Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 17
þannig að þar er ekki hætta á misskilningi,
og því má alveg eins nota en.
Annars er ekki alveg sama hvort notað er
en eða heldur í þeim tilvikum þar sem val
er á milli. Heldur virðist krefjast undanfar-
andi samræðna; vera notað í svörum, mót-
mælum, leiðréttingum o. s. frv. Eins og Krist-
ján Árnason bendir á (1980:92—3) eru
setningafræðileg áhrif heldur önnur en en;
heldur krefst umröðunar frumlags og sagnar.
Kristján telur hugsanlegt að heldur sé ,,hálf-
gildings atviksorð“, sem einnig megi nota til
tengingar (1980:93). En um heldur verður
ekki fjallað meira hér.
I tengslum við samspil neitunar og en
verður að benda á, að notkun en er ekki leyfi-
leg ef neitun er í báðum setningunum, sama
hve margfaldur munur þeirra er að öðru
leyti:
(53) * Jón barði ekki Maríu en kyssti ekki
Stínu
(54) *Jdn kyssti ekki Maríu í gær uppi
á lofti en Pétur barði ekki Stínu í
dag bak við skúrinn
Neitunin virðist þarna eyða öllum andstæð-
um; líklega má lýsa (53) svo:
(55) ~B(j,m) & ~K(j,s)
þar sem B = berja, K=kyssa, j = Jón, m =
María, s = Stína. Neitunin myndi þá verka
eins og núll í margföldunardæmi; útkoman
verður alltaf núll, hversu háar sem aðrar
upphæðir í dæminu eru. Utkoman báðum
megin við tenginguna verður því núll; 0 = 0,
og engin andstæða skapast sem réttlæti notk-
un en.
2.3 EÐA
2.3.1 EÐA þegar um val er að ræða.
Eða er notað í allt öðrum kringumstæð-
um en og og en; þ. e. þegar um val milli
tveggja (eða fleiri) möguleika er að ræða.
Og það er yfirleitt skylda að velja annan
(einn) möguleikann; í því tilliti er notkun
eða ólík notkun röktengingarinnar v, þar sem
hægt er að velja annan möguleikann eða
háða (sbr. t. d. Alhvood, Andersson & Dahl
1977:34—7).
Eða gerir ekki síðri kröfur til skyldleika
milli setninganna en og; valið þarf að vera
raunhæft á einhvern hátt. Því er
(56) *Jörðin er flöt eða íranskeisari er
dauður
ákaflega slæm. E. t. v. mætti tákna merkingu
eða með <& + [ +VAL].
Án þess að geta nokkuð fullyrt um það
grunar mig að tenging sjálfstæðra heilla setn-
inga með eða sé fremur sjaldgæf. Yfirleitt
nær valið eða óvissan aðeins til fárra þátta
í setningunum. Þess vegna er
(57) ??Jón barði Maríu eða Pétur kyssti
Stínu
frekar óeðlileg, þótt tenging með og eða en
væri þarna ágæt. En það er erfitt að ímynda
sér aðstæður þar sem val er á milli þessara
möguleika. Lítum á (58):
(58) ?Jón barði Maríu eða beit Stínu
Þessi er skárri, því að óvissuþættirnir eru
færri; það er vitað að það var Jón sem að-
hafðist eitthvað.
(59) a Jón barði Maríu eða Stínu
b Jón barði eða beit Maríu
c Jón eða Pétur barði Maríu
Setningar á borð við (59)a—c tel ég lang-
samlega algengastar eða-setninga; þar ríkir
aðeins óvissa um eitt atriði í hverri. Almennt
virðist gilda, að edö-setningar verði því eðli-
legri sem óvissuatriði eru færri. (Sama gildir
í spurningum, sbr. hina frægu prófspurningu:
Hver voru hin frægu orð og hver mælti þau?)
15