Mímir - 01.09.1968, Síða 30
V.
Af þessum samanburði sjáum við, að Laxness
reynir að draga fram þann þátt taóismans, að
þögnin, lítillætið, jákvæð hjáseta leiði til góðs.
Hin innhverfa ögun og kyrrleiki smðlar að
æðsta jafnvægi, sem verður öllum til blessunar.
Þessi niðurstaða kemur því varla heim við rit-
dóminn um síðari þýðingu Bókarinnar um veg-
inn, þar sem hann tekur upp ummæli Lin Jút-
angs um „old-roguish wisdom", kæringarlaus-
an rónahátt og ruglandi og eyðandi efasemdar-
stefnu.
Þegar Laxness vitnar í Lin Jútang sem
hæstarétt um kínverska speki, ber þess að gæta,
að Lin Jútang var Konfúsíusarsinni, þegar hann
ritaði þessi orð, — og sem slíkur andvígur taó-
isma. Þannig eru því orð hans villandi. Það
breytir þó engu um afstöðu Laxness og undir
þá afstöðu strikar Þórbergur Þórðarson í grein-
inni Rangsnúin mannúð, Tímarit Máls og menn-
ingar 1964, en sú grein er svar við Skáldatíma.
Þar segir svo meðal annars:
Eg býst við, að það hafi farið líkt fyrir Halldóri
og mér og öðrum dýrkendum taós hér á landi, að
Bókin um veginn hafi fremur verið honum skemmti-
pési en lærdómskver til undirbúnings að heilagri
konfirmasjón fyrir altari taós, og þvi fremur hef ég
ástæðu til að bera hann þeim grun, að hann virtist
vera sammála þeirri kenningu kínversk-ameríska rit-
höfundarins Lin Yu Tang, að Bókin um veginn
væri rónasmíði og eiginlega skemmdarverk við þjóð-
félagið, og fannst mér Halldór fagna þessum upp-
lýsingum. Reis af þessu lítils háttar þráttan milli
okkar eitt kvöld í Unuhúsi.
En það verður ekki af Halldóri haft, að hann hef-
ur hagnýtt sér taó til að flikka upp á sumar persónur
sínar í nokkrum skáldritum sínum, eins og Peter
Hallberg hefur gefið sér tíma til að hugleiða í ritgerð
sinni: Litla bókin um sálina.
Þessi beiting Halldórs á taó fær oftast það útfall
að ýkja nokkuð þá hjartamenningu, sem hér hafði
þróazt um aldaraðir, en reynzt hefur, því miður, oft
endingarlítil, þegar þetta fólk hefur komizt í kynni
við peningaþefinn á mölinni.11
Hver er þá skoðun Laxness á taói? Hvaða á-
hrif hefur það haft á verk hans? Þórbergur segir
að hann hafi hagnýtt sér taó til þess að „flikka"
30
upp á siunar persónur sínar. Ög Peter Hallberg
bendir á ýmis taómerki víða í verkum Laxness
í grein sinni Litla bókin um sálina og Halldór
Laxness í Tímariti Máls og menningar 1962.
Þegar við gaumgæfum þessi taómerki sjáum
við, að þau eru ekki „old-roguish wisdom".
Þvert á móti stefna þau öll að sama skilningi á
taói og fram kemur í sögunni um Temúdjín.
Eg álít því, að samstaða Laxness með Lin
Jútang sé fjarri því að vera einlæg, og taka beri
því meira mark á orðunum um draum „sveita-
sælunnar, sem ævinlega hefur verið einn sterk-
astur þátmr og töfrafyllstur í lífi, list og bók-
mennmm Kína."
Við skulum því til sönnunar grípa niður í
önnur verk skáldsins.
I blaðagrein 1944 um fiskveiðar við Island
segir hann svo um gamlan, íslenzkan sjómann:
Látlausri, hlédrægari og góðviljaðri öðiing þekkti
ég ekki. Allt sem kom náiægt honum lifði. Af tali
um hversdagslegustu hluti við hann skildist manni
betur orðið taó, alvaldið, sem vinnur án erfiðismuna
og hættu, kemur öllu til þroska, sigrar án hetju-
skapar og er voldugt án frægðar.12
I fyrrnefndri grein um bækur í Alþýðubók-
inni segir Laxness svo um ömmu sína:
Eg hefi mörgum kynst, sem kapp hafa lagt á bók-
vísi, en þeir hafa oftast verið fremur mannúðarlitlir
í hugsjónum og nokkuð ofstopasamir hið innra með
sér, en snauðir að þeirri menningu hjartans, sem hún
amma mín var gædd og lýsti sér í gamansemi, elju,
afskiftaleysi í trúmálum, jafnaðargeði í sorgum,
kurteisi við bágstadda, hugulsemi við ferðamenn,
óbeit á leikaraskap, góðsemi við skepnur.13
I ieikritinu Dúfnaveislunni lætur Laxness
pressarann segja:
En vinna sitt lítilfjörlega verk eftir getu í horni
þar sem ekki er hávaði og einginn tekur eftir manni,
það er mitt rórill kona, og það veistu; og hafa fyrir
soðníngu og kartöflum. —14
í þessum tilvitnunum birtist íslenzka almúga-
fólkið, eða að minnsta kosti sá þáttur þess, sem