Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 5
HELGI ÞORLÁKSSON:
KAUPMENN í ÞJÓNUSTU KONUNGS
Norskir kaupmenn hér á landi á þjóðveldisöld
voru hinir hörðustu í horn að taka alla jafn-
an og var ekki gjarnt að gefa hlut sinn. Þetta
sannast 1218, er þeir vega Orm Jónsson. Upp
úr 1220 fer framkoma þeirra að breytast, að
því er virðist um það leyti, er áhrifa Hákonar
Hákonarsonar fer að gæta í Noregi og er ekki
getið árekstra kaupmanna og höfðingja næstu
þrjátíu og fimm ár. Kaupmenn reyna að gæta
hlutleysis og afla sér vinsælda í stað þess að
koma fram af hörku. Skagi hvíti Austmaður
með Sturlu Sighvatssyni skýtur þannig af boga
sínum á Vatnsfirðinga árið 1232, að allt geigar,
og ekkert gagn varð að skotum Jósteins glennu
Austmanns, er var með Þorleifi í Görðum í
Bæjarbardaga 1237, er þeir börðust Þorleifur og
Sturla Sighvatsson. Skagi hvíti og Jósteinn
glenna koma ekki fram eins og Austmenn, sem
berjast fram í rauðan dauðann með höfðingja
sínum eða húsbónda íslenzkum gegn öðrum ís-
lenzkum höfðingja eins og áður hafði tíðkazt
og næg dæmi eru um. Þeir eru farnir að hegða
sér eins og konungur hefði gert í þeirra sporum,
þeir eru fulltrúar konungs og hans menn fyrst
og fremst. Islendingar virðast einnig vera farnir
að líta á kaupmenn sem hlutlausa aðila. I
Sauðafellsför 1229 voru allir meira og minna
limlestir, „en Sveinn prestr, Eyvindur brattr,
Kristrún farkona, Helga Asbjarnardóttir og
Oddný váru lítt sár" (Isl.s. 329). Var þá mjög
hart sótt að Sveini og tilviljun, að hann var ekki
veginn (Isl.s. 326—7). Mætti halda, að Eyvind-
ur brattur hafi verið í felum, en svo var ekki.
Honum hefur verið hlíft að mesm, og er það at-
hyglisvert í svo miskunnarlausri árás, þar sem
konum var ekki einu sinni hlíft. I bardaganum
í Geldingaholti 1255 var Þórir totmr, norskur
stýrimaður. Hann var nýkvæntur Herdísi bróð-
urdóttur Gissurar Þorvaldssonar. Var Þórir með
Oddi Þórarinssyni í Geldingaholti gegn óvinum
Gissurar, Hrafni Oddssyni og Eyjólfi ofsa. Þórir
barðist vasklega, en skamma smnd, og er þess
ekki getið, að hann særði neinn. „Þórir komst í
kirkju", segir Isl.s. (514) og bætir við: „Eigi
þykkjast menn þat séð hafa, hverju faraldi hann
komst í kirkju" (þ. e. með hvaða hætti). Er
líklegt, að menn Eyjólfs hafi hleypt Þóri í
kirkju, því að þeir drápu umsvifalaust aðra, sem
reyndu hið sama. Virðist Þórir njóta hér sér-
stöðu, sem hann hefur skapað sér eins og fleiri
landar hans ur kaupmannastétt. Það var eftir
vonum, að konungur notaði kaupmenn sem er-
indreka sína. Fjórir þeirra a. m. k. koma fram
sem launaðir erindrekar konungs, en stunda þó
kaupmennsku engu að síður.
Helzmr kaupmanna í þjónustu konungs er
Eyvindur bratmr Eyvindsson, stýrimaður og
hirðmaður. Þ.s. skarða getur þess, að hann væri
hér 1252 og segir um hann (122): „Eyvindr var
hirðmaðr Hákonar konungs. Var hann gamall
maðr ok óskyggn ok vinr Smrlunga, en óvinr
Gizurar". Eyvinds er fyrst getið hér á landi ár-
ið 1229 að Sauðafelli hjá Sturlu. Þarf ekki að
velkjast í vafa um, að hann hefur látið ýmis fög-
5