Mímir - 01.09.1968, Side 26

Mímir - 01.09.1968, Side 26
inn. Þessar upplýsingar getum við svo notað til þess að krydda réttinn, ef okkur sýnist svo. Annars er Lao-tse talinn fæddur 604 f. Kr. Faðir hans var bóndi í þorpinu Koh-jen (þjak- aður mannkærleiki) í sveitinni Le (hræðileiki) í héraðinu Koo (biturleiki) í ríkinu Tsau (þján- ing). Eftir því, sem næst verður komizt, munu þessi nöfn hafa átt stað einhversstaðar norð- arlega í Kiangsu í grennd Jangtse fljótsins. Nafnið Lao-tse var ekki upprunalegt nafn hans, heldur heiðurstitill og merkir gamli meistarinn eða eitthvað í líkingu við það. Ættarnafn Lao- tse var hinsvegar Li (plómutré) og fornafnið E’r (eyra). Lao-tse varð síðan bókavörður við keisara- hirðina í Loyang. Sagt er, að hann hafi á efri árum sínum farið úr landi vegna vaxandi upp- lausnar innan ríkisins, en á leið sinni út ur land- inu hafi hann gist hjá tollverðinum Yin Hsi, og hafi sá góði maður fengið hann til þess að rita niður kjarnann úr kenningu hans, 5000 kín- versk tákn, Tao-teh-king. Sagan um það, hvernig Tao-teh-king varð til, er að öllum líkindum ein af fjölmörgum þjóð- sögum utanum líf og starf meistarans mikla. Tii eru jafnvel þeir, sem halda því fram, að Lao-tse hafi ekki skrifað Tao-teh-king, eða að minnsta kosti mikið af bókinni sé síðari tíma viðbót. Það sjónarmið er einkum rökstutt með því, að bygging taóismans sé á ýmsan hátt and- svar gegn uppbyggilegum siðfræðikenningum Konfúsismans, en Kong-fú-tse var heldur yngri en Lao-tse, fæddur 552 f. Kr. Telja sumir, að hluti bókarinnar sé jafnvel ekki ritaður fyrr en á 3. öld f. Kr., enda verður taóisminn ekki að trúarhreyfingu, formlega séð, fyrr en þá. Ýmsir þekktir fræðimenn hafa þó borið þetta til baka með gildum rökum. T. d. telja þeir James Legge og Karl Ludvig Reichelt báðir, að bókin sé að langmestum hluta upprunaleg og lítið sé um síðari tíma áhrif. Benda þeir og á, að í ýmsum kínverskum verkum frá litlu yngri tímum en Lao-tse er vitnað í Tao-teh-king. Tao-teh-king, Bókin um veginn eða Bókin um dyggðina og veginn, er 81 kapítuli að lengd. 26 Fyrstu 37 kaflarnir eru tilraun til þess að skil- greina Tao. Næstu 44 kaflarnir eru um Tao í áhrifum sínum = teh, sem sumir þýða með orð- inu dyggð. Maður, sem öðlazt hefur Tao og lifir í því, öðlast einnig ávöxt Taolífsins, teh. Hann nær frelsi og hamingju. Norski fræðimaðurinn Karl Ludvig Reichelt þýðir þetta með „Taos særpreg". í þýðingu Jakobs Smára og Yngva Jóhannes- sona er þetta nefnt dyggð eða hin æðstu gæði og Sören Sörenson nefnir þetta dyggð. Einsog mörg rit austurlenzkrar trúar- og heimspeki er Bókin um veginn mjög óljós og torskilin. Við verðum einnig að hafa það í huga, að erfitt er að leggja út af kínversku táknunum. Reichelt nefnir til dæmis fyrstu setninguna í 50. kapítula. Sú setning er aðeins 4 kínversk tákn. Fyrsta táknið merkir „að fara inn", annað merk- ir „lífið", þriðja „að fara til baka", fjórða „dauð- inn". Reichelt þýðir þetta þannig: „Menneskene trer ut gjennom livet, og gár igjen tilbake gjennom dpden."1 James Legge þýðir þannig: „Men come forth and live; they enter (again) and die."2 Yngvi og Jakob þýða þannig: „Menn koma út í lífið og fara aftur inn í dauðann."3 Sören Sörenson þýðir þannig: „Menn fara út úr lífinu og hverfa inn í dauðann."1 Það er því sízt að furða, þó að Tao-teh-king sé þýtt og skilið á ýmsan veg, og sé og verði alltaf bitbein fræðimanna um þessi mál. Til skýringar á margræðni taósins skulum við grípa niður í greinina Þessi hlutur — eða tónlist af streingjum, ferðaminning Laxness frá Kína. Yeh rithöfundur les það sem skrifað stendur, kímir við og lætur sér fátt um finnast; þetta er blá- skært Tao, segir hann, útleggur síðan: Fáirðu skemt þér við þenna hlut (sem hér er nú), þarftu ekki f,'n- list af streingjum iútunnar. Já það þarf sannarlega ekki að gera því á fæturna hvar þessi texti eigi heima. Mér er sérstök hugfró að rekast loksins á spakmæli úr Taó á réttum stað. Og einsog stundum áður veit ég ekki fyren tilbrigðin eru farin að hljóma gegnum frumstefið; frumstefið um tilbrigðin: Ef þú unir við þenna hlut, þá er tónlist af streingj- um lútunnar góð viðbót; en ekki heldur meira.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.