Mímir - 01.09.1968, Side 28
teh-ching, and I think that, even if this book is the
best known, most widely read and perhaps the only
Chinese book really beloved in the West, its maxims
have imprinted themselves upon our minds more
in the way of deep and simple poetry than as a
manual of ethics.8
IV.
Þá er komið að samanburði sögunnar Temúdjín
snýr heim og Bókarinnar um veginn. Sagan
birtist í Tímariti Máls og menningar 1941 og
auk nafns síns ber hún þessa yfirskrift: „SMÁ-
SAGA. (Saman sett upp úr gömlum bókum)."
Sagan er stað- og dagsett með eftirskrift þannig:
„(Laugarvatni, á páskum 1941)." Sagan fjallar
um hirðingjann Temúdjín (Djengis-khan), sem
leggur helming veraldarinnar undir sig með báli
og brandi. Þegar hirðinginn ætlar yfir Himalaja-
fjöll, hleypur dýr af skógi og mælir til njósn-
armanna hans þessum orðum: „Segið drottni
yðar að nú sé mál að snúa heim." Temúdjín fór
þá að íhuga aðra hluti en hervirki og lét kalla
fyrir sig hina vitrustu menn. Að endingu lét
hann sækja kínverska spekinginn Sing-Sing-Hó
(Chu Chang Chun), sem „hafði nú árum sam-
an dvalizt með lærisveinum sínum í hellisskúta
Gesturinn leit fjarlendum öldungsaugum sínum á
drottin heimsins, brosti og mælti:
„Sá sem er ekki sterkur mun lifa lengi".
„Sá sem dvelst með hinu Eina líður ekki undir
lok,” sagði meistarinn Sing-Sing-Hó.
„HiS Eina streymir burt og fjarlægist. Og úr fjar-
lægðinni nálgast það aftur. Það elur önn fyrir öllu,
en hirðir ekki um að vera kallað drottinn. Allt sem
lifir hvílir á því. Aliir hlutir lúta því."
„Það er til vinstri handar," sagði meistarinn. „En
það er einnig til hægri handar."
„Það er eins og vatn," sagði meistarinn.
Meistarinn svaraði: „Hið Eina er ekki bjart að
ofan og það er ekki heldur myrkt í djúpinu. En það
leitar til þeirra staða sem liggja lágt."
í fjöllum Sjan-Tungs, og beðizt undan orðræð-
um við sendimenn konunga, því hugur hans var
bundinn hinu Eina." Spekingurinn brá við, fór
á fund hirðingjans og átti við hann orðræður.
Síðan skildi með þeim. Hirðinginn dó á leið
sinni heim, en spekingurinn hvarf aftur austur
til fjalla Sjan-Tungs.
I framangreindri tilvitnun segist Halldór
Laxness hafa kynnzt Bókinni um veginn sextán
ára að aldri. Þar sem Laxness er fæddur 1902,
en fyrri þýðing bókarinnar á íslenzku kom ekki
út fyrr en 1921, hlýmr hann að hafa lesið hana
á framandi tungu, og skal ekki leitt gemm að
því hér, hvaða útgáfa það hefur verið. En Ijóst
er, að í sögunni um Temúdjín hefur hann notað
þýðingu þeirra Jakobs Smára og Yngva Jóhann-
essona, sem út kom í Reykjavík 1921, enda þótt
hann hafi lagað ýmsar setningar til og jafnvel
þýtt að nýju, samanber orð hans um hjólnafar-
setninguna: „(þýðing undirritaðs í Temúdjín-
sögunni)". Eftirfarandi samanburður er því
byggður á beinum andsvörum spekingsins við
spurningum hirðingjans í sögunni Temúdjín
snýr heim, Tímarit Máls og menningar 1941,
og tilsvarandi setningum úr Bókinni um veginn,
Rvík 1921, merktum kafla- og greinanúmeri.
LXXVI,2: Þannig eru stirðleiki og styrkur boðberar
dauðans, en mýkt og veikleiki félagar lífsins.
XVI,2: Sá, sem dvelur með Alvaldinu, liður ekki
undir lok; þó að likaminn leysist sundur, er engin
hætta á ferðum.
XXV,3: Það streymir burt og fjarlægist, og úr fjar-
Iægðinni nálgast það aftur.
XXXIV,2: Alt, sem lifir, hvilir á því. Það varðveitir
alt, og allir hlutir lúta því.---------Ástríkt elur
það önn fyrir öllu, en hirðir ekki um að vera kallað
drottinn.
XXXIV,1: Það er til vinstri handar, og það er einn-
ig á hægri hönd.
VIII,1: Hin æðsta dygð er eins og vatnið.
XIV,2: Það er ekki ljóst að ofan, ekki myrkt að neð-
an.
VIII,1: Án baráttu sezt það þar að, sem auvirðileg-
ast þykir.
28