Mímir - 01.09.1968, Qupperneq 16

Mímir - 01.09.1968, Qupperneq 16
fæðast það ár. Ölfusvatnsannáll minnist enn á mikla kvefsótt, sem gangi víða um land.“° Sauð- lauksdalsannáll segir, að landfarsótt hafi gengið um landið og margt fólk látizt.21 Hannes Finns- son minnist á mikið fiskleysi.22 Arið 1756 hækkar dánarhlutfall snögglega og verður 44,6%o. Harðindin voru þá að ná há- marki sínu og þá einkum á Norðurlandi. Ærla hefði mátt, að afleiðinga Kotlugossins hefði gætt verulega í mannfalli, en meir stingur þó í augu, hve dánartala er langtum hærri en fæð- ingartala í Hólastifti. Ekki er þó getið um nein- ar sóttir þetta ár, en hungur var almennt og ör- tröð af flakki. Jón Benediktsson, sýslumaður í Þingeyjarsýslu, segir í bréfi til stiftamtmanns 23. sept. 1756, að síðast liðinn vetur og vor hafi um 100 manns fallið þar af hungri og eymd og á hverjum degi bætist nokkrir við þá tölu.23 Höskuldsstaðaannáll segir, að þá hafi verið aflaleysi á Suðurnesjum „og þar af rísandi fólks- fellir".24 Bjarni Halldórsson sýslumaður segir í bréfi 22. sept. 1756, að í Húnavatnssýslu hafi dáið um 70 manns af hungri um veturinn og vorið.25 Björn Markússon, sýshunaður í Skaga- fjarðarsýslu, nefnir engar tölur, en segir í bréfi 24. sept. 1756: ... den næstafvigte Vinter og Foraar har til Grunde pdelagt og piint Livet af mangfoldige Mennisker.. .2G Jón Árnason, sýslumaður í Snæfellsnessýslu, segir í bréfi 8. júlí 1756, að 30 til 40 manns í þeirri sýslu hafi látizt þá um veturinn og vorið af kulda, eymd og sulti.27 Árið 1757 hækkar dánartala enn og er nú 50,6%o. Mannfall er enn mest í Hólastifti (1102 dauðir móti 189 fæddum). Þórarinn Jónsson, sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu, segir í bréfi 16. júlí 1757, að ekki sé unnt að segja með vissu, hve margir hafi dáið þar af hungri og skorti á því ári, en þeir séu margir og fjöldi þeirra muni aukast, því að allt matarkyns sé löngu uppurið og ekki sé von neinna nýrra bjargráða til sjós eða lands.28 Ekki er getið um farsóttir í Hólastifti, en aft- ur á móti talar Ölfusvatnsannáll um landfar- sótt,20 og Grímsstaðaannáll minnist á, að fólk falli úr harðrétti og megurð.30 Erlendur Ólafsson, sýslumaður í Isafjarðar- sýslu, segir í bréfi 5. sept. 1757, að vegna lang- varandi ótíðar og aflaleysis allan veturinn hafi margt fólk dáið úr hungri,31 og Jón Árnason, sýslumaður í Snæfellsnessýslu, segir í bréfi 20. sept. 1757, að síðast liðinn vetur og vor og til þess dags hafi um hálft fjórða hundrað manna fallið af hungursneyð.32 Lýður Guðmundsson, sýslumaður í Vestur-Skaftafellssýslu, segir í bréfi 15. júlí 1757, að vegna aflaleysis og harðinda hafi 50 manns látið lífið í sýslunni og líklega muni fleiri falla.33 Árið 1758 verður mannfall mest í þessum harðindum, og dánarhlutfall verður 78,l%o. Nú snýst við hlutfall á milli landshluta, og lang- flestir deyja nú í Skálholtsstifti, eða 3234, en 345 í Hólastifti. Er þetta nokkuð einkennilegt, því að ekki er að ráði getið um sóttir á Suður- landi né annars staðar í stiftinu þetta ár (sjá þó Ölfusvatnsannál31), en aftur minnzt á mann- skæða sótt í Eyjafirði og Skagafirði.35 Að vísu segir Ketilsstaðaannáll, að fólk hafi dáið úr hungri í Vestmannaeyjum,36 en ekki hefði það þó átt að auka dánarhlutfall svo mjög. Fiskleysi hefur þó verið þetta ár, og verður Jóni Árna- syni, sýslumanni í Snæfellsnessýslu, tíðrætt um það í bréfi til stiftamtmanns 24. sept. 1758 og í bréfi til konungs 23. sept. sama ár, en þar tel- ur hann það meginorsök mannfalls og segir, að síðasta hálft annað ár hafi fallið í sýslunni um 400 manna.37 Árið 1758 mátti heita góð- æri, og kemur svo há dánartala nokkuð á óvart. í Mannfækkun af hallærum gerir Hannes Finns- son almenna athugasemd, sem nokkuð mætti skýra þetta: ... hvprgi og aldrei deyr fleira fólk i Hardinda tíd, enn vid sió, þegar nýfarit er at fiskaz, eptir láng- varandi fiskileysi, því þá getr eigi solltinn magi tamit lyst sína eptir veikum melltíngarkrpptum.28 Þarna má ef til vill finna skýringu á hárri dánartölu sunnanlands og vestan, þar sem fjöldi fólks var í þurrabúðum, bæði á Snæfellsnesi og 16

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.