Mímir - 01.09.1968, Síða 31

Mímir - 01.09.1968, Síða 31
skáldið hefur upphafið, einkum á síðari árum; róleiki og afskiptaleysi sveitakarlsins eða sjó- mannsins, sem dútlar við sinn eigin heim. Og þessi þáttur kemur algjörlega heim við hina já- kvæðu stefnu taósins. Þegar Laxness birtir greinina Þessi hlutur — eða tónlist af streingjum í safnritinu Gjörninga- bók 1959, þá raunar undir nafninu Þessir hlutir — eða tónlist af streingjum, valdi hann henni einkunnarorð úr Brekkukotsannál. „Ég held nú að þann saung sem við heyrum ekki hér í Brekkukoti sækjum við ekki niðrá Austurvöll, skepnan mín." Það er eftirtektarvert, að Brekku- kotsannáll er sú bók höfundar, sem líklega er hvað ríkust af hinu íslenzka taói. I 19- kafla bókarinnar standa þessi orð: Þessir mornar þegar við vorum að vitja um hrokkelsin á Skerjafirði, og þeir voru í raun og veru allir einn og sami morguninn: altíeinu eru þeir liðnir. Stjörnur þeirra eru fölnaðar; kínversku bók- inni þinni lokað.15 Þegar ídyllskur heimur Álfgríms hættir að vera til, er hann kominn úr hinu taóska jafn- vægi. Á betri hátt gat Laxness varla undirstrik- að taóveröldina í Brekkukoti. Að lokum skulum við til gamans grípa aftur niður í greinina Þessi hlutur — eða tónlist af streingjum, þar sem Laxness segist meðal ann- ars hafa verið taóisti mestan hluta ævinnar. Þar lýsir hann heimsókn í musteri taóklerka. Þar þrumdi á stalli fagurskrýddur tréöldungur, kríngum tveggja mannhæða hár, og horfði ábúðar- mikill í átt til mín. Eg spurði hvað manna það væri. Taópresturinn svarar: Þetta er meistarinn Síng Síng Hó sem Djengis-Khan kallaði til sín yfir eyðimörkina Góbí og gerði að ráðamanni sínum. Svo hann var þá sumsé til, spurði ég. Vissulega, sagði taómunkurinn, — og hvílir fyrir framan þetta altari. Þér standið á gröf hans.16 Tilvitnanir: 1 Karl Ludvig Reichelt: Laotse, Oslo 1948, bls. 88. 2 James Legge: Sacred Books of the East, Vol. XXXIX, Oxford 1891, bls. 92. 3 Lao-Tse: Bókin um veginn, þýð. Yngvi Jóhannes- son og Jakob Jóhannesson Smári, Rvík 1921, bis. 44. 4 Lao Tze: Tao Teh King eða Bókin um dyggðina og veginn, þýð. S. Sörenson, Rvík 1942, bls. 54. 5 Tímarit Máls og menningar, 1958, bls. 12—-13. 0 Halldór Kiljan Laxness: Alþýðubókin, Rvík 1929, bls. 30—35. (í síðari útg. er orðalagi örlítið breytt. Samkv. útg. 1955 er fyrsta setningin þannig: „Þá er að lokum ein sú bók, er ég met mest allra bóka um sálina, þótt ég skilji fæst sem í henni stendur, en það er litla bókin eftir gamla manninn." Niðurlagið er þannig: „Á þennan hátt er til orðin merkilegasta bók sem nokkru sinni hefur verið rituð í heiminum. Bókin um Veginn." 7 Tímarit Máls og menningar, 1942, bls. 281— 283. 8 Halldór Kiljan Laxness: Gjörníngabók, Rvik 1959, bls. 191—192. 9 Tímarit Máls og menningar, 1941; Temúdjín snýr heim. Bls. 23—40. 10 Lao-Tse: Bókin um veginn, þýð. Yngvi Jóhann- esson og Jakob Jóhannesson Smári, Rvík 1921. 11 Tímarit Máls og menningar, 1964, bls. 157. 12 Þjóðviljinn, 1944, 27. jan., bls. 3. 13 Halldór Kiljan Laxness: Alþýðubókin, Rvík 1929, bls. 9- 14 Halldór Laxness: Dúfnaveislan, Rvík 1966, bls. 15. 15 Halldór Kiljan Laxness: Brekkukotsannáll, Rvík 1957, bls. 133. 10 Tímarit Máls og menningar, 1958, bls. 18. 31

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.