Mímir - 01.09.1968, Side 7
Fiatatungu í Skagafirði, þar sem hann var norsk-
ur kaupmaður og vænta hefði mátt að væri á
Keldum á Rangárvöllum á sama tíma. Sættin,
sem þarna var gerð, gæti bent til þess, að Ólaf-
ur hafi lagt orð í belg, enda er ekki ólíklegt, að
það hafi verið tilgangur hans, fyrst hann var
þarna kominn. Niðurstaðan varð sú, að Magnús
biskup skyldi gera um öll mál Kolbeins og
Sighvats, en hann hafði komið út tveimur ár-
um áður með utanstefnur til Þorvalds Gissurar-
sonar, Sighvats og Sturlu. Virðist hann frá þeim
tíma til dauðadags vera eindreginn erindreki
erkibiskups, sem hins vegar rak erindi konungs
hér á landi (smbr. um Magnús ísl.s. 396). Aldrei
varð þó af gerð biskups, því að Sighvatur kom
ekki til að heyra dóm hans, sem ekki er undmn-
arefni.*
Tekið var fram, að Ólafur hafi verið í sinni
fyrsm ferð, er fundurinn var í Flatatungu. Það
má túlka svo, að hann hafi oftar komið út hing-
að. Þó er aðeins vitað um eitt annað skipti fyrir
dauða Sturlu Þórðarsonar (1284) höfundar Isl.s.
Það var árið 1239, en þá bjó Ólafur af Steini
skip sitt til hafs fyrir norðan land. Þetta var
sama sumar og Snorri kom út í óleyfi. Sama
sumar komu og út Sigvarður og Bótólfur í fyrsta
skipti a. m. k. sem biskupar. Ólafur braut skip
sitt og var hér því veturinn 1239—40 og e. t. v.
lengur (Isl.s. 445—6). Hefur hann eflaust haft
margt að sýsla, því að mikið stóð til á þessum
tíma og mörgu þurfti að koma í kring.
Þórir totmr hét stýrimaður, Austmaður. Hans
er fyrst getið árið 1246, eftir Haugsnesbardaga.
Fór Gissur Þorvaldsson þá norður og mættust
herir þeirra Þórðar kakala. „Eftir þat tókust
meðalferðir ok fóru þeir á milli Þórir tottr Arn-
þórsson, — hann hafði skip á Eyrum ok var
með Ghuri —, margir menn fóru aðrir á milli,
ok varð saman komit sættum með því, at Hákon
konungr skyldi gera með þeim við þá menn,
sem hann vildi við hafa. Skyldi þeir fara utan
um sumarit báðir, Þórðr ok Gizurr. Sóru tólf
# Þess ber að geta, að Kálfur og sonur hans voru
vígðir menn.
menn sátt þessa ór hváru tveggja ríkinu ok at
halda þessa sætt, en þeir fundust ekki sjálfir,
Gizurr ok Þórðr" (Þ.s. kak. 81). Hákon kon-
ungur felldi úrskurð sinn um mál þetta árið
eftir 1247 með ráðum Vilhjálms kardinála um-
boðsmanns páfa. Hákon konungur hafði vorið
1244 fengið vinsamlegt bréf frá páfa. Árið 1245
fór Hákon að hreyfa því máli, að kardináli
kæmi af hendi páfa að vígja hann (Hák.s. 319
—20). Sætt sú, er Þórir totmr og fleiri gerðu
1246 var á þá leið, að „Hákon konungr skyldi
gera með þeim við þá menn, sem hann vildi
við hafa". Það virðist því sem svo, að Hákon
konungur hafi viljað láta væntanlegan kardi-
nála dæma í máli þeirra Gissurar og Þórðar, og
þess vegna sent Þóri tott til að koma þeim utan.
Þetta sýnir, hvers Hákon var megnugur með
aðstoð kaupmanna. Að vísu voru þeir hand-
gengnir menn Þórður og Gissur, en þeir töluð-
ust ekki við, svo að Þórir varð að koma þessu
fram upp á eigin spýtur með því að fá menn
úr báðum flokkum til aðstoðar og ganga á milli.
Það átti eftir að reynast sterkur leikur hjá kon-
ungi að láta kardinála dæma í máli þeirra Giss-
urar og Þórðar, því að þar með hafði verið
fenginn páfalegur úrskurður, sem var alveg í
anda stefnu konungs.
Næst er Þóris getið í brúðkaupinu á Flugu-
mýri 1253 og nýmr þar virðingar af hálfu Giss-
urar (ísl.s. 482). Ekki er þess getið, að Þórir
lenti í neinum háska í brennunni, hefur senni-
lega verið farinn áður. Sjálfur er hann í öðru
brúðkaupi árið eftir sínu eigin og Herdísar Ein-
arsdóttur, bróðurdótmr Gissurar. Þar var Brand-
ur Jónsson „ok margt annarra góðra manna ok
göfugra, bæði norrænir menn og íslcnzkir" (Isl.
s. 505). Ekki er þess getið, hvaða göfugu Aust-
menn það voru.
Fyrst verið er að ræða um brúðkaup Þóris
totts er ekki úr vegi að minnast á Olaf tott, sem
veldur heilabromm. Hann á það sammerkt með
Austmönnum almennt, að uppruni hans er alveg
ókunnur. Hann hefur verið í liði Gissurar í Ör-
lygsstaðabardaga, en er ekki getið að öðru þar
en því, að hann kastaði skildi yfir Sturlu Sig-
7