenn í þjónustu konungs.” Þá ritar Bjarni Olafsson um mannfall í harðindunum 1751 — 1758, og grein er í blaðinu eftir Kristin Jóhannesson, sem heitir „Laxness, Tao og Temúdjín.'' Efnisyfirlit yfir Mími, 1.—7. árgang, fylgir þessu blaði. Einar G. Pétursson tók saman, og kann ritnefnd honum alúðarþakkir fyrir ágætt og þarft verk. Er ekki að efa, að efnisyfirlit þetta á eftir að koma mörgum lesanda Mímis í góðar þarfir. Að lokum þakkar ritnefnd starfsmönnum Prentsmiðju Jóns Helgasonar, svo og fyrirtækjum þeim, er auglýsa í blaðinu og styrkja það með fjárframlögum. 3

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.