Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 76

Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 76
taka hús á, voru líklegá nýnemar. Þeir urðu að láta sér nægja að hvima út og fram annað kastið, og bíða þess sem verkast vildi. Kann- ski sátu verðandi vinir í salnum, jafnvel lrjón. Lífið er tilviljunum háð, hugsaði hann með sér og þrýsti unnustu sinni að sér. Hún var nýnemi. Þér á örugglega eftir að þykja gaman þarna uppfrá, sagði hann. Kannski, sagði hún. Það virðist bara svo fjarlægt núna. Það er alltaf erfitt að byrja, sagði hann. Það verður orðið gaman eftir viku, þú ert svo fljót að kynnast. Æ, ég veit það ekki, sagði hún. Kannski. Er þér ennþá jafn kalt? spurði hann. Nei, ekki alveg, ansaði hún. Hann kyssti hana á kinnina svo lítið bar á. Svo stóð hún upp og fór í sjoppuna. Kom aftur með tópas og bauð honum. Hann af- þakkaði, vildi ekki óhreinka tennurnar; hann var mjög einstrengingslegur að því leyti. Þá sá hann rútuna koma og fór út með farangur- inn hennar og stakk í hólf. Settist svo aftur hjá henni. Nú vissi hann að brottför var skammt undan. Eftir nokkrar mínútur yrði hún horf- in, farin, rétt einsog hendi væri veifað, og hann yrði einn eftir; það vissi hann vel. Hann vissi líka að mínúturnar tifuðu burt hver af annarri án þess hann fengi rönd við reist. Þetta voru síðustu mínúturnar og hann vissi ekkert hvernig best væri að nota þær, því hann var allur í kerfi og með fellibyl í mag- anum. Vasaklúturinn hvíti var aftur kominn í gagnið, mikið lán að hann skyldi hafa verið með í för. Svo stóð hún upp og benti hon- um að koma á eftir sér, og þau reikuðu í ósjálfráðu rutli útundir vegg og fyrir horn, þangað sem vindurinn æddi. En nú skipti vindurinn engu máli lengur, þau stóðu í skjóli fyrir miskunnarlausu augnaráði mannanna og kysstust heitum kossi — hún löðrandi í höfgum tárum, hann með stein í kokinu. Það lagði gufustrók frá vitum þeirra, einsog frá vermslum á jarðhitasvæði. Milli kossa sagðist hún elska hann og mundu sakna hans mikið, og hann reyndi af megni að tjá henni hið sama, en átti í brösum, því hann mátti vart mæla. Og fyrr en varði var tími þeirra úti og þau urðu að slíta sig hvort frá öðru; hún sagði bless og hann hvíslaði bless, og svo var hún horfin afturábak fyrir hornið og hann þorði ekki að horfa á eftir henni. Hann þurrkaði tár hennar framanúr sér og tók á rás útí buskann, og var alveg bú- inn að gleyma hvað það var kalt úti. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.