Mímir - 01.09.1968, Síða 40
Hallvard Lie:
Norsk verslære,
Oslo 1967
Universitetsforlaget.
878 tölusettar síður.
Að því má spyrja, hvert erindi umsögn um
norska bragfræði eigi í tímarit stúdenta í ís-
lenzkum fræðum. Eru þar að mínu viti til ærn-
ar ástæður tvær. Hin fyrri er sú, að engin norsk,
dönsk eða sænsk bragfræði (nema þá eingöngu
samtímaleg) verður samin án þess þar sé komið
inn á ýmis atriði, er mjög svo varði íslenzka
bragfræði, uppruna hennar og eigindir. Hin
ástæðan er fátæki okkar að því er varðar skyn-
samlegar bækur um þessi fræði á íslenzku. Mun
það reynsla fleiri stúdenta en mín, að þar sé um
fáskrúðugan og æði arfaskotinn garð að gresja.
Sýnist mér af þessum sökum full ástæða til að
verja ofurlitlu af dýrum pappír Mímis í kynn-
ingu á hinni nýju bragfræði Hallvards Lies.
Bók þessi er gífurlegt þrekvirki, og segir þar
stjarnfræðilegt blaðsíðutal nokkra sögu, en
fjarri því alla, því að baki hverri síðu hlýtur að
liggja óhemjuleg nákvæmnisvinna og yfirlega.
Fyrstu 150 síður bragfræðinnar eru hvort
tveggja í senn inngangur og meginmál. Höf-
undur fjallar þarna um ýmis vandamál fræði-
greinarinnar og er margt fróðlegt að finna í
því, en hér skal á fátt eitt drepið.
Lie fer að dæmi ýmissa síðari tíma fræði-
manna og forðast hið forna hugtak „pes" (flt.
pedes, n. fptter) um bragliði, en notar í þess stað
„takt." Væri í sjálfu sér ekkert athugavert við að
nefna þessa takta bragliði á íslenzku, ef menn
aðeins hafa í huga, að önnur hugsun liggur að
baki því að tala um takt en fot eða pes. Standa
taktar Lies í nánu sambandi við takta í tónlist,
og sýnir hann mörg fróðleg dæmi því til sönn-
unar, að svipuð lögmál gildi, þótt hann forðist
að ganga jafnlangt og ýmsir fræðimenn, aðal-
lega þýzkir. Á sama hátt notar Lie sem grófustu
táknum bragliða ekki strik og boga eins og
tíðkazt hefur hér, heldur aðeins S og s. Táknar
þá S áherzlusamstöfu eða þunga samstöfu, en
s áherzlulitla eða létta. Tvíliður yrði þannig
táknaður SsSsSs..., þríliður SssSssSss... o. s.
frv. Þetta kerfi verður að ýmsu leyti mjög hand-
hægt og ætti að gleðja þá, sem rita þurfa um
bragfræði á venjulega ritvél! I sambandi við
þetta gerir Lie skemmtilega grein fyrir því, að
Ss og Ss þurfi alls ekki ætíð að vera hið sama,
þ. e. a. s. lengd taktsins geti verið mismunandi.
Tvíliður geti á stundum verið jafnlangur þrílið,
þríliður geti jafngilt venjulegum tvílið vegna
áherzlumismunar. Jafnframt bendir hann á, að
einkvætt, áherzluþungt orð geti verið fullgildur
tvíliður að lengd. Þar tekur hann gott dæmi,
þar sem er fyrsta hending í verkalýðsmarsi eftir
Björnson:
Takt, takt, pas pá takten,
þar sem engum dytti í hug (vonandi) að greina
Takt, takt sem tvílið (Ss) heldur tvo liði, í
þessu tilviki einliði, sem hvor um sig er jafn-
gildur tvíliðunum sem á eftir fara. Þetta mun að
vísu ýmsum hafa verið ljóst í sambandi við ís-
lenzka bragfræði, en hvergi hef ég séð þess getið
né bent á mikilvægi þess að taka tillit til slíkra
hluta við greiningu bragarhátta.
Hér skal til gamans sýnt eitt dæmi um rýni
Lies á notkun bragarhátta. Hann bendir á, að
einliður eigi sér vísan stað í vinnusöngvum og
barnagælum, nefnir dæmi þess, en segir síðan:
En unntagelse fra regelen finner vi i A. Munchs
„Vuggesang":
Sov min | Spn, o | slumre | s0dt!
Endnu gaaer din Vugge blpdt,
ak, skj0nt Hun, Dig Livet gav,
ligger i den kolde Grav.
F0rste vers (vers: vísuorð) ville unektelig blitt rytmisk
bedre om dette meningsl0se o var sl0yfet; bl. a. ville
da den naturlige meningspause efter S0n blitt til-
godesett. Men A. Munch var ná engang av dem som
foretrekker á f0lge skjemaet i stedet for geh0ret, og
skjemaet sa her: „troké," og det stakkars o mátte —
o veh! for hvilken gang! — hjelpe en versmaker ut
av „fot"-knipen. Bls.45.
40