Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 71
enda er PERSÓNA (og TALA) ekki sagnleg
formdeild í sama mæli og TlÐ og HÁTTUR.
Af þessu kynni einhver að láta sér detta í
hug aö tíðar- og háttgreining sé umfröm í
endingum sagna og aö sú sé höfuðástæðan
fyrir breytingum fleirtöluendinganna. Pað
samrýmist þó illa þeirri eflingu tíðgreiningar
í endingunum sem greinilega hefur átt sér
stað. Verður því annars við í að leita hér.
Ef litið er á stofn sagna og þátíðarvið-
skeyti, þar sem því er til að dreifa, sem eina
heild andspænis endingunum kemur í ljós að
í þeirri heild er tíðgreining algengari og reglu-
legri en háttgreining, bæði að fornu og nýju.
Er þetta einkum augljóst í veikum sögnum
sem oft sýna ekki háttgreiningu í þessari
heild en nær alltaf tíðgreiningu, sbr. t. d.:
horf- horf-
++ ++
horfð- horfð-
tek-
tök- (++) tak-
tak- (tök-)
++ ++
tók- ++ tæk-
þeirra fer mjög á undanhald; ennfremur það
að breytingarnar ganga mun skjótar yfir í
veikum sögnum en sterkum. Engu að síður
skal það undirstrikað að hugmynd þessi felur
naumast í sér einhlíta skýringu á fleirtölu-
breytingunum, sbr. endingar 1. p. flt.
5. Helstu niðurstöður
5.0. Hér hefur m.a. verið sýnt fram á:
— að íslenskar sagnendingar eru ekki
ósundurgreinanlegar en að mismun-
andi morfemgreining eigi við um
eintölu- og fleirtöluendingarnar,
— að í samræmi við þetta ber að skipta
mjög víðtækum breytingum á end-
ingum íslenskra sagna í tvennt:
Breytingar á eintöluendingum og
breytingar á fleirtöluendingum,
— að breytingar eintöluendinganna eru
flestar skyldar innbyrðis en ótengd-
ar fleirtölubreytingunum sem á hinn
bóginn eru allar skyldar innbyrðis,
— að tíðgreining hefur eflst innan
f leirtöluendinganna.
Að þessu athuguðu er mér því nær að
halda að breytingar fleirtöluendinganna fel-
ist einkum í því að tíðar- og háttgreining í
endingunum leiti meira samræmis en var í
fornu máli við greiningu þessara formdeilda
í stofni sagna og viðskeytum, sbr. t. d:
(20)
horf- horf- : ið ið ið ið
hf -K +f > ++ +f
horfð- horfð- : uð ++ ið uð uð
Það styður m. a. þessa hugmynd að breyt-
ingar fleirtöluendinganna láta fyrst á sér
kræla í sögnunum að munu og skulu (um
1200), skömmu eftir að háttgreining í stofni
Ekkert þessara atriða hafa málfræðingar
rökstutt með fullnægjandi hætti áður og sum
þeirra hafa jafnvel alveg farið fram hjá þeim;
á það raunar við um ýmis önnur atriði sem
hér hafa komið fram. Þær aðferðir sem hér
hefur verið beitt hafa því ótvírætt sannað
gildi sitt.
Aðferðir þessar grundvallast á þeirri meg-
inhugmynd að um sé að ræða lágmarksand-
stæður formdeilda og að þar af leiðandi verði
að líta svo á að þær geti verið deilnar í svip-
aðri merkingu og það hugtak hefur verið
notað í hljóðkerfisfræði. Þessum eiginleikum
formdeilda hefur hér jafnframt verið lýst í
svokölluðum andstæðukerfum þeirra. Að-
ferða- og hugtakafræði þessi er, eftir því sem
ég best veit, nýlunda í beygingarfræði.
69