Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 32
JÓN G. FRIÐJÓNSSON:
HUGLEIÐINGAR UM VÍSNABÓK
GUÐBRANDS BISKUPS ÞORLÁKSSONAR
Bókaútgáfa Guðbrands biskups Þorlákssonar
mun vafalaust halda nafni hans lengst á loft,
þó að hann léti og mjög að sér kveða á öðrum
sviðum. Meginmarkmið Guðbrands með bóka-
útgáfu sinni var að uppræta hinn forna sið og
efla hinn nýja. Að þessu markmiði keppti hann
óhvikull og einsýnn og skirrðist jafnvel ekki
við að reyna að uppræta heilar bókmenntagrein-
ar í þeirri von, að þá stæði hann nær marki sínu
en áður. Einkum réðst Guðbrandur gegn döns-
um, vikivökum og rímum og vildi, að skáld
sinntu andlegum efnum en ekki veraldlegum. —-
Þessi afstaða Guðbrands kemur glöggt fram í
formála, er hann reit að sálmabókinni, sem út
kom árið 1589, en þar segist hann setja sálm-
ana til höfuðs veraldlegum rímum, soralegum
mansöngvum og öðrum slíkum kveðskap. —
Sálmabók Guðbrands vann ekki það verk, er
hann hafði ætlað, en ekki gafst hann upp, held-
ur sló fram enn stærra trompi, ef svo mætti að
orði komast, en það var Vísnabókin, sem út
kom árið 1612.
Þó að ekkert kvæði Vísnabókarinnar verði
eignað Guðbrandi, má með réttu telja hana hans
verk fremur en nokkurs annars. Þetta verður
augljóst, ef athugað er á hvern hátt bókin varð
til. — Guðbrandur kallar saman ýmis góðskáld
og segir þeim fyrir um form, efnisval og anda
þeirra kvæða, sem hann vill fá í bókina. Auk
þess safnaði hann saman gömlum kaþólskum
kvæðum, er hann taldi nýtileg, og tók upp í
Vísnabókina, -— flest að vísu nokkuð breytt.
Af þessu leiðir, að Vísnabókin gefur gott yfir-
lit yfir ákveðið tímabil íslenzkrar bókmennta-
32
sögu. Hún hefur að geyma úrval kvæða frá
liðlega 250 árum og mikið af bezta kveðskap
síns samtíma. Vísnabókin skipar því veglegan
sess í íslenzkri bókmenntasögu, m. a. sem sýnis-
bók þess tímabils, sem hún nær yfir.
Með Vísnabók sinni hugðist Guðbrandur ríða
slig á vissar greinar veraldlegs kveðskapar, eins
og áður var sagt. Þar átti hann við ramman reip
að draga, þar sem bókmenntasmekkur þjóðar-
innar var fastmótaður af fornri hefð. Rímur
voru geysivinsælar, danskvæði sömuleiðis, auk
hins forna bókmenntaarfs. Ofan á þetta bættust
fornaldarsögur, riddarasögur og margs kyns þýð-
ingar. Guðbrandur hugðist stemma stigu við
lestri slíkra bókmennta og leggja fram andlega
lesningu eingöngu, og í formála að Vísnabók-
inni segir hann m. a., að tilgangur sinn sé: „að
af mættu leggjast þær brunavísur og afmors-
kvæði, sem allmargir elska og iðka, en í stað-
inn upp takast þessar andlegar vísur, sem góðir
menn hafa ort og kveðið guði til lofgerðar,
fróðleiks og skemmtunar. Menn hafa áður kveð-
ið rímur af fornmönnum til skemmtunar og
dægrastyttingar og í frásögur fært þeirra gerðir.
Hví skyldu nú þá menn ekki heldur kveða rím-
ur og kvæði af heilögum mönnum, þar bæði eru
í heilsusamlegur lærdómur og góð dæmi eftir
að breyta?" Þarna kemur fram skoðun Guð-
brands á veraldlegum kveðskap, en þetta sjón-
armið var þó engan veginn nýtt af nálinni,
heldur gætti þess víða í lútherskum sálmabók-
um fyrir hans daga.
Þó að Guðbrandur stefndi að þröngu marki
með Vísnabók sinni, er efni hennar þó all fjöl-