Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 77
GÍSU SKÚLASON:
Hrafl úr BA-ritgerS um
SÖGUNA AF ÞURIÐI FORMANNI
OG KAMBSRÁNSMÖNNUM
I. INNGANGUR.
Hin „sannsögulega hefð“ hefur löngum
átt hugi og hjörtu íslendinga. Er þá átt við
bókmenntaverk þau er fjalla um fólk, sem
hefur einhvern tíma verið uppi eða á að hafa
verið það. Þannig má rekja eina slóð frá
Islendingasögum til ævisagna, endurminn-
inga og sannsögulegra skáldsagna nútímans.
Höfundar eða „flytjendur“ slíkra verka eiga
það sammerkt að ætlast til þess af viðtak-
endum að þeir leggi trúnað á frásögnina í
einhverjum mæli, og það jafnvel þótt „sann-
leiksgildið“ sé aðeins fyrir hendi sem listræn
blekking.
Ljóst er að hluti þessarar hefðar er að
nokkru leyti séríslenskt fyrirbæri. Er þá
einkum átt við ævisögur og endurminningar
Péturs og Páls sem út eru gefnar í löngum
bunum í desembermánuði ár hvert. Aðal-
persónur slíkra verka eru venjulega komnar
af léttasta skeiði og standa föstum fótum
í íslensku bændasamfélagi. Þegar litið er yf-
ir farinn veg undir þessu sjónarhorni bland-
ast eðlilega saman persónusaga viðkomandi
og aldarfarslýsingar og héraðsanda liðinnar
tíðar. Þessi endurminningahefð hlýtur því að
miklu leyti að byggjast á fámenniskringum-
stæðum, þ. e. smæð þjóðarinnar, svo og á
aldagamalli fortíðardýrkun.
Önnur grein á meiði hinnar sannsögulegu
hefðar og ekki síður áhugaverð á sitt blóma-
skeið hér á landi á sköpunartíma Islend-
ingasagna. Stóratburðir á borð við manndráp
eða rán hvers konar, viðureign slíkra „fram-
kvæmdamanna“ innbyrðis eða við yfirvöld
þar sem þau tíðkast hafa ávallt orðið fólki
að umtalsefni og fætt af sér ófá listaverk.
Þrjú af meginritum Brynjúlfs Jónssonar
frá Minna-Núpi (f. 1838, d. 1914) má telja
til hinnar sannsögulegu hefðar, þ. e. Söguna
af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum
(1893—97), Bólu-Hjálmars sögu (1911, en
Símon Dalaskáld safnaði efni til hennar), og
Sögu Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu
(1912). Öll eru þessi verk að hluta til ævi-
sögur, en fjalla öðrum þræði um útistöður
sögupersóna við yfirvöld og samtíðarmenn.
Sagan af Þuríði formanni hefur fengið
minnsta gagnrýni fyrir rangfærslur og stað-
lausa stafi þessara þriggja sagna. Ekki leið
hins vegar á löngu uns hinar tvær fóru að
þykja tortryggilegar (Jóhann Kristjánsson
1912, Sveinn Guðmundsson 1913). Það var
ekki fyrr en Guðni Jónsson fór að rannsaka
Söguna af Þuríði formanni að ýmsar skekkj-
ur komu þar í ljós. Niðurstaða hans var engu
að síður sú að sagan væri ,,í heild sinni m'fóg
áreiðanleg“ að svo miklu leyti sem heimildir
næðu til samanburðar. (Brynjúlfur Jónsson
1975:VIII).
Efasemdir um sannleiksgildi þessara verka
Brynjúlfs hafa líklega aldrei átt uppá pall-
borðið hjá hinum almenna lesanda. Má nefna
sem dæmi að árið 1978 leyfði Birgir Sigurðs-
son sér að efast um réttmæti ákveðinna at-
riða í Sögu Natans og Rósu, og byggði gagn-
rýni sína á vitnisburði samtímaheimilda. Rök-
75