Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 23
Morkinskinnu er hann skrifar Heimskringlu
sína. John Lindow telur þessi atriði hafa
mikla þýðingu og hann setur fram kenningu
sem byggir á þeim: „Perhaps this independ-
ence was never completely forgotten, and so
through a semantic shift þáttr „part11 could
ultimately designate a text for itself, inde-
pendent of its context“ (Lindow ’78:38).
Hvort sem kenning Lindows reynist rétt
eða ekki, má telja sennilegt að eitthvert
merkingarugl hafi átt sér stað. Á 18. öld
er orðið „táttur“ í færeysku í senn notað
yfir hluta úr kvæði og sjálfstæðan söng. Ekki
er óeðlilegt að hugsa sér, vegna þess hversu
merkingarnar voru margar, að hér hafi ríkt
svipað ástand. Þáttr gæti þá hafa merkt
hvort tveggja, stutt frásögn og tiltölulega
sjálfstæður frásagnarliður úr stærri heild.
Hvað eru þættir?
Bjarni Guðnason skrifar um þætti í Kultur-
historisk leksikon for nordisk middelalder,
er þar að finna geysimiklar upplýsingar um
þættina sem bókmenntagrein. Bjarni skil-
greinir þætti sem ,,korte novellistiske fortæll-
inger, der især handler om islændinge“ (B.
Guðnason ’76:406). Um þessa skilgreiningu
geta allir verið sammála og eins hina efnis-
legu tvískiptingu, þ.e. 1. þættir sem gerast
utan íslands (aðallega við hirðir norskra
konunga), 2. þættir sem gerast á íslandi.
Fyrri flokkurinn er mun stærri og flestar
þeirra sagna fjalla um skipti íslenskra manna
við Harald harðráða og Ólafana tvo. Þeir
sem ekki líta á þættina sem sérstaka bók-
menntagrein telja gjarnan fyrri flokkinn til
konungasagna en hinn síðari til Islendinga-
sagna. Þessi greining á sér vart marga for-
mælendur nú, en hún er þó í fullu samræmi
við þá hefð að flokka fornsögurnar aðallega
eftir samstæðu efni. Þættir hafa einnig í
heild verið flokkaðir með Islendingasögum,
vegna þess að venjulega er Islendingurinn
aðalpersónan en konungurinn í minna hlut-
verki (B. Guðnason ’76:406). Herbert S.
Joseph hefur sagt um þættí: „one may find
that they echo in one place or another every
sentiment, mood, event, expression and con-
vention present in saga literature“ (Joseph
’72:90). Hann vitnar í þessu sambandi til
athugana Wolfgang Lange, þar sem Lange
fullyrðir að flestir flokkar fornsagna eigi sér
efnislega samsvörun í þáttunum. Lange set-
ur upp hliðstæður eins og ættarsögur-ættar-
þættir, skáldasögur-skáldaþættir, fornaldar-
sögur-fornaldarþættir og konungasögur-þætt-
ir um samskipti íslenskra manna og erlendra
konunga (Joseph ’72:90—91).
Þættir eru sem bókmenntagrein eldri en
Islendingasögur. Það er þó ljóst að á síðari
stigum sagnaritunarinnar hafa áhrifin verið
gagnkvæm. I sambandi við þetta má benda
á sem dæmi að fullvíst er að Bandamannasaga
hefur þegið af Ölkofraþætti en það er jafn
víst að Þorsteins þáttur stangarhöggs byggir
á Vopnfirðingasögu, m.a. er bein vísun til
bardagans í Böðvarsdal (J. Kristjánsson ’78:
348).
Um eiginlegan fjölda þátta er erfitt að
fullyrða nokkuð. Kemur þar tvennt til, ann-
arsvegar hefur bókmenntagreinin verið afar
óljóst mörkuð og hinsvegar eru rannsóknir
ónógar. I síðari prentun íslendingasagnaút-
gáfu Sigurðar Kristjánssonar, er safnað sam-
an 42 þáttum, en þá tölu má auðveldlega
hækka. Wolfgang Lange hefur getið sér þess
til að Islendingaþættir séu alls yfir 100
(Harris ’72:2).
Viðhorf fræðimanna til þátta.
Það má með sanni segja að þættir hafi
jafnan staðið nokkuð í skugga Islendinga-
sagna. Þættir hafa aðallega verið athugaðir
í því augnamiði að komast nær uppruna ís-
lendingasagna og jafnvel konungasagna. Á
síðari helmingi aldarinnar sem leið var lagð-
ur grundvöllur að þeirri kenningu sem jafn-
an er kölluð þáttakenningin. Kenning þessi
byggir á þeirri staðreynd að íslendingasög-
urnar hlytu að vera samsettar úr smærri ein-
21