Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 26
orðið til. Þær eru því hvort tveggja í senn,
afrakstur munnlegrar hefðar og verk þeirra
sem felldu sagnirnar saman.
Hvað þættina varðar er það athyglisvert
að í fæstum þeirra eru höfðingjar í aðalhlut-
verkum og einnig gerast þeir langflestir utan
Islands. Herbert S. Joseph segir um þetta
atriði: „. . . þættir dealing with local matters
may have been swallowed up and used by
the family sagas to such an extent that they
are no longer recognizable as having once
been independent“ (Joseph 72:95). 1 beinu
framhaldi af þessu er auðvelt að ímynda sér
hver varð raunin þegar maður af lágum ætt-
um, lítt þekktur utan sinnar heimabyggðar,
varð stofn í munnlegri frásögn. Þá var held-
ur lítil von til þess að hún yrði færð í stærra
samhengi. Auk þess var það einungis á færi
höfðingja að láta skrá sögu á skinn. Af þess-
um uppruna trúi ég að sé megnið af þeim
þáttum sem hafa varðveist sjálfstætt og eru
margir hverjir æði glæstar smásögur, t.d.
Auðunar þáttur vestfirska.
Þættir sem smásögur.
Þótt það komi ætíð til með að reynast
örðugt að sanna hvort tiltekinn þáttur hafi
í öndverðu verið saminn sem sjálfstæð frá-
sögn eða innskotskafli í t.a.m. konungasögu,
er þó æði margt sem styður fyrra atriðið.
Flestir þættir hafa alla eiginleika sjálfstæðrar
smásögu. I alfræðiriti Menningarsjóðs um
bókmenntir stendur: „voru aðalefni smásagna
framan af óvenjuleg ytri atvik rakin á knapp-
an og hlutlægan hátt“ (H. Pétursson 72:
95). Þessi lýsing kemur algerlega heim við
þættina. Njörður P. Njarðvík setur upp í 4
liðum þau atriði er skilja smásögu frá skáld-
sögu:
1. Smásaga er tiltölulega stutt, 2—100
bls., oftast fastbundin sjónarhorni.
2. Atburðarás er takmörkuð. „Hún hneig-
ist til sviðsetningar og takmarkast við
fáa atburði, jafnvel aðeins einn“.
3. Persónur eru sjaldnast fleiri en 3—4,
þær þróast ekki, heldur afhjúpast fyrir
lesanda.
4. Smásaga hefur venjulega eitt þema,
allt stefnir í átt til hnitmiðunar, það
kemur einnig fram í meitluðu málfari
og stíl. (N. Njarðvík 75:66).
Ekki fæ ég séð að neitt í þessari lýsingu
stangist á við allan þorra íslendingaþátta.
Hugsanlegar undantekningar má jafnvel túlka
sem dæmi um ranga flokkun, t.d. Þorsteins
þáttur stangarhöggs, sem Anderson telur að
sé „a perfect miniature family saga“ (And-
erson 75:440).
Það má heita augljóst að þættir hafa alla
eðlisþætti smásögunnar og Islendingar átt
glæstar smásögur 2 öldum áður en Boccacio
skrifaði Decameron. Sjálfstæðinu er best lýst
með því að þættirnir varðveittust sjálfstætt.
Hvernig unnu sagnaritararnir úr
munnlegum frásögnum.
Þótt menn hafi jafnan greint á um tilurð
íslenskra fornsagna, eru þó ýms atriði þess
eðlis að ekki er hægt að afneita þeim sem
efniviði í sögur. Yfirleitt eru þetta munnlega
varðveittir textar t.a.m. Eddukvæði, drótt-
kvæðin, ættvísi ýmiskonar og iögspeki, sem
allir gegna mikilvægum hlutverkum í sögun-
um. Þá er talið fullvíst að sagnaritararnir
hafi haft aðgang að rituðum heimildum t.d.
ritum Ara fróða. Sá hluti efniviðarins sem
mest hefur verið deilt um eru munnlega
varðveittar frásagnir, sem ýmsir hafa kallað
þætti eða söguþætti. Hvernig sagnaritararnir
unnu úr hinum munnlega varðveitta efnivið
er mjög á huldu. Þeir hafa þó annaðhvort
numið frásagnirnar sjálfir og skráð eftir eig-
in minni, eða að þeir hafa látið segja sér
sögurnar fyrir. Það markast vitaskuld mest
af þessum vinnuaðferðum hver afstaða text-
anna er gagnvart munnlegri hefð.
Áður en sögur voru ritaðar er næsta víst
að þær hafa gengið í munnmælum, er í því
24