Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 35

Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 35
því að læra texta af bók (læra utanað) og því að nema frásögn af vörum fólks. I fyrra tilvikinu hlýtur sjónminnið að ráða mestu en í því síðara nokkuð sem kalla mætti ,,hljóð- minni“. Munnleg bygging (oral composition) er endurskapandi ferli. Flytjandinn verður sífellt að endurgera söguna, með hjálp lög- mála hefðar sinnar. Pess vegna er sérlega nauðsynlegt að mismunurinn á því að skrifa + lesa og því að semja + segja sé ljós. Þeg- ar íslenskir menn sögðu sögur fór saman samning og flutningur og því verður að skoða sögurnar í því ljósi. Þegar við tölum, móðurmál okkar, erum við ekki að endurtaka orð og orðasambönd sem við höfum meðvitað lagt á minnið, held- ur skýtur þeim upp við venjubundna notk- un (Lord ’76:30). Eitt mikilvægasta hjálpar- tæki sagnafólksins er einmitt orð og orða- sambönd sem sífellt eru endurtekin við að lýsa sömu aðstæðum, þetta er yfirleitt nefnt alþjóðlegu orði, formúla. Formúla hefur ver- ið skilgreind svo: „. . . a group of words which is regularly employed under the same metrical conditions to express a given ess- ential idea“ (Lord ’76:30). Það að ætla sér að leita eftir formúlum í skrifuðum texta, eins og hér mun reynt, mun alltaf reynast strembið verkefni. Skilgreiningin hér að of- an á að vísu við kveðskap, en tnun þó engu að síður vera vel nothæf fyrir frásagnir af öðrum toga. Skrifaður texti hlýtur alltaf að hafa einhver ritleg einkenni, þótt sagt sé að ritlistin varðveiti árangur hefðarinnar á síð- asta stigi fyrir ritöld. Það getur oft orðið býsna erfitt að greina á milli munnlegra ein- kenna og þess sem kallað hefur verið bók- menntaleg stílbrögð. Hér á Islandi hafa rannsóknir á fornbók- menntum beinst að flestu öðru en munnleg- um einkennum, þar af leiðir að grunnur slíkra athugana er afar ótraustur. Hið eina sem hægt er að byggja á eru rannsóknir er- lendra fræðimanna, eins og þeirra Parrys og Lords, sem því miður beindust ekkert að íslenskum fornritum. Við getum haft geysi- legt gagn af slíkum rannsóknum, ef hægt er að forðast alhæfingar. Það verður að hafa það ofarlega í huga að hefðin er aldrei sú sama í neinum tveimur löndum. Hefðin hlýt- ur ætíð að markast af þeirri þjóðfélagsum- gerð sem hún verður til í, eins og sést m.a. af þeim frásagnarmynstrum sem algengust eru í íslenskum fornbókmenntum. Ymiss hug- tök í bókmenntarannsóknunum öðlast nýja merlcingu þegar áherslan er í auknum mæli lögð á munnleg einkenni, t.d. hugtökin höf- undur og upprunalegur texti. Það líta margir þannig á, að rannsóknir sem helgast af hinum nýju viðhorfum séu í raun eina leiðin til að nálgast hinn upprunalega texta. David Buch- an orðaði þá meginhugmynd sem er að baki þessara viðhorfa býsna glæsilega á einum stað: „. . . if we insist on examining the oral process through the lenses of literacy our reward will be, not keener sight, but blurred vision“ (Buchan '12:55). I þessum orðum tel ég að felist svo mikill sannleikur að hann réttlæti þær athuganir sem hér fara á eftir. Munnleg frásagnareinkenni í Auðunar þætti. Þegar skyggnst er eftir formúlum í ís- lenskum fornritum, liggur beinast við að leita þeirra í atriðum sem öllum sögunum eru sameiginleg. Hvernig er t.a.m. persóna nefnd til sögu? „Maðr hét Auðunn, vest- firskr at kyni ok félítill“ (361). Við könn- umst við grúa af slíkum kvnningum, því er unphafið „maðr hét . . .“ formúla. Annað fast atriði sem epísk-dramatískar bókmenntir byggja mjög á er tímastökkin, hvernig til- færsla í tíma er brúuð. I Auðunarþætti eru notuð orðasambönd eins og: „Ok um sum- arit eftir . . .“ (361), „Ok nú of sumarit eftir . . .“ (361), „Ok er liðu nokkurar stund- ir . . .“ (364), ,,. . . einhverju sinni of vár- it, . . .“ (366), „Einn dag, er á leið várit, . . .“ (366). Orðasambönd sem þessi eru stöðluð og notuð í öðrum verkum við sömu aðstæð- ur og hljóta því að teljast formúlur. f hinum 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.