Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 87

Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 87
að þau bitna ekki á neinum. Ránið er það agressívasta sem lýst er að hann taki sér fyrir hendur hér, en áður hefur einmitt verið reynt að benda á að í lýsingu þess sé heldur dreg- ið úr glæpnum, og þá einkum með því að halla á þolandann. En víkjum aftur að „drápinu“. Til að ein- falda málið má setja fram eftirfarandi and- stæðutvenndir, eina fyrir hverja sögn: Fyrsta: íslendingur —- Dani Onnur: Fangi — Fangavörður Þriðja: Islendingur — Dani í fyrstu sögninni kváðu samfangar Sigurðar þess von að „Islendingurinn væri huglaus“ (243) þegar hann vildi ekki ganga í félag við þá til að drepa hinn illræmda fangavörð „er þeir höfðu ei áræði til sjálfir“ þannig að andstæðutvenndin er í raun tvöföld: íslendingur — Dani Áræði — Hugleysi Jafnframt er sagt að Sigurður hafi ávallt lok- ið ákvæðisverki sínu vel, enda hafi fanga- vörðurinn aldrei barið hann, og kemur þar hreystin enn til sögunnar. I þriðju sögninni speglast andstæðurnar ÍSLENDINGUR — DANI í orðum verkstjórans er hann segir að réttast væri að hinn „stóri og sterki Is- lendingur“ (244) framkvæmdi hið erfiða verk, þannig að stutt er einnig í tvenndina HREYSTI — ÓHREYSTI. Önnur sögnin er í fljótu bragði nokkuð sér á parti hvað þetta varðar. Tvenndin FANGI — FANGAVÖRÐUR kemur fram þegar fangavörðurinn „gat eigi þolað, að fangi gjörði sig svo djarfan, að skifta sjer af aðgjörðum hans“ (243). Samanburðurinn á Sigurði og honum leiðir einnig í ljós tvennd- ina SAMÚÐ — MISKUNNARLEYSI. Segjum nú að andstæðurnar SAKAMAÐ- UR — YFIRVALD myndi mikilvæga and- stæðutvennd í munnmælunum. Annað eins hefur nú gerst. Væri þá ekki eðlilegt að átaka þessara tveggja andstæðna gætti einnig í frá- sögn sögunnar af skiptum Sigurðar og þeirra Þórðar sýslumanns og Jónsonar sækjanda? Athugum málið svolítið nánar. Þeir menn íslenskir sem skeinuhættastir eru Sigurði eru að sjálfsögðu hinir íslensku fulltrúar dómsvaldsins, þeir Þórður sýslu- maður og Jónson sækjandi á Ármóti. Hvergi er hallað á þá í frásögninni. Píningaraðferð- um Jónsonar er lýst hálfkímilega og jafnvel gefið í skyn að e. k. kumpánlegt vináttusam- band hafi verið milli Þórðar og Sigurðar; t. d. er hann hafði strokið öðru sinni, en kemur aftur sjálfviljugur, og sagan segir „að þegar Sigurður kom að Hjálmholti, hafi verið kom- ið undir vökulok, hafi hann barið að dyrum og sýslumaður sjálfur farið til dyra, og hafi hann tekið vel á móti Sigurði“ (224). Þegar þeir Jónson og Þórður finna hann eftir fyrsta strokið segir að „þeir sýslumaður og Jónson köstuðu báðir undir eins orðum á hann, sem uppi eru höfð. Sýslumaður mælti: „Víða liggja vegamót, Sigurður“! En Jónson mælti: „Þarna ertu þá, fanturinn þinn“!“ (222). Ekki er raunar örgrannt um að í umfjöllun Þórðar um Sigurð gæti nokkurrar aðdáunar á hreysti hans, og þá einkum er frá líður! Hins vegar er ljóst að honum hefur staðið stuggur af honum og álitið hann ótíndan glæpamann sem og aðra Kambsránsmenn. Jónson átti Gottsveini líka grátt að gjalda, því rúmum tveimur áratugum áður hafði hann sótt hann til saka fyrir sauðaþjófnað, en málið farið í handaskolum og Gottsveinn verið sýknaður, en Jónson fengið skömm í hattinn og orðið að gjalda sekt (Landsyfir- réttardómar I. 398). Ekkert minnist Brynj- úlfur á þessi viðskipti þeirra „vinanna“. I ljósi þessa og samanburðarins við sagn- irnar úr fangelsinu má fullyrða að sú megin- hugmynd sem lýsa má með andstæðutvennd- inni SAKAMAÐUR — YFIRVALD komi aðeins fram í sögunni þegar erlent (í þessu tilfelli að sjálfsögðu DANSKT) yfirvald á í hlut. Þetta þarfnast nánari skýringar. Samanburður lýsinganna á ráninu og 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.